Evrópa mun svara fyrir sig

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Evrópa mun verja sína hagsmuni

Evrópusambandið mun bregðast við tollaákvörðun Bandaríkjanna og svara fyrir sig að sögn utanríkisráðherra Frakklands. Hann hvetur bandarísk stjórnvöld til að reyna að stýra fram hjá tollastríði. 

Evrópa mun verja sína hagsmuni

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Evrópusambandið mun bregðast við tollaákvörðun Bandaríkjanna og svara fyrir sig að sögn utanríkisráðherra Frakklands. Hann hvetur bandarísk stjórnvöld til að reyna að stýra fram hjá tollastríði. 

Evrópusambandið mun bregðast við tollaákvörðun Bandaríkjanna og svara fyrir sig að sögn utanríkisráðherra Frakklands. Hann hvetur bandarísk stjórnvöld til að reyna að stýra fram hjá tollastríði. 

„Við hikum ekki þegar kemur að því að verja okkar hagsmuni,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, í viðtali við fréttastöðina TF1. Þar var hann beðinn um að bregðast við ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta um að leggja á 25% toll á ál og stál. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Sama og Trump gerði 2018

Barrot var spurður hvort Frakkland og ESB muni bregðast við þessari ákvörðun. „Að sjálfsögðu. Þetta kemur ekki á óvart. Þetta er það sama og Donald Trump gerði árið 2018 [þegar hann var forseti Bandaríkjanna].“

Barrot bendir á að Frakkar og ESB hafi brugðist við þá og það verði aftur gert.

Þegar hann var spurður nánar út í viðbragðið, þá sagði Barrot að það væri í höndum framkvæmdastjórnar ESB að taka ákvörðun um það.

„Það er ekki í þágu neinna að fara í tollastríð við Evrópusambandið,“ bætti hann við.

mbl.is