Áfangaskýrsla komin í hendur ráðherra

Ferðamenn á Íslandi | 7. febrúar 2025

Áfangaskýrsla komin í hendur ráðherra

Undirbúningur er hafinn við skráningarkerfi slysa og óhappa en starfshópur um öryggi ferðamanna skilaði sinni fyrstu áfangaskýrslu til ráðherra í desember síðastliðnum.

Áfangaskýrsla komin í hendur ráðherra

Ferðamenn á Íslandi | 7. febrúar 2025

Ferðamenn í Reynisfjöru.
Ferðamenn í Reynisfjöru. mbl.is/Jónas Erlendsson

Undirbúningur er hafinn við skráningarkerfi slysa og óhappa en starfshópur um öryggi ferðamanna skilaði sinni fyrstu áfangaskýrslu til ráðherra í desember síðastliðnum.

Undirbúningur er hafinn við skráningarkerfi slysa og óhappa en starfshópur um öryggi ferðamanna skilaði sinni fyrstu áfangaskýrslu til ráðherra í desember síðastliðnum.

Á vef Stjórnarráðsins segir að hlutverk starfshópsins sé að koma með tillögur að úrbótum á sviði öryggismála í ferðaþjónustu, tryggja samráð á milli hlutaðeigandi ráðuneyta, stofnana og atvinnugreinarinnar, auk þess að stuðla að framgangi verkefna sem hafa það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna þvert á hið opinbera og atvinnulíf.

Sex forgangsverkefni

Við upphaf vinnu starfshópsins skilgreindi hann eftirfarandi sex verkefni sem forgangsverkefni: endurskoðun regluverks, skráningu slysa og óhappa, öryggi og ævintýraferðaþjónustu, áhættumat áfangastaða, ferðaþjónustu innan þjóðlendna og menntun leiðsögumanna.

Vinna við drög að reglugerð sem kveður nánar á um form og innihald öryggisáætlunar og um framkvæmd við yfirferð og eftirfylgni með öryggisáætlunum er hafin og mun starfshópurinn skila drögum að reglugerð til ráðuneytisins í vor.

Starfshópurinn skilaði tillögu að slíkri skráningu til ráðuneytisins í desember 2024. Ferðamálastofu var í kjölfarið falið að hefja áætlanagerð og undirbúningsvinnu við atvikaskráningakerfi. Kerfinu er ætlað að halda utan um gögn og upplýsingar um slys, óhöpp og nærslys með það að markmiði að:

  • Kortleggja flokka og tegundir slysa.
  • Greina slysamynstur til að styðja við forvarnir og áhættustjórnun.
  • Stytta viðbragðstíma við óhöppum.
  • Bæta upplýsingamiðlun með ábyrgri gagnameðferð.
mbl.is