Andleg og líkamleg heilsa verri en annarra

Andleg og líkamleg heilsa hinsegin fólks verri en annarra

Hinsegin fólk upplifir líkamlega og andlega heilsu sína verri en þeir sem ekki eru hinsegin og eru líklegri til að hafa upplifað andlega örðugleika og líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi.

Andleg og líkamleg heilsa hinsegin fólks verri en annarra

Réttindabarátta hinsegin fólks | 7. febrúar 2025

Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks voru kynntar í …
Niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og líðan hinsegin fólks voru kynntar í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eyþór

Hinseg­in fólk upp­lif­ir lík­am­lega og and­lega heilsu sína verri en þeir sem ekki eru hinseg­in og eru lík­legri til að hafa upp­lifað and­lega örðug­leika og lík­legri til að hafa orðið fyr­ir of­beldi.

Hinseg­in fólk upp­lif­ir lík­am­lega og and­lega heilsu sína verri en þeir sem ekki eru hinseg­in og eru lík­legri til að hafa upp­lifað and­lega örðug­leika og lík­legri til að hafa orðið fyr­ir of­beldi.

Þetta sýna niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Heilsa og líðan hinseg­in fólks, sem kynnt­ar voru í Ráðhús­inu í dag.

Verða niður­stöður nýtt­ar í mót­un aðgerða sem styðja við lýðheilsu hinseg­in fólks. For­varn­ir og auk­inn stuðning­ur eru þar lyk­il­atriði ásamt fræðslu um hinseg­in mál­efni inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins.

Úrbóta er þörf

Hinseg­in fólk kom verr út úr flest­um lyk­ilþátt­um er kannaðir voru í rann­sókn­inni.

Niður­stöður sýna að upp­lif­un þeirra á lík­am­legri og and­legri heilsu er verri en þeirra sem ekki eru hinseg­in og að hinseg­in fólk er lík­legra til að hafa upp­lifað síþreytu, kvíða, streitu, áfall­a­streiturösk­un og þung­lyndi, og lík­legra til að hafa orðið fyr­ir of­beldi, and­legu, lík­am­legu eða kyn­ferðis­legu.

Ljóst er því að úr­bóta er þörf og benda rann­sak­end­ur á að til að bæta heilsu­far hinseg­in fólks þurfi að taka á fé­lags­leg­um þátt­um sem hafa áhrif á heilsu. Líkt og fjár­hags­stöðu, fé­lags­leg­um stuðning og aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu.

Að koma í veg fyr­ir of­beldi gegn hinseg­in ein­stak­ling­um er for­gangs­atriði í rann­sókn­inni og er kallað eft­ir öfl­ug­um kerf­is­bundn­um og sam­fé­lags­leg­um aðgerðum, bæði til að draga úr of­beldi og til að styðja við þolend­ur þess.

Til­lög­ur rann­sak­enda

Rann­sak­end­ur leggja fram til­lög­ur sem stuðlað gætu að betr­um­bættu aðgengi hinseg­in fólks að nauðsyn­leg­um úrræðum.

Lögð er áhersla á stuðning við geðheil­brigði, þar með talið með auknu aðgengi að úrræðum, meðferðarúr­ræði eigi að vera á viðráðan­legu verði og mót­tæki­leg gagn­vart sér­kenn­um hinseg­in sam­fé­lags­ins. Áfallamiðuð nálg­un og jafn­ingj­astuðning­ur koma einnig fram í til­lög­um.

Lík­am­leg heilsa er einnig lyk­il­atriði og kalla rann­sak­end­ur eft­ir að jafnt aðgengi sé tryggt að heil­brigðisþjón­ustu. Til að mynda þurfi að fræða heil­brigðis­stétt­ir um mál­efni hinseg­in fólks og tryggja að komið sé fram við það af virðingu og án for­dóma.

Þá gætu heilsu­fræðsla, bæði fyr­ir hinseg­in fólk og heil­brigðis­starfs­fólk, og sam­fé­lags­verk­efni dregið úr mis­ræmi í lík­am­legri heilsu.

Stórt skref fram á við

Rann­sókn­in byggði á gögn­um úr könn­un­inni Heilsa og líðan sem Embætti Land­lækn­is fram­kvæm­ir á fimm ára fresti og var sam­starfs­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Sam­tak­anna ´78 - Fé­lags hinseg­in fólks á Íslandi.

Hún er ekki sú fyrsta sem nýt­ir gögn úr könn­un land­lækn­is til að skoða heilsu hinseg­in fólks en mark­ar að sögn rann­sak­enda stórt skref fram á við í að dýpka skiln­ing á stöðu heilsu­fars hjá hinseg­in sam­fé­lag­inu.

Flóra Vu­ong Nu Dong vann rann­sókn­ina sem meist­ara­nemi í líf­töl­fræði, en er núna út­skrifuð.

Þá voru Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks á Mann­rétt­inda- og lýðræðis­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, og Harpa Þor­steins­dótt­ir, verk­efna­stjóri lýðheilsu­mála á skrif­stofu borg­ar­stjóra, um­sjón­araðilar.

mbl.is