Hvorki Danir né Bandaríkjamenn að grínast

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 31. janúar 2025

Hvorki Danir né Bandaríkjamenn að grínast

Utanríkisráðherra Danmerkur segir að það sé ekki í þágu Grænlendinga að Bandaríkin taki yfir eyjuna. Ráðherrann lét ummælin falla eftir að starfsbróðir hans í Bandaríkjunum sagði að Trump Bandaríkjaforseti væri ekkert að grínast þegar hann talaði um að kaupa Grænland.

Hvorki Danir né Bandaríkjamenn að grínast

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 31. janúar 2025

Lars Løkke Rasmus­sen, utanríkisráðherra Danmerkur, sést hér í spjallþætti sem …
Lars Løkke Rasmus­sen, utanríkisráðherra Danmerkur, sést hér í spjallþætti sem var sýndur nýverið þar sem framtíð Grænlands var rædd. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur seg­ir að það sé ekki í þágu Græn­lend­inga að Banda­rík­in taki yfir eyj­una. Ráðherr­ann lét um­mæl­in falla eft­ir að starfs­bróðir hans í Banda­ríkj­un­um sagði að Trump Banda­ríkja­for­seti væri ekk­ert að grín­ast þegar hann talaði um að kaupa Græn­land.

Ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur seg­ir að það sé ekki í þágu Græn­lend­inga að Banda­rík­in taki yfir eyj­una. Ráðherr­ann lét um­mæl­in falla eft­ir að starfs­bróðir hans í Banda­ríkj­un­um sagði að Trump Banda­ríkja­for­seti væri ekk­ert að grín­ast þegar hann talaði um að kaupa Græn­land.

„Það er held­ur ekk­ert grín þegar við segj­um að Græn­land muni að sjálf­sögðu ekki verða banda­rísk eign,“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Dan­merk­ur, í sam­tali við danska rík­is­út­varpið.

„Þetta þjón­ar ekki hags­mun­um danska kon­ungs­rík­is­ins,“ bætti hann við. Dan­mörk, Græn­land og Fær­eyj­ar eru hluti af danska kon­ungs­veld­inu.

Græn­land ekki til sölu

„Og ekki held­ur í þágu Græn­lands, svo það sé al­veg á hreinu. Setj­um það því til hliðar,“ sagði ráðherr­ann.

Hann ít­rekaði að Græn­land til­heyrði Græn­lend­ing­um og sé ekki til sölu.

„Það er ekki aðeins það sem seg­ir í sjálf­stjórn­ar­lög­un­um held­ur einnig í alþjóðalög­um. Þú get­ur ein­fald­lega ekki selt svona lagað, það er liðin tíð,“ bætti Rasmus­sen við.

Trump vil rífa upp tékkheftið.
Trump vil rífa upp tékk­heftið. AFP

Seldu Banda­ríkja­mönn­um Vest­ur-Indí­ur fyr­ir rúmri öld

„Árið 1917 seld­um við dönsku Vest­ur-Indí­ur [sem eru í dag banda­rísku Jóm­frúareyj­ar] án þess að spyrja íbú­ana þar hvað þeir vildu. Við get­um ekki gert slíkt í nú­tíma­sam­fé­lagi og við mun­um ekki gera það.“

Frá því Trump sór embættiseið 20. janú­ar hef­ur hann ít­rekað talað um og haldið því fram að Banda­rík­in muni á end­an­um taka yfir Græn­land.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Trump vera fúlasta alvara.
Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir Trump vera fúl­asta al­vara. AFP

Trump ekk­ert að grín­ast

Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, gerði í gær lítið úr þeim full­yrðing­um Trumps að hann væri reiðubú­inn að beita hervaldi til að ná land­inu und­ir sig. „Þetta er aft­ur á móti ekk­ert spaug,“ bætti hann við.

Ru­bio seg­ir að Trump hafi sagt það sem hann hygg­ist gera. Það er að kaupa Græn­land.

mbl.is