Þessi komust áfram í söngvakeppninni

Eurovision | 8. febrúar 2025

Þessi komust áfram í söngvakeppninni

Fyrri undanúr­slit­ söngvakeppni sjónvarpsins fóru fram í kvöld.

Þessi komust áfram í söngvakeppninni

Eurovision | 8. febrúar 2025

Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram …
Stefán Jakobsson, Ágúst og hljómsveitin VÆB komust í kvöld áfram í úrslit söngvakeppninnar. Samsett mynd/Mummi Lú

Fyrri undanúr­slit­ söngvakeppni sjónvarpsins fóru fram í kvöld.

Fyrri undanúr­slit­ söngvakeppni sjónvarpsins fóru fram í kvöld.

Fimm lög kepptu í undankeppninni en þrjú lög tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu þann 22. fe­brú­ar þar sem fram­lag Íslands til Eurovisi­on sem fer fram í Basel í maí verður valið.

Flytjendurnir sem komust áfram voru RÓA með hljómsveitinni VÆB, Frelsið mitt með Stebba Jak og Eins og þú með söngvaranum Ágúst.

Þrjú af fimm lögum komust áfram í kvöld.
Þrjú af fimm lögum komust áfram í kvöld. Ljósmynd/Mummi Lú

Einnig flutti söngkonan Bía lagið Norðurljós og Birgitta Ólafsdóttir lagið Ég flýg í storminn í kvöld en komust ekki áfram í úrslitin.

Nýtt fyr­ir­komu­lag er á Söngv­akeppn­inni í ár en í undanúr­slit­un­um keppa fimm lög hvort kvöld þar sem þrjú lög kom­ast áfram eft­ir síma­kosn­ingu lands­manna. Það verða því sex lög sem keppa til úr­slita en ekki fimm eins og áður þar sem fimmta lagið var valið af handahófi af RÚV fyrir úr­slita­kvöldið.

mbl.is