Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari, segir að enn sé djúpstæður ágreiningur á milli deiluaðila í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga þó að ekki séu mörg mál eftir ókláruð. Viðræður hafi gengið töluvert betur í fyrradag en þær gerðu í gær. Fundur hófst á ný klukkan 13 í dag.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari, segir að enn sé djúpstæður ágreiningur á milli deiluaðila í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga þó að ekki séu mörg mál eftir ókláruð. Viðræður hafi gengið töluvert betur í fyrradag en þær gerðu í gær. Fundur hófst á ný klukkan 13 í dag.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari, segir að enn sé djúpstæður ágreiningur á milli deiluaðila í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga þó að ekki séu mörg mál eftir ókláruð. Viðræður hafi gengið töluvert betur í fyrradag en þær gerðu í gær. Fundur hófst á ný klukkan 13 í dag.
„Þetta er oft svona upp og niður,“ segir Ástráður og bendir á að misjafnlega getið staðið á hjá fólki.
„Svo eru þetta samt þrátt fyrir allt ekkert margir hlutir sem þarf að klára, en bæði er djúpstæður ágreiningur og síðan er það þannig að við erum að reyna að semja nokkurn veginn samtímis á tveimur dálítið ólíkum samningssviðum. Það einfaldar nú ekki málin.“
Eftir að verkföll kennara hófust á ný á mánudag, í kjölfar fundalotu um síðustu helgi þar sem reynt var til þrautar að ná samningi, fóru deiluaðilar að skiptast á skoðunum í fjölmiðlum.
Var staðan orðin þannig að mati ríkissáttasemjara að hann biðlaði til fólks að hætta „hnútukasti í fjölmiðlum“ og einbeita sér frekar að því að efla samningsviljann.
Tóku deiluaðilar jákvætt í þau tilmæli.
„Við vorum að reyna með seiglu að koma þessu aftur af stað. Svo þegar eitthvað hreyfist þá kviknar eitthvað á mönnum. Og það var alveg þannig þarna á þriðjudaginn, miðvikudaginn, en svo þegar á að reyna að leiða hluti til lykta og koma mönnum í höfn, þá eru oft einhver fjörbrot í því,“ segir Ástráður.
„En þetta er bara eins og í annarri stórgripaslátrun, þú hættir ekki þegar þú ert byrjaður,“ bætir hann við.
Á mánudag hófust ótímabundin verkföll í fjórtán leikskólum og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum, sem hafa áhrif á um 5.000 börn og fjölskyldur þeirra.
Í dag samþykktu svo kennarar í fimm framhaldsskólum að hefja ótímabundin verkföll þann 21. febrúar, náist samningar ekki fyrir þann tíma. Verkfall var einnig samþykkt í einum tónlistarskóla.