Api gerði eyríki rafmagnslaust

Krúttleg dýr | 9. febrúar 2025

Api gerði eyríki rafmagnslaust

Forvitni apa í eyríkinu Sri Lanka varð til þess að öll eyjan varð rafmagnslaus.

Api gerði eyríki rafmagnslaust

Krúttleg dýr | 9. febrúar 2025

Api borðar banana í Nýju Delí á Indlandi.
Api borðar banana í Nýju Delí á Indlandi. AFP/Sajjad Hussain

For­vitni apa í eyrík­inu Sri Lanka varð til þess að öll eyj­an varð raf­magns­laus.

For­vitni apa í eyrík­inu Sri Lanka varð til þess að öll eyj­an varð raf­magns­laus.

Api braust inn í spennistöð í út­hverfi höfuðborg­ar­inn­ar Colom­bo og olli raf­magns­leys­inu um klukk­an 6 í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Raf­magn var komið á að hluta klukk­an 9, en þá var enn unnið að því að koma því á á eyj­unni allri. 

„Api hef­ur kom­ist í snert­ingu við spennistöðina okk­ar og valdið ójafn­vægi í kerf­inu,“ sagði Kumara Jaya­ko­dy, orku­málaráðherra lands­ins, við fjöl­miðla.

mbl.is