Töluverðar skemmdir urðu á tækjum og búnaði á skíðasvæðinu í Bláfjöllum vegna óveðursins og eldinga í gær og í fyrradag. Lokað er á skíðasvæðinu í dag vegna veðurs.
Töluverðar skemmdir urðu á tækjum og búnaði á skíðasvæðinu í Bláfjöllum vegna óveðursins og eldinga í gær og í fyrradag. Lokað er á skíðasvæðinu í dag vegna veðurs.
Töluverðar skemmdir urðu á tækjum og búnaði á skíðasvæðinu í Bláfjöllum vegna óveðursins og eldinga í gær og í fyrradag. Lokað er á skíðasvæðinu í dag vegna veðurs.
Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, segir eldingu hafa lostið í topp skíðalyftunnar Kóngsins og ljóst sé að skíðalyftan verði ógangfær í einhverja daga en hinar tvær lyfturnar eru í lagi. Þá segir hann að hluti af stýrisbúnaði snjóframleiðslunnar, svokallaður tíðnibreytir sem stýrir borholunni, hafi sprungið og brunnið og því sé ekki hægt að komast í vatn.
Einar segir að í eldingaveðrinu hafi stórir og smáir rafmagnshlutir skemmst, svo sem svissar tengdir lýsingum í fjallinu og neti sem hafi brunnið yfir og þá hafi allir lekaliðar og öryggi slegið út eftir óveðrið. Hann segir að rafmagn sé komið á í öllum húsum á svæðinu.
„Við erum ekki alveg búnir að greina hversu miklar skemmdirnar eru en við náðum að laga hluta af þessu í gær með varahlutum sem til voru og fleiri verða keyptir í dag. Við ætluðum að reyna að komast í dag með sérfræðingi til að skoða þetta en hér er snælduvitlaust veður og ég sneri starfsfólkinu við í morgun. Það stendur til að koma aftur snemma í nótt og stefnan er að hafa opið á morgun,“ segir Einar.