Kristján Þórður segir af sér

Alþingi | 7. febrúar 2025

Kristján Þórður segir af sér

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur sagt af sér embætti formanns sambandsins.

Kristján Þórður segir af sér

Alþingi | 7. febrúar 2025

Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Kristján Þórður Snæbjarnarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur sagt af sér embætti formanns sambandsins.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur sagt af sér embætti formanns sambandsins.

Tilkynnti hann um afsögn sína á miðstjórnarfundi þess í dag en þetta kemur fram í færslu Kristjáns á samfélagsmiðlum.

Komið að kaflaskilum

Í færslunni segir Kristján Þórður komið að kaflaskilum þar sem han hefur tekið sæti á Alþingi.

Jafnframt þakkar hann öllu því fólki sem hann hefur unnið með innan verkalýðshreyfingarinnar samstarfið og segist hlakka til að vinna með því áfram í nýju hlutverki.

Varaformaður Rafiðnaðarsambandsins, Andri Reyr Haraldsson, verður starfandi formaður fram að aukaþingi sambandsins 27. febrúar nk. þegar kosið verður um nýjan formann.

mbl.is