Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkið ekki koma að borðinu um kaup og kjör leik- og grunnskólakennara með neinum hætti. Aðilar úr ríkisstjórninni séu hins vegar þátttakendur í umræðunni því þau sjái um utanumhald menntamála í landinu.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkið ekki koma að borðinu um kaup og kjör leik- og grunnskólakennara með neinum hætti. Aðilar úr ríkisstjórninni séu hins vegar þátttakendur í umræðunni því þau sjái um utanumhald menntamála í landinu.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkið ekki koma að borðinu um kaup og kjör leik- og grunnskólakennara með neinum hætti. Aðilar úr ríkisstjórninni séu hins vegar þátttakendur í umræðunni því þau sjái um utanumhald menntamála í landinu.
Í gær óskaði stjórnarandstaðan eftir svörum frá forsætisráðherra vegna meintra afskipta barna- og menntamálaráðherra af kjaradeilu kennara um síðustu helgi.
Þá hafði verið reynt til þrautar að ná samningi áður en verkföll hófust á mánudag. Formaður Kennarasambands Íslands sagði að „pólitískur hráskinnaleikur“ hefði komið í veg fyrir samning.
Stjórnarandstaðan spurði hvort það væri rétt, sem fregnir hermdu, að ráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hefði boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun til viðbótar við það sem var á borðinu.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, hefur hins vegar þvertekið fyrir það.
„Það sem ég veit að gerðist, og menntamálaráðherra hefur svarað skilmerkilega fyrir, er að umræður um kaup og kjör og prósentur voru ekki á borði ríkisstjórnarinnar sem sneru að leik- og grunnskólum. Þau voru ekki á borði mennta- og barnamálaráðherra, enda eru það sveitarfélögin sem sjá um að semja um einhverjar prósentur,“ segir Kristrún.
„Ríkið getur hins vegar haft skoðun á því hvernig er hægt að liðka fyrir viðræðum með afmörkuðum aðgerðum til að bæta aðstöðu kennara eða nemenda,“ bætir hún við.
Hún segir ríkisstjórnina hafa verið opna með að rætt hafi verið við kennaraforystuna um aðgerðarpakka fyrir skólana, en það snúi að almennum aðgerðum.
„Til að mynda námsgögn, til að mynda styrkja farsældina og þess háttar. Ekkert af þessu hefur verið ákveðið en við lögðum fram ákveðnar hugmyndir að borðinu. Það hefur verið algengt í gegnum tíðina að ríkið hafi liðkað fyrir samningum með almennum hætti.“
Kristrún vísar í því samhengi til bæði lífskjara- og stöðugleikasamninga.
Þá ítrekar hún að ríkið komi ekki að borðinu í samningaviðræðum við leik- og grunnskólakennara varðandi kaup og kjör.
„En ríkið vill auðvitað að þessi deila leysist til frambúðar. Það er að segja að það verði eðlileg staða í leik- og grunnskólum landsins, og framhaldsskólum. Varðandi mönnun og varðandi að styrkja umgjörð fyrir að styrkja kennslu í landinu.“
Þannig að það er óljóst enn hvað nákvæmlega átti sér stað þessa helgi sem hleypti öllu í uppnám?
„Það er einfaldlega ekki mitt eða barna- og menntamálaráðherra að svara fyrir það hvað gerist á milli samninganefnda sveitarfélaganna og leik- og grunnskóla.“
Það er talað um að ráðuneytið hafi hlutast til um málið.
„Nú veit ég bara ekki sérstaklega hvað er verið að tala um. Ég veit hver aðkoma ráðuneytisins var. Það hefur verið uppi á borðinu og ég talaði um það fyrir síðustu helgi, að ríkið hefði gefið kost á því, og það er enn þá til umræðu, að við myndum styrkja aðstöðu kennara með almennum hætti í gegnum námsgögn, í gegnum farsældina og meira þess háttar. Þetta er enn þá til umræðu,“ segir Kristrún og heldur áfram:
„Viðræður eru á viðkvæmum stað. Leyfum þeim að ljúka. Það skiptir máli að þau nái lendingu í þessu máli, og við auðvitað bindum vonir við að allir aðilar geti gengið frá borðinu tiltölulega sáttir.“
Fór ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins í Karphúsið um helgina?
„Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins voru boðaðir á fund kjaramálaráðs sem þeir sitja í og sá fundur var haldinn í þessum húsakynnum. Það var haldinn fundur til að upplýsa um stöðu viðræðna. Fjármálaráðuneytið hefur aðkomu að þessum samningum sem snýr að framhaldsskólunum og forsætisráðuneytið er upplýst. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis er því á þessum fundi,“ segir Kristrún, en þess ber að geta að forsætisræðuneytið hefur ekki fulltrúa í kjararáði