Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug frá Tenerife

Sólarlandaferðir | 7. febrúar 2025

Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug frá Tenerife

Rauðu veðurviðvararnar höfðu áhrif á ýmislegt síðustu sólarhringana og einnig flugferðir. Flugferð félagsins Neos endaði á öðrum stað en upphaflega var gert ráð fyrir vegna veðursins og var hún mun lengri en áætlað var.

Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug frá Tenerife

Sólarlandaferðir | 7. febrúar 2025

Flugferðin tók átta tíma en farþegar enduðu ekki heima hjá …
Flugferðin tók átta tíma en farþegar enduðu ekki heima hjá sér. Claudio Schwarz/Unsplash

Rauðu veðurviðvararnar höfðu áhrif á ýmislegt síðustu sólarhringana og einnig flugferðir. Flugferð félagsins Neos endaði á öðrum stað en upphaflega var gert ráð fyrir vegna veðursins og var hún mun lengri en áætlað var.

Rauðu veðurviðvararnar höfðu áhrif á ýmislegt síðustu sólarhringana og einnig flugferðir. Flugferð félagsins Neos endaði á öðrum stað en upphaflega var gert ráð fyrir vegna veðursins og var hún mun lengri en áætlað var.

DV greinir frá.

Flugvélin fór frá Tenerife og átti að enda á Akureyri. Eftir átta tíma í loftinu og árangurslausar tilraunir til lendingar, bæði á Akureyri og Keflavík, lenti vélin í Glasgow í Skotlandi. Það var mikið klappað þegar vélin lenti loksins.

Farþegi vélarinnar sagði stemninguna um borð hafa verið ágæta þrátt fyrir langan tíma í loftinu.

„Farþegar voru aðallega hissa á að vélin hafi lagt af stað frá Tenerife í ljósi þess hvernig veðrið var,“ segir farþeginn og bætir við að það hafi komið á óvart að ekki hafi tekist að lenda í vélinni á Akureyri.

„Við vorum komin það neðarlega og svo komu nokkrar vélar á eftir okkur og lentu í Keflavík.“

Eftir lendingu í Glasgow var farþegum komið fyrir á hóteli. Farþeginn segir að vel hafi verið hugsað um þá. Enn er óvíst hvenær hópurinn kemst heim en farþegar bíða átekta eftir meiri upplýsingum.

mbl.is