„Það er ekki ein töfralausn“

„Það er ekki ein töfralausn“

Hinsegin fólk býr að jafnaði við verri heilsu og líðan en aðrir. Það er líklegra til að hafa orðið fyrir ofbeldi, eiga í vanda með áfengi og vímuefni og upplifa andlega örðugleika.

„Það er ekki ein töfralausn“

Réttindabarátta hinsegin fólks | 7. febrúar 2025

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í ráðhúsinu í dag.
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í ráðhúsinu í dag. mbl.is/Eyþór

Hinseg­in fólk býr að jafnaði við verri heilsu og líðan en aðrir. Það er lík­legra til að hafa orðið fyr­ir of­beldi, eiga í vanda með áfengi og vímu­efni og upp­lifa and­lega örðug­leika.

Hinseg­in fólk býr að jafnaði við verri heilsu og líðan en aðrir. Það er lík­legra til að hafa orðið fyr­ir of­beldi, eiga í vanda með áfengi og vímu­efni og upp­lifa and­lega örðug­leika.

„Það er al­veg klárt að það má draga ein­hver tengsl þarna á milli niðurstaðna og þess að fólk verður ennþá fyr­ir tölu­verðum for­dóm­um í sam­fé­lag­inu.“

Þetta seg­ir Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, sér­fræðing­ur í mál­efn­um hinseg­in fólks á mann­rétt­inda- og lýðræðis­skrif­stofu Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við mbl.is um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Heilsa og líðan hinseg­in fólks, sem kynnt­ar voru í Ráðhús­inu fyrr í dag.

Þegar stórt er spurt

Hvað held­ur þú að verði til þess að hinseg­in fólk upp­lifi lík­am­lega og and­lega heilsu sína verri en þeir sem ekki eru hinseg­in?

„Þetta er rosa­lega stór spurn­ing en það eru ýms­ar kenn­ing­ar um það. Það hafa verið fram­kvæmd­ar svipaðar rann­sókn­ir er­lend­is sem hafa sýnt að ástæðan geti verið að mögu­lega hafi þau ekki jafn greitt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu, sök­um til dæm­is ótta við for­dóma í heil­brigðis­kerf­inu eða upp­lif­un á for­dóm­um.“

Þá seg­ir Þór­hild­ur niður­stöður á borð við þess­ar al­mennt tengd­ar við for­dóma, hat­ur og að vera á jaðrin­um í sam­fé­lag­inu. Það hef­ur raun­veru­leg áhrif á fólk, bæði á heilsu og upp­lif­un á eig­in heilsu. Þá hef­ur þetta áhrif á getu, vilja og traust til að sækja sér heil­brigðisþjón­ustu og þátt­töku fólks í sam­fé­lag­inu.

Þekkja til í sam­fé­lag­inu

Hvaða þýðingu hef­ur rann­sókn­in og niður­stöður henn­ar?

„Við erum kom­in með hald­bær­ar upp­lýs­ing­ar um heilsu og líðan hinseg­in sam­fé­lags­ins á Íslandi, sem er eitt­hvað sem við höfðum ekki áður, en höfðum grun um að væri ekki í góðu lagi,“ svar­ar Þór­hild­ur.

„Þannig að rann­sókn­in hef­ur þá þýðingu að þetta er í fyrsta sinn sem við höf­um þess­ar upp­lýs­ing­ar. Við höf­um þess­ar töl­ur um að staðan sé ekki nógu góð sem leiðir til þess að við get­um farið að skipu­leggja aðgerðir og miða að stefnu­mót­un til að bregðast við þessu.“

Þá seg­ir hún þá sem vinna í mál­efn­um hinseg­in fólks, til að mynda Sam­tök­in ‘78 og Þór­hild­ur sjálf, hafa getað sagt til um hverj­ar niður­stöðurn­ar yrðu.

„Bara vegna þess að við þekkj­um til í sam­fé­lag­inu, þannig að það er ekk­ert þarna sem að kom á óvart, en þetta er samt í fyrsta skipti sem að við get­um í raun­inni bent á ein­hverj­ar töl­ur og sagt þetta er það sem töl­fræðin seg­ir okk­ur.“

Harpa Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála á skrifstofu borgarstjóra, kynnir markmið og …
Harpa Þor­steins­dótt­ir, verk­efna­stjóri lýðheilsu­mála á skrif­stofu borg­ar­stjóra, kynn­ir mark­mið og áhersl­ur rann­sókn­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Niður­stöður megi nýta á mis­mun­andi sviðum

Hvernig er hægt að nýta þess­ar niðurstöður til að bæta úr stöðunni?

„Það er hægt að nýta þær á marg­vís­lega vegu. Þetta tek­ur á nokkr­um þátt­um, and­leg og lík­am­leg heilsa og ákveðnir geðheilsuþætt­ir eru skoðaðir ásamt neyslu áfeng­is og vímu­efna.“

Niður­stöðurn­ar fari því yfir víðan völl og nýt­ist á mis­mun­andi stöðum sam­fé­lags­ins.

„En niður­stöðurn­ar nýt­ast okk­ur í að móta mark­viss­ari aðgerðir fyr­ir þenn­an hóp, hvort sem það er í of­beld­is­for­varn­ar­mál­um hjá borg­inni eða lýðheilsu­mál­um. Við erum með bæði of­beld­is­for­varn­ar­stefnu og lýðheilsu­stefnu og aðgerðaráætlan­ir þeim tengd­um hjá Reykja­vík­ur­borg. Það er klárt mál að þess­ar niður­stöður nýt­ast inn í þá vinnu, að móta aðgerðir sem eru til þess falln­ar að bæta þessa stöðu,“ seg­ir Þór­hild­ur.

Sem hluti af verk­efn­inu voru unn­ar til­lög­ur út frá niður­stöðum sem verða hafðar til hliðsjón­ar í framtíðar­vinnu Reykja­vík­ur­borg­ar, þó að ým­is­legt sé þegar verið að gera.

Sam­tök­in ‘78 hafa til að mynda síðasta árið staðið fyr­ir heilsu­hvetj­andi verk­efni þar sem hinseg­in fólk, sem hef­ur kannski ekki treyst sér til að sækja hefðbundna lík­ams­rækt eða ann­an heils­ustuðning, get­ur mætt og fengið leiðsögn sjúkraþjálf­ara og íþrótta­fræðings.

Eng­in ein töfra­lausn

Þór­hild­ur bend­ir á að tryggja þurfi að öll heil­brigðisþjón­usta sé aðgengi­leg hinseg­in fólki, það þurfi ekki að vera ein­hver sér­úr­ræði eða stuðning­ur til að bæta upp fyr­ir að það treysti sér ekki til að nýta þau úrræði sem í boði eru.

„Auðvitað ættu úrræði og þjón­usta sem að standa al­menn­ingi til boða að standa öll­um til boða, líka hinseg­in fólki.“

„Það er sömu­leiðis mik­il­vægt að of­beld­is­for­varn­ir og stuðning­ur við þolend­ur of­beld­is nái til allra og sé aðgengi­legt og inn­gild­andi öll­um sem gætu þurft á þess­ari þjón­ustu að halda,“ bæt­ir Þór­hild­ur við.

Að lok­um seg­ir hún nauðsyn­legt að horfa á málið frá mörg­um sviðum.

„Það er ekki ein töfra­lausn, ein breyt­ing er ekki að fara að um­bylta þessu held­ur þarf að hugsa um þetta frá mörg­um sviðum.“

mbl.is