Á fjórða hundrað tilkynningar hafa borist tryggingarfélögunum fjórum vegna veðurtengdra tjóna í gær og í dag.
Á fjórða hundrað tilkynningar hafa borist tryggingarfélögunum fjórum vegna veðurtengdra tjóna í gær og í dag.
Á fjórða hundrað tilkynningar hafa borist tryggingarfélögunum fjórum vegna veðurtengdra tjóna í gær og í dag.
Félögin búast við að tilkynningunum muni fjölga og að líklega verði hægt að taka umfandið saman í næstu viku.
Um er að ræða foktjón á fasteignum þar sem þakplötur og þakkantar hafa losnað, hurðir fokið upp eða skemmdir orðið á húsklæðningum og skjólveggjum. Þá hafa rúður brotnað og í sumum tilfellum tjón orðið á innbúi þar sem rúður skáru húsmuni á borð við sófa og rúm.
Í sveitunum fóru útihús jafnvel í heild sinni. Eitthvað hefur verið um tilkynningar um tjón á ökutækjum, bæði eftirvögnum og vegna lausamuna sem hafnað hafa á bílum.
Fólk hefur orðið fyrir vatnstjóni vegna utanaðkomandi vatns eða vegna þess að flætt hefur upp úr niðurföllum. Þá hefur fólk orðið fyrir eignatjóni af völdum eldinga en engin slys urðu á fólki.
Víða um land varð tjón umtalsvert og talið er að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum milljóna króna. Útlit er fyrir að íbúar á Austurlandi hafi orðið hvað verst úti.
Fulltrúi Varðar er samkvæmt upplýsingum frá félaginu á leið Austur í dag til að hitta viðskiptavini.
VÍS bendir viðskiptavinum sínum á að tilkynna frekar meira en minna, og muna að taka myndir. Viðskiptavinir eru beðnir að sýna biðlund því málin verði ekki kláruð eins hratt og venjulega.
Fólk er þó fullvissað um að tryggingafélögin reyni að vinna eins hratt og vel og þau geti en það sé mikill bunki sem liggi fyrir.
Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar, vildi koma því á framfæri í samtali við mbl.is að viðbragðsaðilar um allt land eigi hrós skilið. Mest hafi mætt á þeim og heimafólki víða um land þar sem viðbragsaðilar komust sumstaðar jafnvel ekki á vettvang.
„Einnig langar mig að nefna hvað viðsnúningur í viðbrögðum almennings er mikilvægur þegar kemur að svona skilaboðum frá almannavörnum.
Þetta var sannarlega alvöru veðurhvellur og það er gríðarlega mikilvægt að fólk fylgi fyrirmælum og haldi sig heima við,“ segir Hrefna.
Lýsir hún því hvernig fyrirtæki hafi mörg hver farið fram með góðu formdæmi og sett fólk heim að vinna og hafi haft lokað á meðan versta veðrið gekk yfir.
„Bæði gefur það starfsfólki færi á að huga sjálft að sínu nærumhverfi og að sínum nánustu sem einnig er mikilvægt svo viðbragðsaðilar geti einbeitt sér að því að sinna óveðrinu en séu til dæmis ekki að aðstoða fólk í umferðinni einnig.“