Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samkvæmt forsetatilskipun fyrirskipað refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samkvæmt forsetatilskipun fyrirskipað refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samkvæmt forsetatilskipun fyrirskipað refsiaðgerðir gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag.
Trump sakar dómstólinn um ólögmætar og tilhæfulausar aðgerðir sem beinast gegn Bandaríkjunum og Ísrael.
Trump hefur fyrirskipað að allir þeir sem aðstoða sakamáladómstólinn í rannsóknum hans sem beinast að bandarískum ríkisborgurum eða bandamönnum Bandaríkjanna geti átt yfir höfði sér fjársektir og takmarkanir á vegabréfsáritun.
Trump skrifaði undir tilskipunina í heimsókn Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, í heimsókn hans til Washington í vikunni.
Í nóvember síðastliðnum hafði sakamáladómstóllinn gefið út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna meintra stríðsglæpa á Gasa, sem Ísraelsmenn hafa harðneitað fyrir. Þá gaf dómstóllinn einnig út handtökuskipun á hendur leiðtoga Hamas-samtakanna.
Meira en 120 lönd eiga aðild að sakamáladómstólnum en Bandaríkin og Ísrael eru ekki á meðal þeirra. Engin viðbrögð hafa komið frá dómstólnum eftir þessa tilskipun Bandaríkjaforseta.