Snapchat verst af þeim öllum

Kynferðisbrot | 8. febrúar 2025

Snapchat verst af þeim öllum

„Það er sko ekkert til sem heitir dæmigert hjá okkur,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í dæmigerð mál í hans deild og ekki þarf að velkjast í vafa um að þar fylgi hugur máli. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn svarar þessari upphafsspurningu umhugsunarlaust og leggur þunga áherslu á orð sín.

Snapchat verst af þeim öllum

Kynferðisbrot | 8. febrúar 2025

„Samstarfskona mín lýsti því þannig að með því að rétta …
„Samstarfskona mín lýsti því þannig að með því að rétta barni snjallsíma væri komið ígildi þess að henda því inn í herbergi með óteljandi dyr og þú veist ekkert hver kemur inn um þessar dyr eða hvert barnið getur farið,“ segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn.

„Það er sko ekk­ert til sem heit­ir dæmi­gert hjá okk­ur,“ seg­ir Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður út í dæmi­gerð mál í hans deild og ekki þarf að velkj­ast í vafa um að þar fylgi hug­ur máli. Aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn­inn svar­ar þess­ari upp­hafs­spurn­ingu um­hugs­un­ar­laust og legg­ur þunga áherslu á orð sín.

„Það er sko ekk­ert til sem heit­ir dæmi­gert hjá okk­ur,“ seg­ir Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður út í dæmi­gerð mál í hans deild og ekki þarf að velkj­ast í vafa um að þar fylgi hug­ur máli. Aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn­inn svar­ar þess­ari upp­hafs­spurn­ingu um­hugs­un­ar­laust og legg­ur þunga áherslu á orð sín.

Við ætl­um að ræða um net­glæpi inn­an vé­banda þess brota­flokks sem kall­ast kyn­ferðis­brot. Síðar­nefndi flokk­ur­inn er æva­gam­all – í raun jafn gam­all mann­kyn­inu. Hinn svo nýr að hann er hægt að telja í árum – með naum­ind­um hægt að tala um ára­tugi. Af­brot með vett­vang sinn í þeim ósýni­lega ra­f­ræna heimi sem þó er orðinn svo snar þátt­ur hvers­dags­ins – sam­skipta, viðskipta og tjá­skipta – útheimta gríðar­mikla vinnu lög­gæslu­stofn­ana, dóms-, heil­brigðis- og barna­vernd­ar­kerf­is.

Vett­vang­ur þess­ara brota verður ekki mæld­ur í fer­metr­um og við get­um ekki ekið þangað með aðstoð Google Maps. Samt er hann til og hann er grimm­ur. Mis­kunn­ar­laus.

Ra­f­ræn spor miklu al­geng­ari

„Net­brot, at­vik þar sem netið kem­ur við sögu í kyn­ferðis­brot­um, hafa auk­ist al­veg rosa­lega mikið síðustu ár,“ seg­ir Ævar Pálmi, „sér­stak­lega brot sem tengj­ast sam­fé­lags­miðlun­um. Við get­um bara tekið sem dæmi að 2018, þegar ég byrjaði í kyn­ferðis­brota­deild­inni, þá var það eig­in­lega und­an­tekn­ing að við þyrft­um að ná í sam­skipta­gögn, ra­f­ræn gögn af sam­skiptamiðlum,“ út­skýr­ir hann.

Á rúm­lega einu ári hafi und­an­tekn­ing­in orðið að reglu. „Þetta snar­sner­ist við og nú er það bara und­an­tekn­ing ef við þurf­um ekki að ná í ra­f­ræn gögn,“ seg­ir hann. „Þessi ra­f­rænu spor sem fólk skil­ur eft­ir sig eru orðin miklu al­geng­ari og meiri en áður var,“ seg­ir aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn­inn og nefn­ir það sem dæmi að á hans tíma í smitrakn­ing­ar­t­eym­inu í skugga heims­far­ald­urs árið 2020 hafi gagna­grunn­ur verið sett­ur upp í kring­um vinnu teym­is­ins sem kraf­ist hafi auðkenn­ing­ar með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um.

„Þarna voru ekk­ert all­ir með ra­f­ræn skil­ríki – og það er ekki lengra síðan en 2020. Núna eru all­ir með ra­f­ræn skil­ríki, þú kemst ekk­ert áfram án þeirra. Þetta er gott dæmi um þessa ra­f­rænu slóð og hvað við erum orðin háð öllu í tengsl­um við það,“ seg­ir Ævar, án þess að ra­f­ræn skil­ríki teng­ist net- eða kyn­ferðis­glæp­um sér­stak­lega. Dæmið snýst ein­fald­lega um það hve hinni nýju ra­f­rænu hliðar­ver­öld mann­kyns­ins hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg á ör­skömm­um tíma.

Aðstæður til tæl­ing­ar snar­batnað

„Sta­f­rænu miðlarn­ir koma við sögu í flest­um kyn­ferðis­brot­um í dag,“ seg­ir Ævar Pálmi blákalt og ekki þurfa les­end­ur að vera meira en rétt að kom­ast af létt­asta skeiði til að muna vel allt ann­an raun­veru­leika í kyn­ferðis­brota­mál­um. Raun­veru­leika sem sím­ar eða tölv­ur tengd­ust ekki með nokkru móti.

„Þá erum við ann­ars veg­ar með hreint og klárt net­brot, þar sem er verið að nota netið til þess að brjóta á ein­hverj­um, eða að sönn­un­ar­gögn um brotið liggi á net­inu,“ held­ur hann áfram og seg­ir aðspurður að rétt sé að brotamaður og brotaþoli hitt­ist jafn­vel aldrei, en önn­ur hlið og um­fangs­mik­il sé að netið sé notað í þeim til­gangi að hitta fórn­ar­lambið.

„Fyrir kynferðisbrotamenn sem ætla sér að tæla börn hefur vettvangur …
„Fyr­ir kyn­ferðis­brota­menn sem ætla sér að tæla börn hef­ur vett­vang­ur þeirra bara snar­batnað, þeir sitja bara nú orðið heima hjá sér með þessa sta­f­rænu miðla.“ AFP

„Og þar höf­um við tæl­ingu, eða „groom­ing“. Fyr­ir kyn­ferðis­brota­menn sem ætla sér að tæla börn hef­ur vett­vang­ur þeirra bara snar­batnað, þeir sitja bara nú orðið heima hjá sér með þessa sta­f­rænu miðla, eins og Snapchat, sem er verst af þeim öll­um, þú ýtir bara á „Quick Add“ og kast­ar út neti,“ seg­ir Ævar Pálmi af sam­fé­lags­miðli þar sem nafn­leysi og ósýni­leiki not­enda laðar að sér óþekkt­an – en gríðar­mik­inn – fjölda þeirra sem geng­ur mis­gott til ætl­un­ar.

„Aðgengi kyn­ferðis­brota­manna að börn­um er orðið það mikið að það er varla til nógu sterkt orð til að lýsa því hvað það hef­ur auk­ist,“ seg­ir Ævar Pálmi ákveðinn.

Elt­um Snapchat aðeins lengra. Get­ur fólk verið al­gjör­lega nafn­laust þar?

„Já, það get­ur það og Snapchat er svo risa­stórt og al­gengt. Þarna eru mjög ung börn að þvæl­ast, miklu yngri en regl­ur miðils­ins gera ráð fyr­ir,“ svar­ar viðmæl­and­inn, en ald­urstak­markið sem eig­andi Snapchat, tæknifyr­ir­tækið Snap INC í Santa Monica í Kali­forn­íu, set­ur er þrett­án ár.

Ævar Pálmi kveður samfélagsmiðilinn Snapchat það versta í öllum sollinum. …
Ævar Pálmi kveður sam­fé­lags­miðil­inn Snapchat það versta í öll­um soll­in­um. Þar geti brota­menn skákað í skjóli nafn­leynd­ar og und­ir hæl­inn lagt hvort nokk­urn tím­ann ná­ist til þeirra feli þeir slóð sína vel. Og brota­menn reyna flest­ir að fela hana. AFP/​Kirill Ku­drya­vt­sev

Hvað kem­ur inn um dyrn­ar?

„Þrett­án ára gam­alt fólk hef­ur ekki endi­lega get­una eða þrosk­ann til þess að vera þarna inni. Sam­starfs­kona mín lýsti því þannig að með því að rétta barni snjallsíma væri komið ígildi þess að henda því inn í her­bergi með ótelj­andi dyr og þú veist ekk­ert hver kem­ur inn um þess­ar dyr eða hvert barnið get­ur farið,“ hef­ur Ævar Pálmi eft­ir sam­starfs­kon­unni og lýs­ing­in hitt­ir í mark – þú þarft ekki einu sinni að hafa heyrt um sam­fé­lags­miðil­inn Snapchat til að fá hug­mynd­ina.

Hvernig geng­ur það þá fyr­ir sig þegar hafa þarf hend­ur í hári ein­hvers sem hef­ur haft sam­band við ein­hvern á Snapchat?

„Það er mis­jafnt. Við höf­um nokkr­ar leiðir til að afla gagna og auðvitað er best þegar við get­um aflað þeirra beint frá not­and­an­um,“ svar­ar Ævar. Eðli­lega sé þetta þó ekki alltaf hægt og þá þurfi lög­regl­an að snúa sér til eig­anda viðkom­andi miðils til að afla gagn­anna. Oft­ast séu þeir aðilar banda­rísk­ir, en Ævar Pálmi nefn­ir þó að eig­andi Face­book, Meta, hafi úti­bú á Írlandi.

Meta, eigandi Facebook, hefur útibú á Írlandi sem auðveldar íslenskri …
Meta, eig­andi Face­book, hef­ur úti­bú á Írlandi sem auðveld­ar ís­lenskri lög­reglu að sækja aðstoð til fyr­ir­tæk­is­ins við rann­sókn mála. AFP/​Sebastien Bozon

„Þá þurf­um við að út­búa lög­form­lega beiðni hérna á Íslandi, svo­kallaða rétt­ar­beiðni, sem er svo send yf­ir­völd­um í því landi þar sem fyr­ir­tækið er. Það ríki vinn­ur rétt­ar­beiðnina og afl­ar gagn­anna sem er þungt í vöf­um og get­ur tekið marg­ar vik­ur,“ seg­ir hann, jafn­vel þurfi dóms­úrsk­urður að falla í mót­töku­rík­inu.

Þar sem all­ur and­skot­inn fer fram

Lög­regla byrji þó ávallt á því að senda svo­kallaða varðveislu­beiðni sem geng­ur út á að eig­andi miðils­ins frysti viðkom­andi reikn­ing og varðveiti öll gögn af hon­um. Þetta sé nokkuð ein­falt ferli sem gangi fljótt fyr­ir sig. Annað sé svo að fá gögn­in af­hent. Þar komi rétt­ar­beiðnirn­ar og tíma­freka ferlið inn í mynd­ina.

Aðspurður seg­ir Ævar Pálmi lög­regl­una oft og tíðum senda rétt­ar­beiðnir og fari þeim fjölg­andi í takt við hve nettengd­um kyn­ferðis­brot­um hafi fjölgað síðustu árin – raun­ar virðist orðatil­tækið „á þess­um síðustu og verstu“ kannski eiga bet­ur við hér. „Lífið virðist alltaf vera að fær­ast meira og meira inn í þessa net­heima og við alltaf að verða háðari og háðari net­inu þar sem all­ur and­skot­inn fer fram,“ seg­ir hann.

Ævar Pálmi stjórnaði smitrakningarteymi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis í fyrstu …
Ævar Pálmi stjórnaði smitrakn­ing­ar­t­eymi al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækn­is í fyrstu bylgju far­ald­urs kór­ónu­veiru. Ljós­mynd/​Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra

Yf­ir­leitt fái lög­regla það sem hún biður um þótt það taki tíma. Hins veg­ar sé það gjarn­an vand­kvæðum bundið sé langt liðið frá broti. Fyr­ir­tæk­in geymi gögn ekki enda­laust, ra­f­ræn gögn taka ra­f­rænt pláss rétt eins og pappa­kass­arn­ir í geymsl­unni og bíl­skúrn­um taka sitt áþreif­an­lega og rúm­fræðilega af­markaða pláss.

Lög­gæsla í bein­an karllegg

En hver er Ævar Pálmi Pálma­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn eig­in­lega, að minnsta kosti hvað fer­il hans á sviði lög­gæslu snert­ir? Ger­um stutt hlé á ljót­leika hins af­skræmda heims sta­f­rænna kyn­ferðis­brota.

„Ég byrjaði sem af­leys­ingamaður haustið 2002 og fór í Lög­reglu­skól­ann haustið 2003, kláraði 2004,“ seg­ir Ævar af rúm­lega tveggja ára­tuga ferli sín­um í lög­regl­unni, en hann er raun­ar son­ur Ævars Pálma Eyj­ólfs­son­ar heit­ins lög­reglu­v­arðstjóra sem náði 45 ára ferli í lög­regl­unni frá 1966 að telja.

Ný­út­skrifuðum var Ævari út­deilt til B-vakt­ar­inn­ar í gamla 6-4-vakta­kerfi lög­regl­unn­ar í Reykja­vík sem þá hét, þar sem hann laut stjórn Gríms Gríms­son­ar, þá aðal­varðstjóra á þeirri vakt. Síðar tók Árni Þór Sig­munds­son við stjórn­inni af Grími og minn­ist Ævar góðra tíma í sam­starfi sínu við Árna.

„Þetta voru líka mjög góðir tíma þegar vakt­irn­ar voru fast­ar og menn vissu að hverju þeir gengu,“ seg­ir lag­anna vörður á meðan ljúfsár­ar minn­ing­ar fyrstu ár­anna í lög­regl­unni ná hon­um á sitt vald eina andrá.

Nýr raun­veru­leiki – smitrakn­ing­ar­t­eymi

„Ég var þarna í al­mennu deild­inni til 2006 og fór þá í það sem þá hét áv­ana- og fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar í Reykja­vík og starfaði í henni gegn­um þær breyt­ing­ar sem urðu við sam­ein­ingu lög­reglu­embætt­anna á höfuðborg­ar­svæðinu,“ rifjar Ævar upp af því sem áður voru þrjú embætti í Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafnar­f­irði.

Hans deild og fleiri hafi þá orðið að miðlægri rann­sókn­ar­deild við breyt­ing­ar á heild­ar­skipu­lagi lög­regl­unn­ar, en þá leit rann­sókn­ar­deild skipu­lagðrar brot­a­starf­semi einnig dags­ins ljós. „Ég er þarna í miðlægu deild­inni þar til síðla árs 2014, þá tók ég mér launa­laust leyfi í eitt ár og fór aðeins að vinna á al­menna markaðnum, hjá Trygg­inga­miðstöðinni,“ seg­ir Ævar frá.

Ævar Pálmi hóf störf í lögreglunni haustið 2002 og á …
Ævar Pálmi hóf störf í lög­regl­unni haustið 2002 og á því lang­an fer­il að baki – hef­ur marga fjör­una sopið eins og þar seg­ir. mbl.is/​Golli

Hann átti aft­ur­kvæmt úr trygg­ing­un­um í lög­regl­una, fór þar í sína gömlu deild, en sótti árið 2016 um lög­reglu­full­trúa­stöðu sem hon­um hlotnaðist, einnig í miðlægu deild­inni, en tveim­ur árum síðar lá leið Ævars yfir í kyn­ferðis­brota­deild þar sem hann hef­ur verið með hlé­um.

Til tíðinda hafi svo dregið árið 2020 þegar far­ald­ur kór­ónu­veiru neyddi gerv­alla heims­byggðina inn í nýj­an lífs­stíl og nýtt tíma­bundið reglu­verk sem fáum líður lík­leg­ast úr minni. „Þá varð til það sem heit­ir smitrakn­ing­ar­t­eymi sem ég var nokkra mánuði í og þetta sama ár fæ ég svo aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns­stöðu í kyn­ferðis­brota­deild­inni,“ seg­ir Ævar og lýk­ur frá­sögn sinni af ferli sem á þessu ári nær 23 árum mín­us einu hjá Trygg­inga­miðstöðinni.

Löng­um ferli í kyn­ferðis­brota­deild­inni er þó að ljúka hjá Ævari Pálma og fær­ist hann inn­an skamms inn fyr­ir vé­bönd mála­flokks sem ekki er í síðri upp­sveiflu en sta­f­ræn kyn­ferðis­brot. Þar verður fyr­ir deild skipu­lagðrar brot­a­starf­semi.

Við höld­um áfram þar sem frá var horfið

Ef við lít­um á Snapchat sem slíkt, leys­ast mörg mál í ljósi gagna frá þeim miðli eða er þetta oft­ar þannig að lög­regl­an veit hver brotamaður er eða brotaþoli get­ur bent á hann?

„Á því er all­ur gang­ur,“ svar­ar Ævar Pálmi hrein­skiln­is­lega, „við erum með brot þar sem ger­anda tekst bara að fela slóð sína það vel að við kom­umst ekki að því hver hann er. Flest­ir brota­menn reyna að fela slóð sína, blekkja með ein­hverj­um hætti, rétt eins og inn­brotsþjóf­ur reyn­ir að skilja ekk­ert eft­ir sig þar sem hann brýst inn,“ út­skýr­ir hann í fram­hald­inu.

Hins veg­ar sé sá ara­grúi mála þar sem ger­andi og þolandi þekkj­ast, hafa jafn­vel þekkst í ein­hvern tíma. „Svo ger­ist eitt­hvað og brot er framið, mynd­birt­ing, mynddreif­ing eða hót­un um slíkt. Ef við vit­um hver sak­born­ing­ur er og hann er hér á landi för­um við í aðgerðir sem miða að því að tryggja sönn­un­ar­gögn og upp­lýsa málið,“ held­ur þessi þaul­vani rann­sak­andi áfram og fær spurn­ingu um brota­menn er­lend­is. Hvað ger­ir ís­lensk lög­regla þegar landa­mæri ríkja liggja milli henn­ar og ein­hvers sem brotið hef­ur af sér kyn­ferðis­lega gagn­vart barni eða full­orðinni mann­eskju á Íslandi?

Þeir eru ekki margir áratugirnir síðan notkun tölva og síma …
Þeir eru ekki marg­ir ára­tug­irn­ir síðan notk­un tölva og síma var óþekkt á vett­vangi kyn­ferðis­glæpa – þeir áttu sér al­mennt stað þegar mann­eskj­ur komu sam­an í raun­heim­um. Spor­in í þá daga voru allt annað en sta­f­ræn. AFP

„Ef við sjá­um að viðkom­andi er er­lend­is vinn­um við gögn­in og send­um varðveislu­beiðni. Í slík­um til­fell­um má segja að brota­vett­vang­ur sé í raun er­lend­is. Stund­um kom­umst við ekki lengra en það – að við sjá­um að brotamaður, ger­andi eða IP-tala sé er­lend­is. Þá eru lög­reglu­yf­ir­völd þess rík­is upp­lýst og við för­um aft­ur í þenn­an rétt­ar­beiðnapakka með vinnu við að hafa uppi á viðkom­andi og upp­lýsa hver það er,“ lýs­ir Ævar Pálmi flóknu, tíma­freku og því miður stund­um von­lausu ferli sem að lok­um end­ar í blind­götu.

Þá kasta menn öllu frá sér

„Þarna vinn­ur tím­inn með rann­sókn máls og mik­il­vægt að barn eða for­ráðamaður bregðist rétt við og noti svo­kallaða til­kynn­ing­ar­hnappa eða „report“ á þess­um miðlum sem sam­skipti eiga sér stað á,“ tek­ur Ævar Pálmi fram, en farið verður sér­stak­lega yfir æski­leg viðbrögð for­eldra og for­ráðamanna barna og ung­menna und­ir lok viðtals.

Aðspurður seg­ir hann sam­starfið við er­lend lög­reglu­yf­ir­völd ágætt og nefn­ir dæmi um upp­lýs­ing­ar sem ís­lenska lög­regl­an gefi starfs­bræðrum er­lend­is er mál koma upp. „Við send­um þá út beiðni segj­um þá kannski að ákveðinn not­andi – þá erum við mögu­lega bara með not­and­a­nafn á viðkom­andi miðli – komi hér inn í mál hjá okk­ur og við erum kannski með IP-tölu, segj­um bara að hún sé dönsk. Þá send­um við fyr­ir­spurn til danskra lög­gæslu­yf­ir­valda og segj­um að við séum með þessa IP-tölu og hvort þeir geti unnið málið fyr­ir okk­ur og fundið út hver þetta er,“ lýs­ir Ævar Pálmi.

Tak­ist það biður lög­regla á Íslandi um frek­ari aðgerðir, eft­ir at­vik­um hald­lagn­ingu tæk­is, hús­leit eða skýrslu­töku, jafn­vel allt fram­an­greint. „Lög­reglu­embætti um all­an heim eru drekk­hlaðin svona verk­efn­um svo þetta geng­ur oft hægt, en sé ein­hver í yf­ir­vof­andi hættu – sé minnsti grun­ur um það fyr­ir hendi – kasta menn öllu frá sér og það er farið beint í mál,“ seg­ir hann.

Er jafn­vel svo komið að net­brot í kyn­ferðismál­um séu al­farið tengd sam­fé­lags­miðlum?

„Nei, ekki al­farið,“ svar­ar Ævar Pálmi eft­ir stutta um­hugs­un, „við sjá­um að gömlu SMS-in eru notuð við kyn­ferðis­brot og við túlk­um þau sem sta­f­ræn brot, jafn­vel tölvu­póst­ur og svo má nefna upp­setn­ingu falskra vefsíðna,“ held­ur hann áfram. Að lang­mestu leyti hafi þó sam­fé­lags­miðlarn­ir tekið við kefl­inu, en einnig dul­kóðaðir sam­skiptamiðlar á borð við Signal, What­sApp og fleiri slíka sem síknt og heil­agt skjóta upp koll­in­um. Því næst nefn­ir aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn­inn skugga­lega þróun.

Discord er tölvuleikavefsíða þar sem fólk streymir tölvuleikjaspilun sinni. Þar …
Discord er tölvu­leika­vefsíða þar sem fólk streym­ir tölvu­leikja­spil­un sinni. Þar er þó líka spjallsvæði og á því leyn­ast þátt­tak­end­ur sem hafa allt önn­ur hugðarefni en tölvu­leiki. AFP

„Discord, sem er tölvu­leikja­vefsíða þar sem fólk streym­ir sín­um leikj­um eða hef­ur sam­skipti sín á milli, er vett­vang­ur manna sem eru að dreifa kyn­ferðis­legu efni eða kom­ast í sam­band við börn. Sam­skiptamiðlarn­ir eru svo marg­ir,“ seg­ir Ævar og nefn­ir Tel­egram þar sem gríðarleg dreif­ing barn­aníðsefn­is fari fram. Allt séu þetta áskor­an­ir fyr­ir lög­reglulið í heim­in­um, seg­ir hann frá á meðan blaðamaður flett­ir Discord upp í véfrétt­inni al­vitru, Google, og kem­ur auga á slag­orð vefsíðunn­ar sem tek­ur á sig blæ kald­hæðinn­ar tví­ræðni viti maður það sem Ævar Pálmi veit: „Discord – Group Chat That's All Fun & Games“.

Börn brjóta á börn­um – óaf­vit­andi

Ævar Pálmi seg­ir börn oft ekki átta sig á því að þau séu að brjóta kyn­ferðis­lega á öðrum börn­um, til dæm­is með dreif­ingu nekt­ar­mynda af öðrum, sem ekki sé samþykki fyr­ir. „Þau átta sig ekki á því að þá hafa þau gerst sek um dreif­ingu á barn­aníðsefni,“ seg­ir Ævar og blaðamaður spyr út í for­eldra og hvaða varnaðarorð lög­regl­an hafi á taktein­um handa þeim.

„Fyrst og fremst er það nátt­úru­lega að for­eldr­ar eiga að hugsa sig tvisvar um áður en þeir láta þessi tæki í hend­urn­ar á mjög ung­um börn­um, en þeir eiga líka að fræða þau og kenna þeim þannig að krakk­arn­ir séu und­ir­bún­ir fyr­ir hætt­urn­ar sem eru þarna úti. Snjallsími er rosa­lega stórt tæki þótt það sé ekki mikið um sig,“ seg­ir hann og minn­ist í fram­hald­inu á að téð fræðsla sé ekki síður fræðsla fyr­ir for­eldr­ana.

Hætt­urn­ar séu orðnar svo marg­ar og víða að nán­ast sé ógjörn­ing­ur að henda á þeim reiður. „Það eru tæl­ing og kúg­an­ir og svo er „sex­torti­on“, þegar brotið er á börn­um eða full­orðnum með hót­un um birt­ingu eða dreif­ingu nekt­ar­mynda nema viðkom­andi annaðhvort borgi í pen­ing­um eða fleiri nekt­ar­mynd­um eða öðrum viðkvæm­um mynd­um af þessu tagi,“ seg­ir Ævar og bend­ir á að strák­ar verði nú fyr­ir þess hátt­ar kúg­un­um ekki síður en stelp­ur.

„Það er kannski ein­hver sæt stelpa sem set­ur sig í sam­band við þá, spjall hefst og eitt leiðir af öðru og þá vil ég bara minna á í svona til­fell­um að ef þetta lít­ur út fyr­ir að vera of gott til að vera satt þá er það oft­ast raun­in,“ seg­ir viðmæl­and­inn og nefn­ir göm­ul sann­indi og ný.

Hvað með and­legu hliðina?

Við fær­um okk­ur aft­ur út í tölvu­leiki sem hóp­ar spila og bjóða upp á spjall milli not­enda. Í þeim not­enda­hópi reyn­ist oft­ar en ekki mis­jafn sauður í mörgu fé eins og Ævar þekk­ir. „Ég nefni vin­sæla leiki eins og Roblox og Minecraft þar sem brota­menn kom­ast í sam­band við börn og færa svo sam­skipt­in yfir á miðla eins og What­sApp, Snapchat, Tel­egram eða eitt­hvað þess hátt­ar og það er ekki að ástæðulausu sem viðkom­andi fær­ir sig yfir á þá miðla, hann vill geta verið í friði og falið slóð sína eft­ir at­vik­um,“ seg­ir hann. Lög­regla sé með nokk­ur slík mál til meðferðar.

Nú höf­um við farið yfir margt ófal­legt og talað um brotaþola sem marg­ir hverj­ir mega þola þung­ar raun­ir. Hvað með þig sjálf­an eft­ir mörg ár í kyn­ferðis­brota­deild og öll þessi mál sem varla er hægt að tala um að endi vel fyr­ir nokk­urn þótt ein­hverj­um sé refsað að lok­um. Hvernig leggst þessi langvar­andi nær­vera við þung­an mála­flokk í þig?

„Já...,“ seg­ir Ævar Pálmi Pálma­son hugsi. Skilj­an­lega. „Þetta tek­ur al­veg á og ekki síst að þurfa alltaf að vera að spyrja út í nei­kvæða lífs­reynslu og jafn­vel nei­kvæðustu lífs­reynslu fólks. Og þarna ríður mikið á að eiga góða vinnu­fé­laga og leita stuðnings hjá þeim og eins hjá sér­fræðing­um – sem stend­ur öll­um lög­reglu­mönn­um til boða starfs­ins vegna,“ svar­ar hann al­var­leg­ur í bragði.

Fé­lag­astuðning­ur­inn sé að mati Ævars gríðarlega mik­il­væg­ur, ein­fald­lega að tala við ein­hvern sem veit hvað viðmæl­andi hans er að fara í gegn­um vegna þess að hann hef­ur verið þar sjálf­ur og upp­lifað það sama.

Ævar Pálmi segir félagastuðninginn í lögreglunni gulls ígildi, að geta …
Ævar Pálmi seg­ir fé­lag­astuðning­inn í lög­regl­unni gulls ígildi, að geta rætt mál­in í góðu tómi við vinnu­fé­laga sem hafi gengið í gegn­um ná­kvæm­lega það sama. Auk þess standi lög­reglu­mönn­um sér­fræðiaðstoð til boða ger­ist þess þörf. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gagn­rýnd fyr­ir erfiðar spurn­ing­ar

Sér­fræðing­ar á sviði barna­vernd­ar taka skýrsl­ur af börn­um. Hvað með þegar þú sest niður í skýrslu­töku með full­orðinni mann­eskju, í hvaða stell­ing­ar set­urðu þig til að aðstæðurn­ar verði ekki skelfi­lega þung­bær­ar, þrúg­andi?

Hér kem­ur blaðamaður ekki að tóm­um kof­un­um, Ævar er þaul­reynd­ur í þessu hlut­verki eft­ir langt ára­bil í ná­vígi við þau mál sem lík­lega fæst­ir vildu verða þolend­ur í fengju þeir yfir höfuð að velja sér brota­flokk.

„Við und­ir­bú­um okk­ur fyr­ir hverja ein­ustu skýrslu­töku og tök­um mið af hverri fyr­ir sig. Þær eru all­ar ein­stak­ar,“ svar­ar Ævar, „maður þarf nátt­úru­lega að sýna ákveðna nær­gætni, en þó ekki þannig að við get­um ekki spurt erfiðu spurn­ing­anna, óþægi­legu spurn­ing­anna fyr­ir rann­sókn­ina. Við erum oft gagn­rýnd fyr­ir að spyrja spurn­inga sem eru erfiðar, en það eru ástæður á bak við að við spyrj­um þeirra – til þess að kom­ast að hinu sanna og rétta,“ lýk­ur hann út­list­un sinni á skýrslu­töku­tækni þar sem reynt er á þolrif hlutaðeig­andi til hins ýtr­asta.

Við tæpt­um stutt­lega á varnaðarorðum til for­eldra fram­ar í viðtal­inu og slá­um botn­inn á sama vett­vangi. Hér er mikið í húfi.

„Að for­eldr­ar og for­ráðamenn kynni sér hvað börn­in þeirra eru að gera á net­inu og tali við þau um það er mik­il­vægt,“ seg­ir Ævar Pálmi, „það er ekki einka­mál barns sem er með snjallsíma hvað það er að gera á net­inu. Eins skap­ar þessi sam­ræða traust milli barna og for­ráðamanna um hvað er að ger­ast.

Veist þú hvert þitt barn fer í gegnum símann? Ævar …
Veist þú hvert þitt barn fer í gegn­um sím­ann? Ævar Pálmi mæl­ir með því að for­eldr­ar kíki í sím­ann hjá börn­um sín­um og ræði við þau hvað þau séu að gera á sta­f­ræn­um óra­vídd­um lýðnets­ins. „Þetta eru tæki sem for­eldr­arn­ir bera ábyrgð á,“ bend­ir hann rétti­lega á. AFP/​Gabriel Bouys

For­eldr­ar eiga hrein­lega að kíkja í sím­ann hjá börn­un­um sín­um, þetta eru tæki sem for­eldr­arn­ir bera ábyrgð á, börn fá þessa síma ekki nema með leyfi for­eldr­anna,“ held­ur hann ákveðið áfram og loka­orð Ævars Pálma Pálma­son­ar aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns fara langt með að draga efni alls viðtals­ins sam­an í eina setn­ingu:

„Að tala við krakk­ana og hlusta á þá eyk­ur traust og aukið traust eyk­ur lík­urn­ar á því að börn segi frá ef eitt­hvað kem­ur upp á.“

Viðtalið við Ævar Pálma er annað viðtalið í greina­flokki mbl.is um net­glæpi sem birt­ast mun les­end­um í áföng­um það sem eft­ir lif­ir fe­brú­ar­mánaðar.

mbl.is