Boðað til kosninga í Grænlandi

Grænland | 4. febrúar 2025

Boðað til kosninga í Grænlandi

Búið er að boða til þingkosninga í Grænlandi, sjálfstjórnarsvæði Dana. Kosningarnar fara fram í næsta mánuði, eða þann 11. mars. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, sækist eftir endurkjöri og segir hann landið vera að ganga í gegnum fordæmalausa tíma. 

Boðað til kosninga í Grænlandi

Grænland | 4. febrúar 2025

Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands.
Múte B. Egede, forsætisráðherra Grænlands. AFP/Claus Rasmussen/Ritzau Scanpix

Búið er að boða til þing­kosn­inga í Græn­landi, sjálf­stjórn­ar­svæði Dana. Kosn­ing­arn­ar fara fram í næsta mánuði, eða þann 11. mars. Múte B. Egede, formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri og seg­ir hann landið vera að ganga í gegn­um for­dæma­lausa tíma. 

Búið er að boða til þing­kosn­inga í Græn­landi, sjálf­stjórn­ar­svæði Dana. Kosn­ing­arn­ar fara fram í næsta mánuði, eða þann 11. mars. Múte B. Egede, formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri og seg­ir hann landið vera að ganga í gegn­um for­dæma­lausa tíma. 

Síðustu vik­ur hef­ur Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti sóst eft­ir því að festa kaup á landi Græn­lend­inga sem hef­ur fallið í grýtt­an jarðveg á meðal heima­manna. Sagði Trump meðal ann­ars að hann myndi mögu­lega beita hervaldi til að ná Græn­landi á sitt vald.

Græn­lenska þingið samþykkti í dag lög sem banna er­lenda eða nafn­lausa styrki til stjórn­mála­flokka. 

„Það eru al­var­leg­ir tím­ar í gangi. Tími sem við höf­um aldrei upp­lifað áður. Þetta er ekki tími fyr­ir innri átök,“ sagði Múte B. Egede, for­sæt­is­ráðherra Græn­lands, í færslu á sam­fé­lags­miðlum í dag. 

Kosið er til græn­lenska þings­ins, Inatsis­artut, á fjög­urra ára fresti. Síðustu fjög­ur árin hef­ur miðju­flokk­ur­inn Inuit Ataqatigiit farið með meiri­hluta á þing­inu. Alls er kosið um 31 þing­mann. 

mbl.is