„Allar mikilvægustu orrusturnar í lífinu eiga sér stað inni í hausnum á mér“

Áhugavert fólk | 25. janúar 2025

„Allar mikilvægustu orrusturnar í lífinu eiga sér stað inni í hausnum á mér“

Reynir Grétarsson, eigandi fjárfestingarfélagsins InfoCapital, hefur verið fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi síðustu tvo áratugina. Nú hefur hann breytt miklu hjá sér, segist hættur að vinna við viðskipti og stunda fyrst og fremst innri vinnu. Það sem hann vill gera er að skrifa bækur og reyna að hjálpa öðru fólki í stað þess að græða peninga.

„Allar mikilvægustu orrusturnar í lífinu eiga sér stað inni í hausnum á mér“

Áhugavert fólk | 25. janúar 2025

Reynir Grétarsson eigandi InfoCapital fór á jógasetur í Asíu til …
Reynir Grétarsson eigandi InfoCapital fór á jógasetur í Asíu til að skoða betur hvað býr innra með honum. mbl.is/Karítas

Reyn­ir Grét­ars­son, eig­andi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins In­foCapital, hef­ur verið fyr­ir­ferðar­mik­ill í ís­lensku viðskipta­lífi síðustu tvo ára­tug­ina. Nú hef­ur hann breytt miklu hjá sér, seg­ist hætt­ur að vinna við viðskipti og stunda fyrst og fremst innri vinnu. Það sem hann vill gera er að skrifa bæk­ur og reyna að hjálpa öðru fólki í stað þess að græða pen­inga.

Reyn­ir Grét­ars­son, eig­andi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins In­foCapital, hef­ur verið fyr­ir­ferðar­mik­ill í ís­lensku viðskipta­lífi síðustu tvo ára­tug­ina. Nú hef­ur hann breytt miklu hjá sér, seg­ist hætt­ur að vinna við viðskipti og stunda fyrst og fremst innri vinnu. Það sem hann vill gera er að skrifa bæk­ur og reyna að hjálpa öðru fólki í stað þess að græða pen­inga.

Skrif­stofa In­foCapital er við Lág­múla og þaðan er út­sýni yfir Reykja­vík, sem skart­ar sínu feg­ursta þegar við hitt­umst. Á sama stað eru önn­ur fyr­ir­tæki í eigu hans, en Reyn­ir hef­ur verið að sýsla í hinu og þessu síðan hann seldi Cred­it­In­fo árið 2021. Reyn­ir grín­ast með að hann sé aðallega í því núna að betr­um­bæta sig, það sé al­veg full vinna.

„Staðan hjá mér breytt­ist rosa­lega mikið fyr­ir að verða tveim­ur árum. Bæði í vinnu og per­sónu­lega. Ég ætlaði bara að halda áfram eins og ekk­ert væri. En svo komst ég að því að ég þyrfti að fara í mikla vinnu með sjálf­an mig og finna nýj­an til­gang í líf­inu,“ seg­ir Reyn­ir.

„Fólk lend­ir í svona, að finn­ast það ekki hafa til­gang í líf­inu, og verri hlut­um, ég er alls ekk­ert sér á báti. Kannski frek­ar að ég sé lán­sam­ur að hafa meira svig­rúm en flest­ir til að reyna að bæta úr þessu,“ seg­ir Reyn­ir. 

„Ég er að vinna með nýja út­gáfu, Reyn­ir 2.0 - þetta er Beta-út­gáf­an. Test-út­gáf­an,“ seg­ir hann og við hlæj­um svo­lítið. Hann er ekki mjög al­var­leg­ur í sinni nálg­un og ját­ar að það sé fer­lega erfitt að sleppa tök­un­um af gömlu út­gáf­unni.

Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og …
Reyn­ir Grét­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Láns­trausts, Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sig­urður Ágústs­son, markaðsstjóri Láns­trausts, skoða upp­lýs­inga­veit­una. Mynd­in var tek­in 2003. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Og þá spyr ég hann hvernig gamla út­gáf­an af hon­um hafi eig­in­lega verið.

„Gamla út­gáf­an var með hug­mynd um ein­hvern vísi­tölugaur, þar sem vinna og fjöl­skylda voru æðstu gild­in. Hann ætti að vinna mikið og lengi og vera dug­leg­ur. Það þyrfti að sjást eitt­hvað af því sem hann var að gera. Og, síðast en ekki síst, hann þyrfti að vera góður. Allt eitt­hvað fyr­ir utan hann sjálf­an,“ seg­ir Reyn­ir og seg­ist í dag ef­ast um þetta allt.

Ekki fjár­sjóðsleit 

Hvað gera svona menn eins og þú þegar þeir eru að reyna að finna sig?

„Þetta er ekki eins og ein­hver fjár­sjóðsleit. Og ég er í sjálfu sér ekki týnd­ur, ég er hérna í þess­um lík­ama. Þetta er meira kannski að reyna að kynn­ast sér, ekki sem viðskipta­manni eða fjöl­skyldu­manni, syni og þar fram eft­ir göt­un­um. Held­ur hver maður er innst inni. Til dæm­is ákvað ég að vera er­lend­is í nokkra mánuði í fyrra til að geta bet­ur ein­beitt mér. Ég var fyrst á Tene, það er nán­ast nauðsyn­legt í upp­hafi árs. Svo næst til Þýska­lands og var þar í þrjá mánuði,“ seg­ir Reyn­ir, sem dvaldi í Wies­ba­den.

Hann var ekki ókunn­ug­ur þeim stað því hann bjó þar um tíma á Cred­it­In­fo-ár­un­um. Ferðalagið byrjaði reynd­ar í Barcelona en að mati hans var það ekki rétti staður­inn til að hugsa því þar var of mik­il kanna­bislykt og of margt fólk með skrítið hár. Ekki rétta um­hverfið fyr­ir hann.

„Ég var bara einn að labba um, hlusta á bæk­ur og pod­köst, hugsa málið og skrifa. Ég skrifaði sjálfsævi­sögu að gamni. Í sög­unni lít ég inn á við og velti fyr­ir mér hver ég sé og hvað ég vilji gera. Hvers ég þarfn­ist. Ég er bú­inn að átta mig á því að all­ar mik­il­væg­ustu orr­ust­urn­ar í líf­inu eiga sér stað inni í hausn­um á mér. Þær eru ekki við annað fólk. Þetta er ekk­ert ný þekk­ing, þetta hef­ur vit­urt fólk sagt lengi. En það er ekk­ert sann­leik­ur fyr­ir manni sjálf­um fyr­ir en maður ákveður það,“ seg­ir Reyn­ir og þylur upp tvær mik­il­væg­ustu möntr­urn­ar í líf­inu. Önnur er „Let shit go“ og hin er „Get shit done“ eða eins og það myndi kall­ast á ein­faldri ís­lensku: slepptu tök­un­um! 

„Í kjarn­an­um er þetta ekki mikið flókn­ara, held ég á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Reyn­ir.

Hér er Reynir 2004 að vinna með vísitöluútgáfuna af sjálfum …
Hér er Reyn­ir 2004 að vinna með vísi­tölu­út­gáf­una af sjálf­um sér. Ljós­mynd/​Sverr­ir Vil­helms­son

Það þýðir ekki að hugsa að allt verði betra seinna

Reyn­ir er spurður að því hvort þetta sé ekki bara ald­ur­inn. Fólk um fimm­tugt sé í þess­um pæl­ing­um.

„Kannski er þetta ít­ar­legri lýs­ing á því sem fólk kall­ar „midli­fe cris­is“ eða eitt­hvað í þá átt­ina. Ég held að fólk fari oft ekki að hugsa um þessa hluti fyrr en það verður miðaldra, ekki svona djúpt. Það hef­ur ekki tíma til þess fyrr,“ seg­ir Reyn­ir.

„Þegar við erum yngri snýst lífið um að vinna sér í hag­inn, lækka lán­in og fólk er með þá von í brjósti að allt verði betra seinna. Það er rangt að hugsa svona því það er af­sök­un fyr­ir því að gera ekk­ert í sín­um mál­um núna, fresta því að auka gæði lífs­ins. Það að ætla að sér að allt verði gott seinna er ekki góð nálg­un,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við:

„Þetta er það sem ég er að hugsa akkúrat núna. Von­andi sé ég þetta viðtal eft­ir ein­hvern tíma og finnst ég hafa verið ein­fald­ur. Það væri merki um þroska,“ seg­ir hann og bros­ir. 

„Við erum flest eitt­hvað beygluð. Ég er að tala um þetta hérna við þig til að draga þá skoðun fram. Flest­ir geta bætt líf sitt með ein­hverj­um ein­föld­um aðferðum sem þeir geta vanið sig á. Ég held að fólk sé að skaða sig með of miklu sjón­varps- og símag­lápi. En svo er fullt af fólki komið í alls kon­ar hluti til að reyna að laga eitt­hvað, oft eitt­hvað gam­alt í sér. Það er vakn­ing í gangi og mig lang­ar að vera með í því. Ekki af því að ég sé svo heil­brigður sjálf­ur, held­ur frek­ar af því að ég er það ekki,“ seg­ir hann. 

Hér er Reynir á jógasetri í Asíu síðasta haust.
Hér er Reyn­ir á jóga­setri í Asíu síðasta haust. Ljós­mynd/​Aðsend

Hætti að drekka en hætti ekki að forðast vanda­mál

Þú hef­ur samt gert marg­ar breyt­ing­ar á líf­inu. Þú drekk­ur ekki og skráðir þig í nám í haust. Hvað ertu bú­inn að vera edrú lengi?

„29 ár,“ seg­ir hann og bæt­ir við: 

„Sko, það að ég hætti að drekka þarf ekki að þýða að ég hafi hætt að forðast vanda­mál. En já, ég fór í nám í haust. Var að hugsa um að fara í sál­fræði en endaði á fagi sem heit­ir Já­kvæð sál­fræði. Því gæði lífs okk­ar fara að mestu eft­ir því hvað ger­ist hérna uppi,“ seg­ir Reyn­ir og bend­ir á haus­inn á sér.

„Get ég varið tíma mín­um eitt­hvað bet­ur en að stúd­era það hvernig er hægt að eiga gott líf? Já­kvæð sál­fræði tek­ur einn vet­ur og er ekki al­veg fullt nám. Þetta eru sex tarn­ir. Það er verið að stúd­era og skilja ham­ingj­una. Hvað er gott líf? Þetta er það sama og Sókra­tes og þeir voru að tala um fyr­ir 2.500 árum. Er það að líða rosa­lega vel? Að ná mark­miðum eða að hafa til­gang? Þetta þarf að vera þannig að þú náir að stýra hugs­un­um þínum og til­finn­ing­um svo að þér líði sem best. Ég er bú­inn að ná mín­um mark­miðum viðskipta­lega og ég hef ekki metnað til þess að græða meira. Ég hef ekki ástríðu leng­ur fyr­ir því, eða ekki í augna­blik­inu alla­vega. Ég bý einn og sit því uppi með mig,“ seg­ir Reyn­ir.

Er ekki auðvelt fyr­ir mann eins og þig að segja þetta? Mann sem hef­ur grætt svona mikla pen­inga?

„Jú, ég er al­gjört for­rétt­indapakk,“ seg­ir hann og við skell­um upp úr. 

„Ég er mjög meðvitaður um það. Varla mark­tæk­ur með mín vanda­mál. En ég deili minni sögu af því að ég held að það geti hjálpað öðrum. Ég sagði einu sinni í pod­kasti að ég tæki geðlyf og hefði verið þung­lynd­ur. Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu sem ég hef gert. Þakk­læti frá fólki sem tengdi við það sem ég sagði.“

Reynir æfir sig í því þessa dagana að sleppa tökunum …
Reyn­ir æfir sig í því þessa dag­ana að sleppa tök­un­um og vera ekki of stjórn­sam­ur. mbl.is/​Karítas

Hélt sig fjarri ást­föngnu fólki 

Eft­ir að Reyn­ir var bú­inn að verja þrem­ur mánuðum í Wies­ba­den í Þýskalandi lá leið hans til Asíu, þar sem hann fór á nokk­ur jóga­set­ur.

„Þetta er í þriðja sinn sem ég fer til Asíu og er í fjór­ar til fimm vik­ur í senn. Þá kaupi ég mér flug út og flug heim og svo ákveð ég bara úti hvað ég geri. Ég lét flæðið taka mig til Aust­ur-Tím­or, þar sem hvala­göng­ur voru í gangi. Þetta er þannig að maður fer út í bát, finn­ur hval, stím­ir fram fyr­ir hann og hopp­ar út í. Það er ein­hver gald­ur í því að vera með steypireyði að synda. Hún varla hreyf­ir sig en sting­ur mann samt af um leið. Maður finn­ur auðmýkt ein­hvern veg­inn, það snert­ir mann að vera minnt­ur á það að maður er bara hluti af nátt­úr­unni og ekki endi­lega sá mik­il­væg­asti. Þetta var topp­ur­inn í þess­ari ferð,“ seg­ir hann.

Svo lá leiðin til Balí. 

„Maður þarf að passa sig á því að fara ekki á of fín hót­el á Balí því á þess­um fínu hót­el­um eru bara feit­ir Ástr­alir og ást­fangið fólk,“ seg­ir hann og glott­ir.

Sá sem er að ferðast einn vill kannski ekki vera inn­an um fólk í brúðkaups­ferðum?

„Síður,“ seg­ir hann og við skelli­hlæj­um.

„Ef þú ert ekki önn­ur af þess­um týp­um er betra að vera ein­hvers staðar ann­ars staðar. Það var þannig að ég fór á jógamiðstöð sem heit­ir Yoga­barn, þar eru karl­arn­ir meira ber­fætt­ir með karla­hnúð í hár­inu og Yin and Yang-tattú. Ég skar mig úr því ég mætti í Boss-inni­skóm með vík­ingatattú. Mesta áskor­un­in er að hverfa inn í fjöld­ann þegar all­ir eru öðru­vísi en þú,“ seg­ir hann.

Hvernig fer svona maður eins og þú að því að hverfa inn í fjöld­ann?

„Láta eins og maður eigi heima þarna. Al­veg eins og ef þú ferð í rétt­ir eða á fund á Wall Street,“ seg­ir hann og bros­ir. 

Reynir stundar nám í Jákvæðri sálfræði um þessar mundir.
Reyn­ir stund­ar nám í Já­kvæðri sál­fræði um þess­ar mund­ir. mbl.is/​Karítas

Ekki hafa áhyggj­ur af mér

Ég er for­vit­in um jóga­ferðir. Hvernig eru dag­arn­ir, varstu í jógaflæði all­an sól­ar­hring­inn?

„Í upp­hafi ferðar­inn­ar fór ég á jóga­set­ur á Taílandi sem er á eyju sem heit­ir Koh Samui. Þegar ég var þarna úti birt­ist frétt í Viðskipta­blaðinu sem fjallaði um það að ég ætti að hafa mikl­ar áhyggj­ur af því hvað ég væri að tapa mikl­um pen­ing­um í Sýn og bera út sósí­al­isma,“ seg­ir Reyn­ir en fé­lag hans er stæsti hlut­haf­inn í Sýn sem rek­ur Stöð 2 og fleiri miðla ásamt Voda­fo­ne. 

„Ég fann að ég var kom­inn á rétt­an stað þegar þessi frétta­flutn­ing­ur hafði ekki áhrif á mig. Ég svaraði fyrst kurt­eisi­lega en nennti svo ekki að pæla í þessu. Pínu fyndið að ein­hver sé að hafa áhyggj­ur af mín­um áhyggj­um þegar ég hef þær ekki. Ég hef áhyggj­ur ef ég heyri að fólk sé að hætta í fyr­ir­tæk­inu og að fólki líði ekki vel af ein­hverj­um ástæðum. Það er aldrei gott. En ég bauð mig fram í stjórn Sýn­ar og fékk ekki kosn­ingu. Það varð því ekki af því að ég færi eitt­hvað að vinna tengt Sýn. Sem er bara já­kvætt því ég er bú­inn að gera svo margt annað síðan,“ seg­ir hann.

Reynir dvaldi í Asíu síðasta haust. Hann segir að það …
Reyn­ir dvaldi í Asíu síðasta haust. Hann seg­ir að það hafi verið fínt að fá næði á þess­um stað til þess að leita inn á við. Ljós­mynd/​Aðsend

Er það ekki mæli­kv­arði að þér sé að þoka áfram með verk­efnið ef þér er sama um það sem öðrum finnst?

„Jú, ég held það. Eng­um er al­veg sama hvað öðrum finnst. En ég er að verða betri í því.“

Aft­ur að jóga­ferðinni því ég er svo for­vit­in um þær. Hvernig er að vera á jóga­setri? Er það gam­an?

„Dag­arn­ir byrja snemma á jóga. Alltaf þægi­legt, allt ut­an­dyra. Svo færðu ein­hvern morg­un­mat, ekk­ert kjöt, eng­an syk­ur og allt mjög hollt. En eft­ir nokkra daga ertu far­inn að rölta og finna steik­ur og þú ert alltaf með eitt­hvað inni á her­bergi til að borða. Ég er þannig, ekki fyr­ir­mynd fyr­ir neinn að því leyti. Svo er aft­ur jóga seinni part­inn, nudd og ristil­skol­un og alls kon­ar í boði."

Fórstu í þetta allt?

„Já.“

Hvernig breyt­ist lífið við það?

„Það hæg­ir á líf­inu. Fókus­inn, sem er úti um allt, hann fær­ist inn á við. Svo ferðu að sitja í þér og verða sátt­ur. Eða þannig á það að vera. Og svo á þetta helst að vera þannig að þú fáir nóg og langi til að fara heim. Það tókst líka. En þú breyt­ir ekk­ert líf­inu var­an­lega í einni ferð. Þetta er enda­laus vinna. Og ég langt í frá bú­inn með hana,“ seg­ir Reyn­ir og bæt­ir við:

„Sko, þótt ég seg­ist kannski vera að leita að ham­ingj­unni eða til­gangi lífs­ins í jóga á Taílandi veit ég al­veg að þetta eru hlut­ir innra með mér sem er þar að finna. Það er bara miklu betra að gramsa í þessu í um­hverfi sem er ekki með enda­laust áreiti að kalla á at­hygli þína.“

Reynir fór á bardagaklúbb í Ubud á Balí til að …
Reyn­ir fór á bar­daga­klúbb í Ubud á Balí til að fá til­breyt­ingu frá jóga­setr­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

En svo þráðir þú að koma heim. Vild­ir bara kom­ast í Lág­múl­ann og fá þér kaffi?

„Já, og mig langaði bara að verða kalt. Vera illa klædd­ur í ís­lensk­um vetri eins og við ger­um. Síðustu dag­ana fór ég ekki í jóga og var far­inn að gera eitt­hvað annað. Far­inn að æfa Muai Thai í slags­mála­klúbbi sem ég fann. Bar­dag­aíþrótt­ir. Það er svo gott að bæta því inn í. Það er bæði lík­am­legt og and­legt,“ seg­ir hann.

Gerðist eitt­hvað þegar þú varst lít­ill sem ger­ir það að verk­um að þú ert á þess­ari veg­ferð?

„Það ger­ist eitt­hvað hjá okk­ur öll­um.“

Já, ég veit það, en hvað gerðist hjá þér?

„Sko, það sem gerðist hjá mér, og ég treysti mér að segja frá, er að ein­hvers staðar fædd­ist sú hug­mynd að ég væri ekki nóg. Ég þyrfti að gera bet­ur, þyrfti að gera rosa­lega vel til að vera nóg. Það keyr­ir mann áfram í gegn­um lífið. Fær mann til þess að ná ár­angri, en þessi sami eig­in­leiki kem­ur oft í veg fyr­ir ham­ingj­una eða skil­yrðir hana.“

Reynir segir að hann hafi skorið sig úr fjöldanum með …
Reyn­ir seg­ir að hann hafi skorið sig úr fjöld­an­um með vík­inga­húðflúr og í Boss-inni­skóm. Ljós­mynd/​Aðsend

Mátti alls ekki vera með aum­ingja­skap

Við töl­um aðeins um æsk­una og tíðarand­ann sem ríkti þegar Reyn­ir var barn. Á þeim tíma átti eng­inn að væla. Þeir sem vældu voru aum­ingj­ar.

„Tíðarand­inn var bara á þeim stað og á þeim tíma að ann­ar hver maður um fimm­tugt eða yfir teng­ir við það. Það var eng­inn vond­ur eða neitt þannig en maður átti ekki að vera með væl. Maður átti bara að halda áfram. Vertu dug­leg­ur, það var æðsta gildið. Þegar fólk verður full­orðið er það oft af­tengt til­finn­ing­um sín­um því það fékk ekki að hafa þær þegar það var að al­ast upp, mátti ekki vera með ein­hvern aum­ingja­skap,“ seg­ir Reyn­ir og held­ur áfram:

„Ég get al­veg sagt þér að ef þú ert kom­inn inn á Vog 22 ára án þess að hafa snert nein eit­ur­lyf þá er ekk­ert í lagi með þig,“ seg­ir Reyn­ir.

„Áfengi var ein­kenni vand­ans frek­ar en vand­inn sjálf­ur. Vand­inn var hvernig mér leið sjálf­um. Ég þurfti að fatta það og fara að vinna í því. Fara til geðlækn­is og fá lyf til að láta mér líða bet­ur,“ seg­ir Reyn­ir. Á þess­um tíma var hann í lög­fræði og seg­ist í raun aldrei hafa tengt við lög­fræðina.

„Við stofnuðum Láns­traust, sem síðar varð Cred­it­in­fo, þegar ég var að klára lög­fræði. Ég var löngu bú­inn að fatta það áður en ég út­skrifaðist að lög­fræði væri ekki fyr­ir mig að vinna við. Ég þurfti að klára það samt. Ég náði að skrifa rit­gerðina með nám­inu og losna fyrr út,“ seg­ir Reyn­ir.

Leið þér ekki eins og þú vær­ir kóng­ur þegar það byrjaði að ganga vel í Cred­it­in­fo?

„Nei, ég hef aldrei upp­lifað mig sem ein­hvern kóng eða ég væri meira en eitt­hvað annað fólk. Aldrei. Ég er venju­leg­ur strák­ur.“

Núna ertu í há­skól­an­um, bú­inn að jóga yfir þig í Asíu. Hvað næst?

„Ég hef ákveðið að ger­ast rit­höf­und­ur. Ég ákvað að ger­ast smiður fyr­ir tveim­ur árum og smíðaði í ár eða svo þegar við vor­um að byggja upp Hót­el Blönduós og eign­ir í kring­um það en núna er það til­búið. Núna er ég að skrifa skáld­sög­ur og ævi­sög­una og svo lang­ar mig að skrifa sjón­varpsþætti.“

Um hvað ertu að skrifa?

„Það sem við höf­um mest gam­an af. Ein­hvers kon­ar of­beldi, ham­ingj­una, kyn­líf og ást­ir.“

Eru þetta glæpa­sög­ur? End­ar þetta illa?

„Ég reyni að skrifa um lífið en það er ein­hvern veg­inn áhuga­verðara og meira spenn­andi ef ein­hver er drep­inn og ein­hver er í hættu.“

Ertu kom­inn með bóka­út­gef­anda eða ætl­ar þú að gefa bók­ina út sjálf­ur?

„Ég er ekki kom­inn svo langt. Ég er bara að vinna í þessu,“ seg­ir hann og sýn­ir mynd af forsíðu bók­ar­inn­ar, sem er frek­ar ógn­vekj­andi. Hann seg­ist vera með drög að þrem­ur bók­um og eitt­hvað komi út á þessu ári. Þá komi í ljós hvort ein­hver vilji lesa og hvort hann verði áfram rit­höf­und­ur eða geri eitt­hvað annað.

Einhvers staðar fæddist sú hugmynd að Reynir væri ekki nóg. …
Ein­hvers staðar fædd­ist sú hug­mynd að Reyn­ir væri ekki nóg. Hann vinn­ur nú að því að breyta því. Ljós­mynd/​Aðsend

Að sætt­ast við fortíðina

Reyn­ir vill alls ekki hljóma eins og ný­alki sem vill bjarga öll­um heim­in­um. Hann hef­ur þó til­einkað sér hluti sem hann held­ur að geti gagn­ast öðru fólki til að láta sér líða bet­ur. 

„Ég talaði við eina konu sem var alltaf bros­andi og kát og spurði hana hvernig hún færi að því að vera svona glöð. Hún sagðist vera miðju­barn og hafa varið lífi sínu í að reyna að þókn­ast öll­um en núna væri hún mark­misst að vinna í því að vera glöð. Hún vaknaði snemma, borðaði hollt og hugsaði þetta eins og vinnu. Þetta kveikti í mér. Ég hugsaði að þetta væri nú eitt­hvað sem ég gæti gert. Við lát­um það alltaf mæta af­gangi að hugsa um okk­ur sjálf. Þú átt að stunda hug­leiðslu í tíu mín­út­ur á dag nema þú haf­ir alls ekki tíma til þess, þá skaltu gera það í klukku­tíma, en við lát­um það mæta af­gangi,“ seg­ir Reyn­ir og þrátt fyr­ir að leggja sitt af mörk­um svíf­ur hann ekki um á bleiku skýi.

Hvað dreym­ir þig um?

„Að vera besta út­gáf­an af sjálf­um mér.“

Það er nú svo­lít­il klisja. Hvað dreym­ir þig um í raun og veru?

„Að vera óhrædd­ur. Að gera líf mitt gott. Að sætta mig við sjálf­an mig og fortíðina. Fyr­ir­gefa öll­um. Að eiga góðan dag. Ókei, þetta eru allt klisj­ur. En það er af því að þetta er end­ur­tekið efni, af því að það er vit í því,“ seg­ir Reyn­ir og vill ekki vera í þeim hjól­för­um að allt verði æðis­legt seinna.

„Ég ætla al­veg að játa það en mig lang­ar rosa­lega mikið að hjálpa fólki kerf­is­bundið. Kannski ég telji mig hafa fundið leiðir til að bæta mig og vilji koma þeim til sem flestra. Eins og ný­alki sem vill koma öll­um í meðferð. En ég hef lært ákveðna hluti sem ég vil deila. Kannski ég opni heil­un­ar­set­ur, skrifi bæk­ur eða haldi fyr­ir­lestra. Ég kann þetta ekki en ég hef ekki látið vanþekk­ingu stoppa mig hingað til. Ég á hót­el á Blönduósi sem stend­ur autt all­an vet­ur­inn. Hvers vegna er ég ekki með jóga­set­ur þar á vet­urna? Ein­hver nám­skeið? Mig lang­ar til að búa eitt­hvað til fyr­ir fólk svo að því líði bet­ur. Ég er samt ekki að segj­ast hand­hafi ein­hvers sann­leika. Ég er bara að segja að eitt­hvað er gott fyr­ir mig, kannski líka fyr­ir ein­hverja aðra,“ seg­ir Reyn­ir.

Reyni finnst eftirsótt að vera á þeim stað að vera …
Reyni finnst eft­ir­sótt að vera á þeim stað að vera óhrædd­ur. mbl.is/​Karítas
mbl.is