Evrópa mun svara fyrir sig

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Evrópa mun verja sína hagsmuni

Evrópusambandið mun bregðast við tollaákvörðun Bandaríkjanna og svara fyrir sig að sögn utanríkisráðherra Frakklands. Hann hvetur bandarísk stjórnvöld til að reyna að stýra fram hjá tollastríði. 

Evrópa mun verja sína hagsmuni

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 10. febrúar 2025

Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands.
Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið mun bregðast við tolla­ákvörðun Banda­ríkj­anna og svara fyr­ir sig að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. Hann hvet­ur banda­rísk stjórn­völd til að reyna að stýra fram hjá tolla­stríði. 

Evr­ópu­sam­bandið mun bregðast við tolla­ákvörðun Banda­ríkj­anna og svara fyr­ir sig að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands. Hann hvet­ur banda­rísk stjórn­völd til að reyna að stýra fram hjá tolla­stríði. 

„Við hik­um ekki þegar kem­ur að því að verja okk­ar hags­muni,“ seg­ir Jean-Noel Barrot, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, í viðtali við frétta­stöðina TF1. Þar var hann beðinn um að bregðast við ákvörðun Trumps Banda­ríkja­for­seta um að leggja á 25% toll á ál og stál. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Sama og Trump gerði 2018

Barrot var spurður hvort Frakk­land og ESB muni bregðast við þess­ari ákvörðun. „Að sjálf­sögðu. Þetta kem­ur ekki á óvart. Þetta er það sama og Don­ald Trump gerði árið 2018 [þegar hann var for­seti Banda­ríkj­anna].“

Barrot bend­ir á að Frakk­ar og ESB hafi brugðist við þá og það verði aft­ur gert.

Þegar hann var spurður nán­ar út í viðbragðið, þá sagði Barrot að það væri í hönd­um fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að taka ákvörðun um það.

„Það er ekki í þágu neinna að fara í tolla­stríð við Evr­ópu­sam­bandið,“ bætti hann við.

mbl.is