Rússar missa mikilvæga höfn

Sýrland | 27. janúar 2025

Rússar missa mikilvæga höfn

Sýrlensk stjórnvöld hafa rift samkomulagi við Rússa um rekstur hafnaraðstöðu í borginni Tartus við Miðjarðarhaf. Rekstur hafnarinnar er nú í höndum sýrlenskra yfirvalda. 

Rússar missa mikilvæga höfn

Sýrland | 27. janúar 2025

Flutningaskip sjást hér liggja við bryggju í Tartus.
Flutningaskip sjást hér liggja við bryggju í Tartus. AFP

Sýr­lensk stjórn­völd hafa rift sam­komu­lagi við Rússa um rekst­ur hafn­araðstöðu í borg­inni Tart­us við Miðjarðar­haf. Rekst­ur hafn­ar­inn­ar er nú í hönd­um sýr­lenskra yf­ir­valda. 

Sýr­lensk stjórn­völd hafa rift sam­komu­lagi við Rússa um rekst­ur hafn­araðstöðu í borg­inni Tart­us við Miðjarðar­haf. Rekst­ur hafn­ar­inn­ar er nú í hönd­um sýr­lenskra yf­ir­valda. 

Ný rík­is­stjórn Sýr­lands, sem tók við völd­um í lok síðasta árs eft­ir að hafa steypt Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta af stóli, rifti sam­komu­lag­inu sem var gert við rúss­neska verk­taka­fyr­ir­tækið Stroytrans­gaz. Það var und­ir­ritað árið 2019 og átti að gilda í 49 ár.

Sam­kvæmt samn­ing­um stóð til að Rúss­ar myndu fjár­festa upp á sem nem­ur um 500 millj­ón­um dala til að nú­tíma­væða höfn­ina, en upp­hæðin jafn­gild­ir um 70 millj­örðum króna.

Fram kem­ur í um­fjöll­un Newsweek að sýr­lensk stjórn­völd séu með þessu að reyna að draga úr viðveru og áhrif­um Rússa í land­inu og ljóst þykir að þetta muni skaða sam­skipti ríkj­anna. 

Hafnarborgin Tartus liggur við Miðjarðarhaf.
Hafn­ar­borg­in Tart­us ligg­ur við Miðjarðar­haf. AFP

Högg fyr­ir Rússa

Þetta er mikið högg fyr­ir rúss­neska flot­ann því höfn­in í Tart­us hef­ur verið þeim mik­il­væg og veitt þeim aðgang að Miðjarðar­haf­inu. 

Toll­stjór­inn í Tart­us, Riad Judy, seg­ir að all­ar tekj­ur sem koma inn í tengsl­um við hafn­ar­starf­sem­ina muni nú renna í rík­is­sjóð. 

mbl.is