Fáránlegt að setja fyrst á komugjöld

Ferðamenn á Íslandi | 3. febrúar 2025

Fáránlegt að setja fyrst á komugjöld

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að stefna ríkisstjórnarinnar um að setja komugjöld á ferðamenn á meðan unnið er að útfærslu auðlindagjalds sé fáránleg.

Fáránlegt að setja fyrst á komugjöld

Ferðamenn á Íslandi | 3. febrúar 2025

Til stendur að láta alla ferðamenn greiða komugjald.
Til stendur að láta alla ferðamenn greiða komugjald. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að setja komu­gjöld á ferðamenn á meðan unnið er að út­færslu auðlinda­gjalds sé fá­rán­leg.

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að setja komu­gjöld á ferðamenn á meðan unnið er að út­færslu auðlinda­gjalds sé fá­rán­leg.

„Við höf­um komið því skýrt á fram­færi þar að ein­hvers kon­ar hringl með það að setja fyrst komu­gjöld og svo ein­hvers­kon­ar aðra gjald­töku er al­gjör­lega fá­rán­leg hug­mynd. Maður hringl­ar ekki á þann hátt með grund­vall­ar­at­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Jó­hann­es.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar er kveðið á um upp­töku auðlinda­gjalds fyr­ir aðgang ferðamanna að nátt­úruperl­um Íslands.

„Á meðan unnið er að út­færslu verða inn­heimt komu­gjöld,“ seg­ir í stjórn­arsátt­mál­an­um.

Í Spurs­mál­um síðasta föstu­dag var Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra til viðtals þar sem hún sagði miklu máli skipta að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika þegar kæmi að nýrri gjald­töku.

Jó­hann­es seg­ir að ferðaþjón­ust­an sé í mikl­um sam­skipt­um við rík­is­stjórn­ina og að sam­skipt­in séu góð. Hann seg­ir al­gjört skil­yrði að ferðaþjón­ust­an fái að lág­marki 12 mánaða fyr­ir­vara áður en gjald­taka tek­ur gildi.

„Það skipt­ir höfuðmáli til þess að svona gjald­taka nái mark­miðum sín­um og verði ekki til þess að eyðileggja bæði rekst­ur fyr­ir­tækja og sam­keppn­is­hæfni allr­ar grein­ar­inn­ar og þar með skatt­tekj­ur rík­is­ins,“ seg­ir Jó­hann­es.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is