Engar viðvaranir í kortunum næstu daga

Veður | 7. febrúar 2025

Engar viðvaranir í kortunum næstu daga

Eftir stormasama daga með rauðum, appelsínugulum og gulum viðvörunum um allt land eru engar viðvaranir í kortunum næstu daga að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Engar viðvaranir í kortunum næstu daga

Veður | 7. febrúar 2025

Eftir stormasama daga og illviðri er betra veður í kortunum …
Eftir stormasama daga og illviðri er betra veður í kortunum næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir stormasama daga með rauðum, appelsínugulum og gulum viðvörunum um allt land eru engar viðvaranir í kortunum næstu daga að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Eftir stormasama daga með rauðum, appelsínugulum og gulum viðvörunum um allt land eru engar viðvaranir í kortunum næstu daga að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Það hljóta allir að vera ánægðir með að þetta sé búið,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Björn segir að tvær smálægðir gangi yfir landið í dag, önnur fyrir vestan land og hin yfir Austfirði og í fyrramálið komi önnur smálægð fyrir vestan landið og henni fylgi snjókomubakki með samfelldri snjókomu í nokkrar klukkustundir á öllu vestanverðu landinu.

Hann segir að á sunnudag og mánudag verði sunnanátt með hlýnandi veðri og eftir það verður suðaustanátt fram að næstu helgi með hita um sex stig vestanlands en það verði svalara fyrir norðan.

Stöðugt veður út næstu viku

„Það verður stöðugt veður út næstu viku og það er ekki að sjá í kortunum nein óveður,“ segir Björn.

Hann segir að vinna sé í gangi við að fara yfir tölur í illviðrinu sem gekk yfir landið í gær og í fyrradag.

„Með fyrri lægðinni varð víða um land ansi mikill vindur og úrkoman sem var í formi rigningar bæði sunnan- og norðanlands var gríðarleg og það er óvenjulegt að það rigni svona mikið í sunnanátt fyrir norðan,“ segir hann.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is