Einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum La Primavera frá upphafi er kálfur milanese. Hann nýtur ávallt mikilla vinsælda og er einn frægustu réttanna hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda La Primavera.
Einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum La Primavera frá upphafi er kálfur milanese. Hann nýtur ávallt mikilla vinsælda og er einn frægustu réttanna hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda La Primavera.
Einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum La Primavera frá upphafi er kálfur milanese. Hann nýtur ávallt mikilla vinsælda og er einn frægustu réttanna hans Leifs Kolbeinssonar, matreiðslumeistara og eiganda La Primavera.
Veitingastaðurinn er staðsettur á tveimur stöðum, annars vegar í Marshallshúsinu út við Granda og hins vegar í Hörpu, tónlistarhúsi allra landsmanna við höfnina.
„Já það er rétt, kálfur milanese er meðal okkar vinsælustu rétta í gegnum árin. Við höfum lamið og „pannerað“ nokkrar sneiðar af kálfi milanese gegnum tíðina,“ segir Leifur með bros á vör.
„Upphaflega notuðum við íslenskt kálfainnralæri í þennan rétt. Á þeim tíma var allt kálfakjöt meira og minna notað í pylsur og unnar kjötvörur en ekki í steikur. Tímarnir hafa hins vegar breyst og nú getum við valið úr góðum kálfavöðvum sem eru fluttir inn frá meginlandi Evrópu. Við notum frábært kálfa-ribeye af sex mánaða gömlum gripum.“
Þessa uppskrift er að finna í bókinni hans Leifs sem ber heitið Primavera 25 og er algjör nostalgía fyrir sælkera sem kunna að meta kræsingarnar á La Primavera.
Kálfur milanese
Fyrir 4
Aðferð: