Laufey minntist fórnarlamba flugslyssins

Instagram | 31. janúar 2025

Laufey minntist fórnarlamba flugslyssins

Íslenska djasssöngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir sendi aðstandendum þeirra sem létust í flugslysinu í Washington á miðvikudagskvöldið samúðarkveðjur í færslu sem hún deildi í story á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Laufey minntist fórnarlamba flugslyssins

Instagram | 31. janúar 2025

Laufey Lín æfði listskauta sem barn.
Laufey Lín æfði listskauta sem barn. Ljósmynd/Chanel

Íslenska djass­söng­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir sendi aðstand­end­um þeirra sem lét­ust í flug­slys­inu í Washingt­on á miðviku­dags­kvöldið samúðarkveðjur í færslu sem hún deildi í story á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

Íslenska djass­söng­kon­an Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir sendi aðstand­end­um þeirra sem lét­ust í flug­slys­inu í Washingt­on á miðviku­dags­kvöldið samúðarkveðjur í færslu sem hún deildi í story á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag.

Viðbragðsaðilar hafa fundið meira en 40 lík í Potomac-ánni eft­ir árekst­ur farþega­vél­ar og herþyrlu nærri Reag­an-flug­vell­in­um í Washingt­on D.C. Að sögn tals­manna American Air­lines-flug­fé­lags­ins voru 60 farþegar um borð og fjór­ir í áhöfn. Þrír banda­rísk­ir her­menn eru sagðir hafa verið í þyrlunni.

Meðal þeirra sem voru um borð í flug­vél­inni, sem er af gerðinni Bomb­ar­dier CRJ700, voru rúss­nesku hjón­in Jev­genia Shis­h­kova og Vadim Nau­mov, sem unnu heims­meist­ara­titil­inn í list­hlaupi á skaut­um árið 1999, og aðrir þekkt­ir skauta­dans­ar­ar.

Flug­vél­in var á leið frá Wichita í Kans­as þar sem íþrótta­mót í list­d­ansi á skaut­um var haldið ör­fá­um dög­um áður.

Lauf­ey greindi frá nöfn­um 11 skauta­dans­ara og birti mynd­ir af þeim.

„Hjarta mitt er hjá fjöl­skyld­um og vin­um þeirra sem létu lífið í D.C. í flug­slys­inu í gær­kvöldi – mörg fórn­ar­lambanna voru skauta­dans­ar­ar – hug­rakk­ir og stór­feng­leg­ir ung­ir íþrótta- og lista­menn.

Ég skautaði sem barn og er enn mik­ill aðdá­andi íþrótt­ar­inn­ar. Ég fylgd­ist grannt með íþrótta­mót­inu í Banda­ríkj­un­um sem lauk nú á dög­un­um. Þetta er hrika­legt,” skrifaði Lauf­ey við færsl­una.

Laufey minntist fórnarlamba flugslyssins.
Lauf­ey minnt­ist fórn­ar­lamba flug­slyss­ins. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is