Grét eftir sigur Beyoncé

Poppkúltúr | 4. febrúar 2025

Grét eftir sigur Beyoncé

Beyoncé og Billie Eilish voru báðar tilnefndar í flokki plötu ársins á Grammy-hátíðinni, þar sem Beyoncé hlaut að lokum verðlaunin fyrir plötuna Cowboy Carter.

Grét eftir sigur Beyoncé

Poppkúltúr | 4. febrúar 2025

Billie og Beyoncé á Grammy-hátíðinni.
Billie og Beyoncé á Grammy-hátíðinni. Samsett mynd

Beyoncé og Bill­ie Eil­ish voru báðar til­nefnd­ar í flokki plötu árs­ins á Grammy-hátíðinni, þar sem Beyoncé hlaut að lok­um verðlaun­in fyr­ir plöt­una Cow­boy Cart­er.

Beyoncé og Bill­ie Eil­ish voru báðar til­nefnd­ar í flokki plötu árs­ins á Grammy-hátíðinni, þar sem Beyoncé hlaut að lok­um verðlaun­in fyr­ir plöt­una Cow­boy Cart­er.

Bill­ie Eil­ish, sem fór inn í hátíðina með sjö til­nefn­ing­ar, stóð uppi verðlauna­laus þegar úr­slit­in voru til­kynnt. Tár­in sem sáust í aug­um henn­ar vöktu strax ýms­ar get­gát­ur á sam­fé­lags­miðlum, þar sem sum­ir töldu að hún hefði verið miður sín yfir tap­inu, á meðan aðrir álitu að hún hefði ein­fald­lega fellt tár af gleði og virðingu fyr­ir Beyoncé. 

Erfið keppni

Beyoncé, sem er tal­in mesta Grammy-stjarna allra tíma, hafði aldrei fyrr unnið í þess­um flokki þrátt fyr­ir 99 til­nefn­ing­ar í gegn­um árin. Í sig­ur­ræðu sinni sagðist Beyoncé finn­ast hún „heiðruð og full af þakk­læti“ og sagði að bar­átt­an að þess­um sigri hefði tekið lang­an tíma. 

Eil­ish, 23 ára, var til­nefnd fyr­ir plötu sína Hit Me Hard and Soft, sem inni­hélt meðal ann­ars lagið BIRDS OF A FE­ATHER sem var eitt vin­sæl­asta lag síðasta árs. Að lok­um var það þó Beyoncé sem fór með sig­ur af hólmi, en túlk­an­ir á tár­um Bill­ie Eil­ish halda áfram að rata um net­heima.

Hér fyr­ir neðan má sjá brot af viðbrögðum Bill­ie Eil­ish yfir Grammy-verðlauna­hátíðina.

mbl.is