Brellin loðna og bjartsýni horfin

Loðnuveiðar | 3. febrúar 2025

Brellin loðna og bjartsýni horfin

„Ég held enn í vonina, fyrir Eyjarnar og þjóðarbúið allt, að úr rætist og við fáum vertíð. Þó hún yrði stutt þá er hrognatíminn á loðnuvertíðinni sá tími sem mestu verðmætin verða til,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í Morgunblaðinu í dag.

Brellin loðna og bjartsýni horfin

Loðnuveiðar | 3. febrúar 2025

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og Jón Björn Hákonarson, formaður bæjarráðs …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, og Jón Björn Hákonarson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Loðnubrestur hefur verleg áhrif á íbúa sveitarfélaganna. Samsett mynd

„Ég held enn í von­ina, fyr­ir Eyj­arn­ar og þjóðarbúið allt, að úr ræt­ist og við fáum vertíð. Þó hún yrði stutt þá er hrogna­tím­inn á loðnu­vertíðinni sá tími sem mestu verðmæt­in verða til,“ seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um í Morg­un­blaðinu í dag.

„Ég held enn í von­ina, fyr­ir Eyj­arn­ar og þjóðarbúið allt, að úr ræt­ist og við fáum vertíð. Þó hún yrði stutt þá er hrogna­tím­inn á loðnu­vertíðinni sá tími sem mestu verðmæt­in verða til,“ seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Litl­ar lík­ur eru á loðnu­vertíð nú á fyrstu mánuðum árs­ins. Áður hef­ur komið fram að í leit­ar­ferðum, þar sem vís­inda­menn hafa lagt lín­urn­ar, hef­ur eng­in loðna sést, hvar sem siglt hef­ur verið um sjó. Upp­sjáv­ar­veiðiskip­in Pol­ar Ammassak og Aðal­steinn Jóns­son voru í síðustu viku úti fyr­ir aust­an­verðu land­inu. Þar og þá end­ur­tóku áhafn­ir mæl­ingu á magni loðnu í meg­in­göng­unni á þeim slóðum til sam­an­b­urðar við niður­stöður mæl­inga í vik­unni á und­an.

Fyrstu niður­stöður sýna ívið lægra mat á stærð veiðistofns­ins en fékkst í vik­unni á und­an á sömu slóðum. „Það er því ljóst að niður­stöðurn­ar munu leiða til óbreyttr­ar ráðgjaf­ar um eng­ar veiðar,“ seg­ir í til­kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Loðnan er brell­in og aldrei á vís­an að róa. Hafró hef­ur gefið út að leit skuli haldið áfram, en bjart­sýni mín er eig­in­lega horf­in,“ seg­ir Jón Björn Há­kon­ar­son í Nes­kaupstað. Hann er formaður bæj­ar­ráðs Fjarðabyggðar og jafn­framt í for­ystu Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is