Femíníski fræðimaðurinn Fiona Vera-Gray hefur rannsakað upplifun kvenna á klámi.
Femíníski fræðimaðurinn Fiona Vera-Gray hefur rannsakað upplifun kvenna á klámi.
Femíníski fræðimaðurinn Fiona Vera-Gray hefur rannsakað upplifun kvenna á klámi.
„Klám kemur stöðugt upp í vinnu minni,“ segir Vera-Gray í samtali við The Stylist en hún hefur sérhæft sig í kynferðislegu ofbeldi.
„Klám hefur mikil áhrif á konur og þær hafa skoðanir á því en það bara hlustar enginn. Svo má ekki líka á konur sem einsleitan hóp. Mig langaði til þess að raddir kvenna fengu að heyrast og réðst því í þessa rannsókn og ræddi við yfir 100 konur um upplifun þeirra á klámi.“
„Áhorf kvenna á klám hefur aukist mjög síðan 2014 eftir að það varð aðgengilegra á netinu. Hægt er að njóta þess í einrúmi en það er mikið feimnismál fyrir konur að horfa á klám þar sem það þykir ekki samfélagslega viðurkennt. Karlar virðast meira að segja enn vera með fordóma fyrir því að konur frói sér.“
„Klám umræðan hefur verið mjög einsleit, maður er annað hvort með eða á móti. Ef maður er gagnrýninn á klám þá þýðir það að maður sé ekki neytandi þess. Það sem kom mér á óvart var að konur höfðu mjög mótsagnakenndar skoðanir gagnvart klámi. Þær töluðu gjarnan um neikvæðar hliðar þess en horfðu samt á klám. Þær tengdu við það en fannst það samt eitthvað óþægilegt.“
„Það ríkir ákveðin hugmynd um að það séu skýr skil á milli kláms og alvöru kynlífs en þær konur sem ég ræddi við segja að klámið hafi færst inn í svefnherbergið. Við búum í samfélagi þar sem kynlíf er ekki mikið rætt en margir eru samt að horfa á klám. Það að halda að það hafi svo ekki áhrif á kynlífið okkar er mikil einföldun.“
„Svo hefur verið mikill þrýstingur á konur að fanga kynvitund sinni og horfa jákvæðum augum á kynlíf. Þá er það eins og það megi ekki tala illa um klám. Það má hins vegar gagnrýna það sem er ekki alltaf gott. En það er hins vegar of mikil einföldun að segja að klám sé slæmt fyrir konur.“
„Við búum í heimi þar sem konur eru ekki jafn kynferðislega frjálsar og karlar. Konur hafa því leitað í klám til þess að finna sig og prófa sig áfram. Ég ræddi við konu sem hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og hún sagðist nota klám til þess að tengjast aftur líkama sínum og vera við stjórn þegar kom að kynferðislegri fullnægju. Þá ræddu konur oft um það að vilja kanna ákveðnar kynlífsathafnir sem þær höfðu áhuga á að prófa en treystu sér ekki að gera með körlum því þeir gætu tekið það of langt. Þetta eru jákvæðu hliðar kláms. En til að setja þetta í víðara samhengi þá nota konur klám því þær upplifa sig ekki nógu öruggar til þess að fara út í heim og kanna þetta með öðrum. Þær eru hræddar um að verða beittar ofbeldi.“
„Markmiðið ætti að vera að búa til meira svigrúm fyrir konur til þess að upplifa kynlíf. Þetta samtal snýst um meira en bara hvort klám sé gott eða slæmt. Kynlíf er vandmeðfarið fyrir konur og það hvernig konur og karlar eru mótuð í samfélaginu þarf að breytast til þess að konur upplifi algjört frelsi.“
„Það sem hægt er að gera núna er að minnka skömmina sem konur upplifa yfir því sem æsir þær. Konurnar sem ég ræddi við voru að horfa á hluti sem þeim fannst almennt ekki gott fyrir konur en á sama tíma urðu þær æstar. Það er þessi þversögn sem fær okkur til þess að forðast að tala um klám.“