Gætu fallið frá því að leggja á komugjöld

Ferðamenn á Íslandi | 4. febrúar 2025

Gætu fallið frá því að leggja á komugjöld

Ríkisstjórnin bindur vonir við það að kynna frumvarp um auðlindagjald fyrir aðgang að ferðamannastöðum í haust. Mögulega sé hægt að koma í veg fyrir það að tekin verði upp komugjöld á ferðamenn.

Gætu fallið frá því að leggja á komugjöld

Ferðamenn á Íslandi | 4. febrúar 2025

Kristrún á blaðamannafundi í dag þar sem þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var …
Kristrún á blaðamannafundi í dag þar sem þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var kynnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­stjórn­in bind­ur von­ir við það að kynna frum­varp um auðlinda­gjald fyr­ir aðgang að ferðamanna­stöðum í haust. Mögu­lega sé hægt að koma í veg fyr­ir það að tek­in verði upp komu­gjöld á ferðamenn.

Rík­is­stjórn­in bind­ur von­ir við það að kynna frum­varp um auðlinda­gjald fyr­ir aðgang að ferðamanna­stöðum í haust. Mögu­lega sé hægt að koma í veg fyr­ir það að tek­in verði upp komu­gjöld á ferðamenn.

Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is að lokn­um blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær.

„Við bind­um mikl­ar von­ir við það að við verðum kom­in með út­færslu varðandi aðgangs­stýr­ingu að ferðamanna­stöðum sem við get­um birt í þing­mál­um núna strax í haust,“ seg­ir Kristrún í sam­tali við mbl.is. 

Hún árétt­ir að um sé að ræða gjald sem yrði tekið við komu á vin­sæla ferðamannastaði en ekki gjald sem all­ir ferðamenn þyrftu að greiða við kom­una til lands­ins, svo­kallað komu­gjald. 

Auðlinda­gjald myndi taka gildi á næsta ári

Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar (SF), sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að það væri fá­rán­legt að setja á komu­gjald á meðan unnið væri að út­færslu auðlinda­gjalds á ferðamenn fyr­ir aðgang að nátt­úruperl­um Íslands.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar er ein­mitt talað um að setja á fót komu­gjald áður en út­færsla yrði fund­in á auðlinda­gjaldið en Kristrún er nú bjart­sýn á að ekki þurfi að setja á komu­gjald.

Kristrún seg­ir að stefnt sé að því að leggja frum­varpið fram í haust og að gjald­taka fyr­ir komu á vin­sæla ferðamannastaði komi til fram­kvæmda í byrj­un næsta árs.

„Ef það geng­ur vel með þetta þá þurf­um við ekki að fara komu­gjalda­leiðina,“ seg­ir Kristrún.

Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland.
Blaðamanna­fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Kristrún Frosta­dótt­ir og Inga Sæ­land. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Reyna að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika

At­vinnu­vegaráðuneytið hef­ur þegar hafið sam­tal við hags­munaaðila.

Kristrún seg­ir að það verði fyr­ir­sjá­an­leiki í ferl­inu og því ætti ekk­ert að koma ferðaþjón­ust­unni á óvart, en SF hef­ur gert kröfu um 12 mánaða fyr­ir­vara áður en ein­hvers kon­ar gjald­taka hefst.

Held­ur þú að þið getið orðið við beiðni þeirra um 12 mánaða fyr­ir­vara?

„Það er það sem við erum að reyna gera núna. Okk­ur finnst það skipta rosa­lega miklu máli að það sé fyr­ir­sjá­an­leiki í þess­ari vinnu, ætl­um okk­ur ekki að koma aft­an að nein­um. Við höf­um þess vegna ákveðið að bíða með að leggja þing­málið fram þar til í haust svo við get­um átt gott sam­ráð og sam­vinnu við fólk á vor­mánuðum,“ seg­ir Kristrún.

mbl.is