Segja nokkra hafa látist og um 15 særst

Óöld í Svíþjóð | 4. febrúar 2025

Segja nokkra hafa látist og um 15 særst

Sænska ríkisútvarpið, SVT, kveðst hafa upplýsingar undir höndum um að nokkrir hafi látist í skotárásinni í Ris­berska-há­skól­ann í Öre­bro í Svíþjóð og að um 15 hafi særst.

Segja nokkra hafa látist og um 15 særst

Óöld í Svíþjóð | 4. febrúar 2025

Sérsveitarmaður, lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar á vettvangi í dag.
Sérsveitarmaður, lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar á vettvangi í dag. AFP/Kicki Nilsson

Sænska rík­is­út­varpið, SVT, kveðst hafa upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um um að nokkr­ir hafi lát­ist í skotárás­inni í Ris­berska-há­skól­ann í Öre­bro í Svíþjóð og að um 15 hafi særst.

Sænska rík­is­út­varpið, SVT, kveðst hafa upp­lýs­ing­ar und­ir hönd­um um að nokkr­ir hafi lát­ist í skotárás­inni í Ris­berska-há­skól­ann í Öre­bro í Svíþjóð og að um 15 hafi særst.

Lög­regl­an hef­ur aft­ur á móti ekki viljað staðfesta það. Fram kom á blaðamanna­fundi nú síðdeg­is að fimm hafi verið flutt­ir á slysa­deild og að einn hafi verið í lífs­hættu. 

Roberto Eid For­est, lög­reglu­stjór­inn í Öre­bro, sagði á fund­in­um í dag að mögu­lega væri árás­armaður­inn, sem er karl­maður, einn þeirra sem fund­ust með skotsár á vett­vangi. 

Viðbúnaður í Örebro var mikill.
Viðbúnaður í Öre­bro var mik­ill. AFP/​Jon­ath­an Nackstrand

Mik­ill viðbúnaður hef­ur verið vegna máls­ins og fjöl­mennt lög­reglu- og sjúkra­lið fór á vett­vang. SVT seg­ir að lög­regl­an hafi beðið íbúa í Väst­haga um að halda sér inn­an­dyra. 

Lögreglustjórinn Roberto Eid Forest ræddi við blaðamenn í dag.
Lög­reglu­stjór­inn Roberto Eid For­est ræddi við blaðamenn í dag. AFP

Tryggja ör­yggi íbúa

Petra Lundh, rík­is­lög­reglu­stjóri Svíþjóðar, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að al­var­leg árás hefði átt sér stað í Öre­bro í dag. Hún seg­ir hug allra vera hjá þeim sem særðust og fjöl­skyld­um þeirra. Lundh seg­ir að unnið sé að því að tryggja ör­yggi allra íbúa á svæðinu. 

Lög­regl­an greindi frá því fyrr í dag að nokkr­ir skól­ar hefðu verið rýmd­ir í ná­grenn­inu í ör­ygg­is­skyni í upp­hafi máls­ins þar sem lög­regl­an hafi ekki vitað hvort fleiri árás­ir hefðu verið í vænd­um eður ei. Lög­regl­an seg­ir að sú hætta sé liðin hjá. 

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur tjáð sig um málið.
Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, hef­ur tjáð sig um málið. AFP

Mar­tröð sem eng­inn eigi að upp­lifa

Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, hef­ur einnig tjáð sig um árás­ina og seg­ir að hug­ur sinn sé hjá þeim sem særðust og ætt­ingj­um þeirra.

„Þetta er mjög erfiður dag­ur fyr­ir Svíþjóð. Hug­ur minn er einnig hjá öll­um þeim þar sem venju­leg­ur skóla­dag­ur breytt­ist í mar­tröð. Að sitja ótta­sleg­inn fast­ur í kennslu­stofu, þar sem þú ótt­ast um líf þitt, er mar­tröð sem eng­inn á að þurfa að upp­lifa.“

Rík­is­stjórn lands­ins á í nán­um sam­skipt­um við lög­regl­una vegna máls­ins. Rann­sókn stend­ur enn yfir. 

mbl.is