Staurar brotnuðu og línur slitnuðu

Veður | 7. febrúar 2025

Staurar brotnuðu og línur slitnuðu

Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi Rarik fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í fyrradag.

Staurar brotnuðu og línur slitnuðu

Veður | 7. febrúar 2025

Margir staurar brotnuðu í óveðrinu sem gekk yfir landið í …
Margir staurar brotnuðu í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í fyrradag. Ljósmynd/Rarik

Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi Rarik fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í fyrradag.

Alls urðu 1.355 heimili og fyrirtæki tengd dreifikerfi Rarik fyrir rafmagnsleysi eða truflunum í skemmri eða lengri tíma vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær og í fyrradag.

Í tilkynningu frá Rarik segir að óveðrið hafi haft mest áhrif á Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi en lítið hafi verið um truflanir í dreifikerfinu á Norðurlandi. Þar segir einnig að töluvert hafi verið um innhringingar viðskiptavina vegna staðbundinna truflana í lágspennukerfinu.

Aðgerðum Rarik vegna veðursins er að mestu leyti lokið en vindaálag, selta og eldingar herjuðu á kerfið með þeim afleiðingum að staurar brotnuðu og línur slitnuðu.

Farið yfir helstu staði í tilkynningunni:

Helgafellssveit: Rafmagnstruflanir hófust á miðvikudaginn kl. 14:00 en þá tókst að koma rafmagni á aftur stuttu síðar. Rafmagnið fór aftur af kl. 23:00 sama dag og tókst að koma því á aftur að hluta en rafmagnslaust var áfram í Kolgrafarfirði til rúmlega 17:00 á fimmtudag.

Skógarströnd/Álftafjörður: Rafmagn fór af á Skógarströnd og í Álftafirði kl. 16:08 á miðvikudaginn. Bilunin fannst í Álftafirði og voru flestir viðskiptavinir komnir með rafmagn kl. 10:35 á fimmtudag. Varavél var tengd við einn viðskiptavin kl. 23:20 þar til hægt er að fara í viðgerð.

Mýrar:  Rafmagn fór af á Mýrum kl. 17:58 á miðvikudaginn. Um fjölda bilana var að ræða á línum og tóku bilanaleitir og viðgerðir langan tíma. Klukkan 18:51 á fimmtudag var rafmagn komið á hjá öllum viðskiptavinum okkar á svæðinu.

Landbrot: Rafmagnslaust varð í Landbroti á miðvikudag kl. 18:42 og tókst að koma rafmagni þar á aftur aðfaranótt fimmtudags kl. 01:30. Skemmdir voru þó á línunni og farið var í endanlega viðgerð á fimmtudagskvöld. Því þurfti að taka rafmagn af hjá nokkrum viðskiptavinum á svæðinu frá kl. 19-20:30 í gærkvöldi.

Selvogur: Rafmagnslaust varð kl. 19:11 á miðvikudag og tókst að koma rafmagni þar á kl. 00:30 aðfaranótt fimmtudags. 

Stíflisdalur í Kjós: Rafmagnslaust varð í Stíflisdal kl. 18:55 á miðvikudag. Flestir viðskiptavinir okkar voru komnir með rafmagn kl. 10:20 á fimmtudag.  Einn viðskiptavinur okkar var þó án rafmagns til kl. 19:20 á fimmtudagskvöld.

Vestur-Landeyjar:  Rafmagnslaust varð á þessu svæði um kl. 10:00 á fimmtudag. Þar tókst að koma rafmagni aftur á en hluti svæðisins var rafmagnslaus til kl. 16:20 sama dag.

Haukadalur í Dalabyggð:  Tilkynning barst um rafmagnsleysi í Haukadal um kl. 23:30 á miðvikudag.  Allir nema einn viðskiptavinur voru komnir með rafmagn kl. 02:15 á aðfaranótt fimmtudags en um kl. 21:00 í gærkvöldi var rafmagn komið til allra.

Reyðarfjörður:  Í sunnanverðum Reyðarfirði (frá Kolmúla að Berunesi) varð rafmagnslaust um kl. 9:10 á fimmtudagsmorgun. Þegar verið var að leita að bilun fór rafmagn einnig af austanverðum Fáskrúðsfirði, út að Vattarnesvita, í stuttan tíma. Allir viðskiptavinir voru komnir með rafmagn um kl. 20 á fimmtudagskvöld.

Brattholt að Keldnaholti (Flói):  Taka þurfti rafmagn af kl. 10:45 á fimmtudag vegna þess að lína lá á veginum. Þessari aðgerð var lokið og rafmagn komið aftur á kl. 15:56 sama dag. 

mbl.is