NATO og ESB þegja þunnu hljóði

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 28. janúar 2025

NATO og ESB þegja þunnu hljóði

Evrópusambandið (ESB) og Atlantshafsbandalagið (NATO) hafa ákveðið að tjá sig ekki um Grænlandsdeiluna eftir að dönsk stjórnvöld óskuðu eftir því við bandamenn sína að láta vera að tjá sig í kjölfar ummæla Trumps Bandaríkjaforseta. 

NATO og ESB þegja þunnu hljóði

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 28. janúar 2025

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að standa ekki í …
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur ákveðið að standa ekki í opinberum deilum við Trump Bandaríkjaforseta vegna Grænlands. Dönsk stjórnvöld hafa beðið ESB og NATO um að láta einnig af slíku opinberu orðaskaki. En embættismenn fara yfir málin á bak við tjöldin. Samsett mynd/AFP

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) og Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) hafa ákveðið að tjá sig ekki um Græn­lands­deil­una eft­ir að dönsk stjórn­völd óskuðu eft­ir því við banda­menn sína að láta vera að tjá sig í kjöl­far um­mæla Trumps Banda­ríkja­for­seta. 

Evr­ópu­sam­bandið (ESB) og Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) hafa ákveðið að tjá sig ekki um Græn­lands­deil­una eft­ir að dönsk stjórn­völd óskuðu eft­ir því við banda­menn sína að láta vera að tjá sig í kjöl­far um­mæla Trumps Banda­ríkja­for­seta. 

Fram kem­ur í um­fjöll­un Fin­ancial Times (FT) að ákvörðun Dana um að láta það eiga sig að standa í op­in­ber­um deil­um við Trump lýsi þeirri erfiðu stöðu sem sé uppi á meðal banda­lagsþjóða Banda­ríkj­anna, því þær séu enn að reyna átta sig á breytt­um aðstæðum og því hvernig best sé að tækla Trump.

Þá vís­ar FT til sinna heim­ild­ar­manna sem segja að bæði NATO og ESB hafi verið með í ráðum hvað varðar aðgerðir Dana. 

Trump og Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, ræddu sam­an í síma í um 45 mín­út­ur í liðinni viku. Því hef­ur verið lýst að mönn­um hafi verið heitt í hamsi og að neyðarástand hafi skap­ast í dönsk­um stjórn­mál­um.

Trump hef­ur hótað að leggja tolla á Dani og hef­ur ekki úti­lokað að beita hervaldi til að ná Græn­landi á sitt vald.

Gerði grín að Dön­um

Um helg­ina ít­rekaði Trump í sam­tali við frétta­menn að hann myndi kló­festa Græn­land. Þá gerði hann grín að Dön­um og sagði að þeir væru að nota „hunda­sleða“ til að verja Græn­land.

Dansk­ir og evr­ópsk­ir emb­ætt­is­menn vonuðu að um­mæli Trumps um Græn­land hefðu ein­fald­lega verið taktík til að kom­ast til frek­ari áhrifa á norður­slóðum á sama tíma og Kín­verj­ar og Rúss­ar reyna slíkt hið sama.

Líta málið al­var­leg­um aug­um

Und­an­farna daga hafa emb­ætt­is­menn áttað sig á því að fólk ætti að líta málið al­var­leg­um aug­um.

„Að láta ekki mikið fara fyr­ir sér virðist vera besta leiðin gagn­vart Trump. Von­andi verður eitt­hvað annað sem trufl­ar hann,“ sagði einn hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður hjá ESB í sam­tali við FT.

mbl.is