„Þessi dagur var klárlega skreyttur töfrum“

Brúðkaup | 26. janúar 2025

„Þessi dagur var klárlega skreyttur töfrum“

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, leikkona og lögfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu, giftist sínum heittelskaða, Kormáki Friðrikssyni, hæstaréttarlögmanni, í fallegri athöfn milli jóla og nýárs. Nýbökuðu hjónin, sem eiga tvö börn, Kolbein Þór og Auði Kolfinnu, hittust fyrst á menntaskólaaldri, í sænskukennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en kynntust almennilega mörgum árum seinna þegar þau unnu á sama vinnustað.

„Þessi dagur var klárlega skreyttur töfrum“

Brúðkaup | 26. janúar 2025

Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir og Kormákur Friðriksson gengu í hnapphelduna þann …
Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir og Kormákur Friðriksson gengu í hnapphelduna þann 28. desember síðastliðinn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Þor­björg Helga Þorgils­dótt­ir, leik­kona og lög­fræðing­ur hjá Barna- og fjöl­skyldu­stofu, gift­ist sín­um heitt­elskaða, Kor­máki Friðriks­syni, hæsta­rétt­ar­lög­manni, í fal­legri at­höfn milli jóla og ný­árs. Ný­bökuðu hjón­in, sem eiga tvö börn, Kol­bein Þór og Auði Kolfinnu, hitt­ust fyrst á mennta­skóla­aldri, í sænsku­kennslu í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð, en kynnt­ust al­menni­lega mörg­um árum seinna þegar þau unnu á sama vinnustað.

Þor­björg Helga Þorgils­dótt­ir, leik­kona og lög­fræðing­ur hjá Barna- og fjöl­skyldu­stofu, gift­ist sín­um heitt­elskaða, Kor­máki Friðriks­syni, hæsta­rétt­ar­lög­manni, í fal­legri at­höfn milli jóla og ný­árs. Ný­bökuðu hjón­in, sem eiga tvö börn, Kol­bein Þór og Auði Kolfinnu, hitt­ust fyrst á mennta­skóla­aldri, í sænsku­kennslu í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð, en kynnt­ust al­menni­lega mörg­um árum seinna þegar þau unnu á sama vinnustað.

Faðir Þorbjargar Helgu leiddi hana inn kirkjugólfið.
Faðir Þor­bjarg­ar Helgu leiddi hana inn kirkjugólfið. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Kor­mák­ur fór á skelj­arn­ar við morg­un­verðar­borðið á ann­an í jól­um 2023 og 367 dög­um síðar gekk parið í hnapp­held­una um­kringt sín­um nán­ustu.

„Við vor­um búin að tala um það lengi að gifta okk­ur en það var yfirþyrm­andi til­hugs­un að ætla að skipu­leggja stóra veislu. Við vor­um búin að skoða það að fara bara til sýslu­manns en það var eitt­hvað of hvers­dags­legt í okk­ar huga. Úr varð að við ákváðum með sex vikna fyr­ir­vara að halda litla at­höfn í Frí­kirkj­unni með okk­ar nán­asta fólki. Planið er síðan að halda gott partí seinna til að geta fagnað þessu með fleir­um og fínt að fá það skjalfest hér svo við stönd­um ör­ugg­lega við það,“ seg­ir hún.

Þorbjörg Helga klæddist gullfallegum brúðarkjól sem hún fann á netinu.
Þor­björg Helga klædd­ist gull­fal­leg­um brúðar­kjól sem hún fann á net­inu. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Var þetta skyndi­ákvörðun? 

„Að ein­hverju leyti já. Við vor­um búin að ákveða að gifta okk­ur en svo var það ákveðin skyndi­ákvörðun að drífa í því.“

Hvernig var dag­ur­inn ykk­ar?

„Æðis­leg­ur!

Ég byrjaði í förðun hjá El­ínu Reyn­is. Þegar ég hafði sam­band við hana kom í ljós að hún býr nán­ast í næsta húsi, sem var full­komið þar sem ég var mætt eldsnemma á laug­ar­dags­morgni í stól­inn hjá henni. Við höfðum aldrei hist áður en ég fann strax að ég var í góðum hönd­um og ég var mjög ánægð með út­kom­una.

Á meðan ég var í förðun byrjuðu hinir í fjöl­skyld­unni að gera sig til. Þegar ég kom heim voru all­ir klædd­ir og klár­ir og ég fór í það að gufustrauja kjól­inn og gera mig til. Unn­ur vin­kona mín var mér til halds og trausts þenn­an dag og hjálpaði mér að klæða mig í kjól­inn og tryggði að allt gengi smurt fyr­ir sig. Ég og Unn­ur vor­um síðan sam­ferða í kirkj­una þar sem ég náði að knúsa gest­ina áður en at­höfn­in hófst.

Sr. Hjört­ur Magni Jó­hanns­son, prest­ur í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík, gaf okk­ur sam­an og at­höfn­in heppnaðist mjög vel. Hljóm­sveit­in Ylja spilaði tvö lög í at­höfn­inni og þá söng Unn­ur vin­kona einnig í at­höfn­inni eins og hún hafði lofað mér þegar við vor­um 18 ára. Ég bað hana að syngja lagið You’rs Still The One með Shania Twain sem mér fannst eitt­hvað svo pass­andi fyr­ir fólk af okk­ar kyn­slóð sem er að gifta sig eft­ir 14 ára sam­band.

Eft­ir at­höfn­ina var hóp­mynda­taka og nokkr­ar klass­ísk­ar brúðkaups­mynd­ir áður en við rölt­um yfir í Iðnó. Ég er mjög ánægð með að hafa haft ljós­mynd­ara með til að ná mynd­um af fjöl­skyld­um okk­ar því það er ekki á hverj­um degi sem við hitt­umst öll. Í Iðnó borðuðum við og skáluðum. Veisl­an hélt síðan áfram heima hjá okk­ur.“

Vinkona brúðhjónanna flutti lagið You're Still The One.
Vin­kona brúðhjón­anna flutti lagið You're Still The One. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Fór mik­ill tími í und­ir­bún­ing?

„Nei, alls ekki. Þegar við vor­um búin að ákveða dag og fá staðfest að kirkj­an og sal­ur­inn væri laus þá var það fyrsta sem við gerðum að bjóða öll­um gest­um, þannig að við gát­um ekki ákveðið að fresta þessu. Þetta var ekki mik­ill fyr­ir­vari fyr­ir gesti. Sér­stak­lega fyr­ir syst­ur mín­ar sem búa er­lend­is en ég er ótrú­lega þakk­lát að þær gerðu sér ferð til lands­ins til að geta tekið þátt í deg­in­um með okk­ur.

Næsta skrefið var að finna kjól fyr­ir mig að klæðast. Ég pantaði kjól­inn sem ég var í á net­inu. Kjóll­inn reynd­ist allt of stór en sem bet­ur fer var mér bent á Elmu Bjarn­eyju sem hjálpaði mér að breyta kjóln­um og sníða hann á mig.

Það gekk ein­hvern veg­inn allt upp í und­ir­bún­ingi fyr­ir þenn­an dag þrátt fyr­ir stutt­an fyr­ir­vara og sumt virt­ist koma upp í hend­urn­ar á okk­ur. Til að mynda pantaði ég mér óvænt blóm­vönd í sam­söng for­eldra og barna í Vest­ur­bæj­ar­skóla viku fyr­ir brúðkaupið þegar kom í ljós að mamm­an sem ég sat við hliðina á rek­ur blóma­fyr­ir­tækið Blómstra. Þá fékk ég óvænt tíma í hár­lit­un dag­inn fyr­ir brúðkaupið hjá hár­greiðslu­kon­unni sem mamma fer til. Ég hafði nokkru áður misst af tíma sem ég átti í klipp­ingu og lit­un af því að ég lág heima með eyrna­bólgu og þar sem það var ekki séns að redda nýj­um tíma í des­em­ber var ég búin að sætta mig við ör­lög mín þar til Vé­dís kom mér til bjarg­ar. Þessi und­ir­bún­ing­ur var bara skemmti­leg­ur og vil ég færa öll­um bestu þakk­ir sem réttu fram hjálp­ar­hönd.“

Þorbjörg Helga og Kormákur ásamt börnum sínum tveimur, Kolbeini Þór …
Þor­björg Helga og Kor­mák­ur ásamt börn­um sín­um tveim­ur, Kol­beini Þór og Auði Kolfinnu. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Hafði starf þitt sem listamaður áhrif á dag­inn?

„Ég get ekki beint sagt það fyr­ir utan kannski það að treysta meira en aðrir á ferlið og á það að hlut­irn­ir redd­ist alltaf ein­hvern veg­inn fyr­ir „frum­sýn­ingu“. Mögu­lega bjargaði lista­manns­hjartað líka at­höfn­inni frá því að vera form­leg skjalaund­ir­skrift hjá sýslu­manni yfir í aðeins meiri töfra­stund. Mundu töfr­ana er mantra sem ég hef fengið lánaða frá Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur rit­höf­undi og ber með mér hvert sem ég fer. Þessi dag­ur var klár­lega skreytt­ur töfr­um.“

Kom eitt­hvað á óvart yfir dag­inn eða í öllu ferl­inu?

„Kannski helst að dag­ur­inn varð ná­kvæm­lega eins og við höfðum séð fyr­ir okk­ur. Oft verða hlut­irn­ir ekki al­veg eins og maður sér fyr­ir sig en þessi dag­ur varð ná­kvæm­lega það sem við vonuðumst til.“

Nýbökuðu hjónin röltu úr Fríkirkjunni yfir í Iðnó þar sem …
Ný­bökuðu hjón­in röltu úr Frí­kirkj­unni yfir í Iðnó þar sem var skálað. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Hvernig var að deila þess­ari stund með börn­um ykk­ar, fjöl­skyldu og vin­um?

„Ótrú­lega dýr­mætt. Mér fannst svo gott að hafa at­höfn­ina smærri í sniðum, hafa tíma til að horfa í aug­un á öll­um sem ég elska og leyfa öll­um börn­um í kring­um okk­ur að vera þátt­tak­end­ur í at­höfn­inni og veisl­unni.“

Hvað var eft­ir­minni­leg­ast?

„Ham­ingju- og þakk­læt­istilfinn­ing­in sem yf­ir­tók all­an dag­inn.“

Ástin skein af parinu á brúðkaupsdaginn.
Ástin skein af par­inu á brúðkaups­dag­inn. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ragn­ar

Hvernig var dag­ur­inn eft­ir brúðkaups­dag­inn?

„Mjög ró­leg­ur og friðsæll. Við rölt­um yfir til vina okk­ar, Guggu og Grímars, og sótt­um barn úr næt­urpöss­un og feng­um síðbú­inn morg­un­mat sem sam­an­stóð af pönnu­kök­um og frönsk­um ost­um.“

Hver er lyk­ill­inn að góðu sam­bandi (í ykk­ar til­felli að minnsta kosti)?

„Það er mjög erfitt að svara án þess að það hljómi of væmið eða klisju­kennt. Við skul­um gera heiðarlega til­raun. Að finna mann­eskju sem þér finnst gam­an að eyða tíma með og þú laðast að. Að geta átt góð sam­skipti um erfiða og skemmti­lega hluti og hafa sömu lífs­gildi.“

mbl.is