Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka trúir því að Seðlabankinn muni stíga smærri vaxtalækkunarskref við næstu vaxtaákvarðanir, enda vilji peningastefnunefndin ekki slaka á aðhaldinu að neinu ráði á næstunni.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka trúir því að Seðlabankinn muni stíga smærri vaxtalækkunarskref við næstu vaxtaákvarðanir, enda vilji peningastefnunefndin ekki slaka á aðhaldinu að neinu ráði á næstunni.
Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka trúir því að Seðlabankinn muni stíga smærri vaxtalækkunarskref við næstu vaxtaákvarðanir, enda vilji peningastefnunefndin ekki slaka á aðhaldinu að neinu ráði á næstunni.
„Stýrivextirnir elta því fyrst og fremst hjaðnandi verðbólgu og lækkandi verðbólguvæntingar, að minnsta kosti þar til skýr merki koma fram um slaka í hagkerfinu,“ segir Jón Bjarki.
Hann segir það hafa verið athyglisvert að sjá nýtt mat Seðlabankans á framleiðsluspennu breytast á þann veg að slaki muni myndast heldur fyrr í hagkerfinu en áður var talið og verða öllu meiri bæði í ár og næsta ár. Það ætti að vita á gott varðandi heldur minni eftirspurnarþrýsting á næstunni en ella. Hann nefnir að á hinn bóginn telji bankinn nú að launakostnaður á framleidda einingu vaxi hraðar á næstunni en í fyrri spá, sem sé ákveðið áhyggjuefni.
„Það vakti líka athygli mína að gert er ráð fyrir talsverðum viðskiptahalla í ár, öfugt við síðustu spá. Það var hins vegar farið ágætlega yfir það á kynningarfundinum að hallinn í ár tengist að verulegu leyti mikilli fjárfestingu erlendra aðila í gagnaverum á landinu, er þar af leiðandi fjármagnaður erlendis að sama skapi og ætti sá hluti hallans sem skýrist af þessu því ekki að hafa teljandi áhrif á gjaldeyrisflæði eða auka hættu á verulegri veikingu krónu,“ segir Jón Bjarki.
Hann bætir við að hann telji verðbólgu og efnahagshorfur vera svipaðar og teiknað er upp í Peningamálum.
„Við erum þó svartsýnni á verðbólgu næstu ár en Seðlabankinn,“ segir Jón Bjarki að lokum.