Þvinganir Trumps fordæmdar

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 7. febrúar 2025

Glæpadómstóllinn í Haag fordæmdi í dag refsiaðgerðir Trumps í garð dómenda

Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag í Hollandi fordæmdi í dag þann myllustein sem Donald Trump Bandaríkjaforseti batt starfsfólki hans um háls í gær með enn einni forsetatilskipun sinni, en þær eru orðnar þó nokkrar síðan hann sór embættiseiðinn.

Glæpadómstóllinn í Haag fordæmdi í dag refsiaðgerðir Trumps í garð dómenda

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 7. febrúar 2025

Bygging Alþjóðlega glæpadómstólsins í Haag. Donald Trump hefur horn í …
Bygging Alþjóðlega glæpadómstólsins í Haag. Donald Trump hefur horn í síðu dómenda vegna rannsóknar þeirra er beinist að Bandaríkjunum og Ísrael og hefur fyrirskipað margháttaðar refsiaðgerðir í þeirra garð. AFP/Laurens van Putten

Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag í Hollandi fordæmdi í dag þann myllustein sem Donald Trump Bandaríkjaforseti batt starfsfólki hans um háls í gær með enn einni forsetatilskipun sinni, en þær eru orðnar þó nokkrar síðan hann sór embættiseiðinn.

Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag í Hollandi fordæmdi í dag þann myllustein sem Donald Trump Bandaríkjaforseti batt starfsfólki hans um háls í gær með enn einni forsetatilskipun sinni, en þær eru orðnar þó nokkrar síðan hann sór embættiseiðinn.

Er Trump þeirrar skoðunar að dómstóllinn hafi „misfarið með vald sitt“ er hann gaf út handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í nóvember sem að mati Trumps var liður í „ólögmætum og ástæðulausum“ rannsóknum er beindust að Bandaríkjunum og bandalagsþjóð þeirra, Ísrael. Þetta segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Fyrirskipaði Trump frystingu þeirra eigna dómara Alþjóðlega glæpadómstólsins, starfsfólks hans og fjölskyldna þeirra er staðsettar eru í Bandaríkjunum auk allra þeirra er komið hefðu að rannsóknum dómstólsins á Ísrael og Bandaríkjunum. Þá bannaði hann enn fremur að nokkur dómari eða starfsmaður dómstólsins fengi að stíga fæti á bandaríska grund.

Öryggi stefnt í voða

Um leið og dómurinn fordæmdi tilskipun Trumps í dag lýsti hann því yfir að hann héldi áfram að berjast fyrir „réttlæti og von“ í heiminum.

Hvöttu Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið forsetann til þess að aflétta eignafrystingunni og ferðabanninu þegar í stað og lýstu 79 ríki, sem aðilar eru að dómstólnum, þar á meðal Bretland, Frakkland og Kanada, því yfir að tilskipun hans gæti stefnt öryggi brotaþola, vitna og dómenda í voða.

mbl.is