Irv Gotti er látinn

Poppkúltúr | 6. febrúar 2025

Irv Gotti er látinn

Irving Domingo Lorenzo Jr., eða Irv Gotti, lést í gær aðeins 54 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest. Andlát tónlistarmógúlsins bar að örfáum mánuðum eftir að hann fékk heilablóðfall og var lagður inn á endurhæfingarstöð í kjölfarið.

Irv Gotti er látinn

Poppkúltúr | 6. febrúar 2025

Irv Gotti hér með rapparanum Tequila. Gotti var snillingur í …
Irv Gotti hér með rapparanum Tequila. Gotti var snillingur í að uppgötva nýja tónlistarmenn og koma þeim á framfæri. Skjáskot/Instagram

Irving Domingo Lorenzo Jr., eða Irv Gotti, lést í gær aðeins 54 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest. Andlát tónlistarmógúlsins bar að örfáum mánuðum eftir að hann fékk heilablóðfall og var lagður inn á endurhæfingarstöð í kjölfarið.

Irving Domingo Lorenzo Jr., eða Irv Gotti, lést í gær aðeins 54 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest. Andlát tónlistarmógúlsins bar að örfáum mánuðum eftir að hann fékk heilablóðfall og var lagður inn á endurhæfingarstöð í kjölfarið.

Talsmaður Gottis sagði hann hafa þjáðst af sykursýki í fjölda ára, en að hann hafði jafnað sig vel eftir heilablóðfallið og breytt mataræði sínu.

Gotti framleiddi fjölda slagara fyrir tónlistarmenn á borð við Ja Rule, Ashanti, DMX og Jennifer Lopez, þ.á.m. lögin Always on Time, I'm Real, Ain't it Funny, Foolish, Rain on Me og Mesmerize.

Page Six

mbl.is