Í New York-ríki í Bandaríkjunum er veitingahús sem býður upp á ósvikinn ömmumat. Slíkir veitingastaðir eru sjálfsagt ekki auðfundnir en hann er raunverulega til og heitir Enoteca Maria.
Í New York-ríki í Bandaríkjunum er veitingahús sem býður upp á ósvikinn ömmumat. Slíkir veitingastaðir eru sjálfsagt ekki auðfundnir en hann er raunverulega til og heitir Enoteca Maria.
Í New York-ríki í Bandaríkjunum er veitingahús sem býður upp á ósvikinn ömmumat. Slíkir veitingastaðir eru sjálfsagt ekki auðfundnir en hann er raunverulega til og heitir Enoteca Maria.
Þessi tiltekni veitingastaður ræður einungis ömmur frá öllum heimshornum til að vinna sem kokkar á veitingastaðnum. Ömmurnar eru kallaðar Nonna sem útleggst sem amma á ítölsku.
Jody Scaravella, eigandi og stofnandi veitingastaðarins, gekk með þá hugmynd í maganum að deila ítalskri matarhefð ömmu sinnar sem hann ólst upp við. Upphaflega réð hann til sín nokkrar ítalskar ömmur sem kokka og hugmyndin var að þær myndu bjóða upp á eigin matseðla til skiptis og deila með matargestum eldamennsku og matarkúltúr og arfleið þeirra.
Hins vegar ákvað Jody Scaravella að útvíkka hugmynd sína og sækjast eftir fleiri ömmum frá hinum og þessum menningarheimum og biðja þær að útdeila arfleifð og þjóðmenningu þeirra í eldamennsku.
Veitingastaðurinn Enoteca Maria býður upp á matseðil sem spannar svæðisbundna ítalska matargerð frá hinum og þessum héruðum á Ítalíu. Auk þess er aukamatseðill með réttum frá ömmum eða Nonnas sem koma alls staðar að úr heiminum og bjóða veitingahúsagestunum að snæða einlæga, þjóðlega og ósvikna rétti frá þeirra menningarsamfélögum. Veitingastaðurinn er því með tvö eldhús, annað þeirra er alltaf mannað af ítalskri ömmu en samtímis er hitt eldhúsið mannað af ömmu frá einhverju öðru landi sem matreiðir rétti úr sínu heimalandi.
Enoteca Maria veitingastaðurinn er staðsettur á Staten Island í New York-ríki. Upplagt er að taka Staten Island-ferjuna og horfa á útsýnið frá ferjunni og upplifa fallegt útsýni yfir sjóndeildarhringinn, skýjaglúfra Manhattan sem og Frelsisstyttuna.
Sjá má Instagram-síðu staðarins hér.