Íslendingar halda áfram að láta ljós sitt skína á TikTok, þar sem hugmyndaauðgi, húmor, óvæntar uppákomur og sturlaðar staðreyndir halda fylgjendum vel við efnið. Hér er yfirlit yfir það helsta sem vakti athygli í vikunni.
Íslendingar halda áfram að láta ljós sitt skína á TikTok, þar sem hugmyndaauðgi, húmor, óvæntar uppákomur og sturlaðar staðreyndir halda fylgjendum vel við efnið. Hér er yfirlit yfir það helsta sem vakti athygli í vikunni.
Íslendingar halda áfram að láta ljós sitt skína á TikTok, þar sem hugmyndaauðgi, húmor, óvæntar uppákomur og sturlaðar staðreyndir halda fylgjendum vel við efnið. Hér er yfirlit yfir það helsta sem vakti athygli í vikunni.
Karen Björg Lindsay gerir sig til fyrir pilates og slær rækilega í gegn á TikTok. Myndbandið hefur vakið mikla athygli þar sem fólk dáist að útliti hennar.
Tónlistamaðurinn Benjamín Snær Höskuldsson, betur þekktur sem Séra Bjössi, nær athygli TikTok-notenda með óvenjulegri staðreynd.
Hlaðvarpsstjarnan Guðrún Svava, Gugga í gúmmíbát, var staðráðin í því að velja leikarann og handboltakappann Blæ Hinriksson fram yfir aðra þegar reynt var að finna handa henni draumaprinsinn. Guðrún Svava fer einhleyp inn í vorið.
Ása Steinarsdóttir sýnir frá þeim kostum og göllum við að búa á Íslandi.
Hrafnhildur Hekla og dóttir hennar gera vel við sig á föstudagskósíkvöldi og fá sér ís
Estefan Leó ber saman útihlaup í sólinni á Taílandi og vindasamt útihlaup á Íslandi. Myndbandið dregur skýrt fram hversu ólíkar aðstæður geta haft áhrif á hlaupaupplifunina.
Birgitta flytur ábreiðu af laginu Power sem Diljá Pétursdóttir flutti í Eurovision 2023 í Lundúnum. Birgitta er sjálf á leiðinni í að keppa í Söngvakeppninni 2025 með laginu Ég flýg í storminn.