Sam Asghari um hjónaband þeirra Britney Spears

Britney Spears | 29. janúar 2025

Sam Asghari um hjónaband þeirra Britney Spears

Fyrrverandi eiginmaður söngkonunnar Britney spears, leikarinn Sam Asghari, hefur opnað sig um örlagaríkt hjónaband þeirra. Asghari segir í hlaðvarpsþætti Kate og Oliver Hudson, Sibling Rivalry, að skert sjálfræði Spears hafi verið eitt það skrýtnasta sem hann þurfti að þola í hjónabandinu.

Sam Asghari um hjónaband þeirra Britney Spears

Britney Spears | 29. janúar 2025

Britney Spears hefur aldeilis ekki átt sjö dagana sæla en …
Britney Spears hefur aldeilis ekki átt sjö dagana sæla en Sam Asghari, fyrrverandi eiginmaður hennar, segist hafa stutt hana á erfiðum tímum. VALERIE MACON / AFP

Fyrr­ver­andi eig­inmaður söng­kon­unn­ar Brit­ney spe­ars, leik­ar­inn Sam Asghari, hef­ur opnað sig um ör­laga­ríkt hjóna­band þeirra. Asghari seg­ir í hlaðvarpsþætti Kate og Oli­ver Hudson, Si­bling Ri­val­ry, að skert sjálfræði Spe­ars hafi verið eitt það skrýtn­asta sem hann þurfti að þola í hjóna­band­inu.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður söng­kon­unn­ar Brit­ney spe­ars, leik­ar­inn Sam Asghari, hef­ur opnað sig um ör­laga­ríkt hjóna­band þeirra. Asghari seg­ir í hlaðvarpsþætti Kate og Oli­ver Hudson, Si­bling Ri­val­ry, að skert sjálfræði Spe­ars hafi verið eitt það skrýtn­asta sem hann þurfti að þola í hjóna­band­inu.

„Einn dag­inn þurfti ég að læra hvað svipt­ing sjálfræðis þýddi og þá hugsaði ég: Bíddu erum við ekki í Am­er­íku. Hvað mein­arðu með að ein­hver eldri en átján ára þurfi leyfi frá for­eldr­um sín­um?“ sagði Asghari í hlaðvarpsþætt­in­um.

„Þetta var það erfiðasta og skrýtn­asta sem ég hef orðið vitni að í líf­inu.“

Britney Spears og Sam Ashgari giftu sig í júní 2022.
Brit­ney Spe­ars og Sam Ashg­ari giftu sig í júní 2022. Skjá­skot af in­sta­gram.

Asghari sagði það besta sem hann gerði fyr­ir Spe­ars væri að styðja hana. 

Asghari studdi Spe­ars heils­hug­ar á meðan „Frels­um Brit­ney“-hreyf­ing­in var á fullu skriði. Á þeim tíma var bar­ist fyr­ir frelsi söng­kon­unn­ar og að hún losnaði und­an fjötr­um föður síns, Jamie Spe­ars, sem hún hafði verið í frá ár­inu 2008. Hún end­ur­heimti sjálfræðið 2021.

Þrátt fyr­ir að sam­band Asghari og Spe­ars hafi farið for­görðum seg­ist Asghari ekki sjá eft­ir neinu.

Page Six

mbl.is