Tryllt fjögurra daga brúðkaup á hálendi Íslands

Ferðumst innanlands | 5. febrúar 2025

Tryllt fjögurra daga brúðkaup á hálendi Íslands

Alyssa Bonanno og Will Mayer ætluðu sér aldrei að halda hefðbundið brúðkaup. Markmið þeirra var að gera eitthvað nýtt og spennandi og velja áfangastað sem vinir og fjölskylda hefðu ekki komið á áður. Auðvitað varð Ísland fyrir valinu.

Tryllt fjögurra daga brúðkaup á hálendi Íslands

Ferðumst innanlands | 5. febrúar 2025

Alyssa Bonanno og Will Mayer óskuðu þess ekkert heitar en …
Alyssa Bonanno og Will Mayer óskuðu þess ekkert heitar en að halda brúðkaupsveislu sem yrði ekkert lík hinni hefðbundnu veislu. Þau létu drauminn rætast á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Alyssa Bon­anno og Will Mayer ætluðu sér aldrei að halda hefðbundið brúðkaup. Mark­mið þeirra var að gera eitt­hvað nýtt og spenn­andi og velja áfangastað sem vin­ir og fjöl­skylda hefðu ekki komið á áður. Auðvitað varð Ísland fyr­ir val­inu.

Alyssa Bon­anno og Will Mayer ætluðu sér aldrei að halda hefðbundið brúðkaup. Mark­mið þeirra var að gera eitt­hvað nýtt og spenn­andi og velja áfangastað sem vin­ir og fjöl­skylda hefðu ekki komið á áður. Auðvitað varð Ísland fyr­ir val­inu.

„Þetta er einn af upp­á­halds­stöðum okk­ar í heim­in­um, og fólk er alltaf jafn hissa á því.“

Ferðatíma­ritið Condé Nast Tra­veler fjall­ar um ferð Bon­anno og Mayer og 80 gesta í sept­em­ber 2024, allt frá mót­töku­kvöld­verði í Reykja­vík til hvíld­ar­stoppa við fal­lega fossa og svo aft­ur að brúðkaups­deg­in­um með húðflúr­ara og miðnæt­ur­pyls­um.

Alyssa og Will við Skógafoss.
Alyssa og Will við Skóga­foss. Skjá­skot/​In­sta­gram
Alyssa var glæsileg á daginn stóra og fór athöfnin fram …
Alyssa var glæsi­leg á dag­inn stóra og fór at­höfn­in fram ut­an­dyra. Skjá­skot/​In­sta­gram

Til að hafa brúðkaups­dag­inn eins óhefðbund­inn (anti-wedd­ing) og kost­ur var, leituðu þau eft­ir þjón­ustu hjá fyr­ir­tækj­um sem höfðu ekk­ert með brúðkaup að gera, fyr­ir utan þann sem gaf þau sam­an og köku­meist­ar­ann.

Krist­ín Lars­dótt­ir Dahl kvik­mynda­fram­leiðandi var með í för og eins Mirra Elísa­bet Val­dís­ar­dótt­ir, sem leiddi jóga­tíma fyr­ir gesti að morgni stóra dags­ins. Tísku­ljós­mynd­ar­arn­ir Lou­is Brow­ne og Olav Stubberud fylgdu þeim einnig eft­ir. Marg­ir af skipu­lögðum viðburðum ferðar­inn­ar fóru fram inn­an­dyra vegna veðurs. 

Gestir nutu sín í heitu lóni við hótelið í Kerlingarfjöllum …
Gest­ir nutu sín í heitu lóni við hót­elið í Kerl­ing­ar­fjöll­um und­ir dansi norður­ljós­anna. Skjá­skot/​In­sta­gram

Eft­ir nokkra leit að dval­arstað varð hót­el á há­lend­inu fyr­ir val­inu, High­land Base Kerl­ing­ar­fjöll, í um fjög­urra klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Reykja­vík. 

„Nokkr­um vik­um fyr­ir brúðkaupið skoðuðum við sögu­leg veður­gögn og sáum að það yrðu 80% lík­ur á snjó­komu. Vind­hraði gæti náð 5-22 m/​s og hita­stig gæti fallið í -12 gráður.“ Þá segj­ast hjón­in hafa gefið gest­um upp­lýs­ing­ar um hvernig best væri að klæða sig við slík veður­skil­yrði.

Ferðin byrjaði í Bláa Lón­inu, þaðan var farið til Reykja­vík­ur í kvöld­verð á Hosiló, ein­um af upp­á­halds­stöðum Bon­anno og Mayer, og drykk á Rönt­gen. Síðan var farið á vin­sæla staði í miðbæn­um. Dag­inn eft­ir var hóp­ur­inn sótt­ur og boðið var upp á bakk­elsi frá Brauð & Co. Á leiðinni á áfangastað var stoppað við Gjána, Háa­foss og Hjálp­ar­foss og síðan á Geysi seinnipart­inn. Íslensk­ir leiðsögu­menn fylgdu hópn­um eft­ir.

Gestum bauðst að skella í eitt stykki flúr í veislunni.
Gest­um bauðst að skella í eitt stykki flúr í veisl­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram
Inspector Spacetime lék fyrir dansi í veislunni.
Inspector Spacetime lék fyr­ir dansi í veisl­unni. Skjá­skot/​In­sta­gram

Dag­skrá­in dag­ana á eft­ir fól m.a. í sér fjall­göngu og fjalla­hjóla­ferð í Hvera­döl­um. At­höfn­in sjálf fór fram ut­an­dyra og um kvöldið lék ís­lenska bandið Inspector Spacetime fyr­ir gesti. Bon­anno seg­ir þau hafa viljað teng­ingu við nátt­úr­una og þar sem ekki var hægt að hafa borðhald úti við þá voru týnd­ir hraun­mol­ar og gróður úr nær­liggj­andi um­hverfi og notað til að skreyta veislu­borðin.

Í mót­tök­unni fengu gest­ir tæki­færi til að inn­sigla vinátt­una að ei­lífu þar sem Brynj­ar Björns­son húðflúr­ari sat og skreytti þá sem vildu. 

Drauma­dag­ur var að enda kom­inn og hvað gerðist annað en að norður­ljós­in létu sjá sig. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Will Mayer (@will­hmayer)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Will Mayer (@will­hmayer)

Condé Nast Tra­vell­er

mbl.is