Ivanka Trump sýnir á sér nýja hlið

Fatastíllinn | 10. febrúar 2025

Ivanka Trump sýnir á sér nýja hlið

Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mætti í hvítri vestis dragt á Ofurskálinni 2025 sem fram fór í nótt. 

Ivanka Trump sýnir á sér nýja hlið

Fatastíllinn | 10. febrúar 2025

Ivanka Trump kom óvænt fram á Super Bowl 2025 með …
Ivanka Trump kom óvænt fram á Super Bowl 2025 með föður sínum Donald Trump Gregory Shamus/AFP

Ivanka Trump, dótt­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, mætti í hvítri vest­is dragt á Of­ur­skál­inni 2025 sem fram fór í nótt. 

Ivanka Trump, dótt­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, mætti í hvítri vest­is dragt á Of­ur­skál­inni 2025 sem fram fór í nótt. 

Með henni í för var Theodore átta ára gam­all son­ur henn­ar. Þar var líka faðir henn­ar, Don­ald Trum, Eric Trump bróðir henn­ar og eig­in­kona hans, Lara Trump. 

Hún klædd­ist stíl­hreinni hvítri erma­lausri vest­is dragt frá merk­ingu Akris sem hún paraði með stóru brúnu belti, veski og gullskarti. Á vest­inu er að finna stóra og mynd­ar­lega vasa sem gáfu vest­inu meiri karakt­er. 

Fata­merkið Akris, sem Trump klædd­ist á leikn­um, er sviss­neskt og hef­ur sér­hæft sig í kven­fatnaði. Það var stofnað 1922 af Alice Kriemler-Schoc og er í eigu Kriemler fjöl­skyld­unn­ar.

Trump hef­ur ekki sagt frá því op­in­ber­lega með hvaða liði hún hélt á leikn­um en sér­fræðing­ar á tísku­sviðinu voru viss­ir um að hún héldi með Kans­as City Cheifs því liðið klædd­ist hvítu eins og hún. 

Söng­kon­an Tayl­or Swift og Britt­any Moa­homes, einn af eig­end­um liðsins, klædd­ust líka hvítu til að sýna stuðning í lit. Eig­in­menn þeirra beggja spila með liðinu. Meðal annarra þekktra gesta á leikn­um voru fyrr­ver­andi for­setafrú Jill Biden, Pete Dav­idson, Bra­dley Cooper, Kevin Costner og Jay-Z.

Don­ald Trump flækti ekki mál­in og klædd­ist sínu hefðbundna rauða bindi eft­ir að hafa spáð Cheifs sigri í viðtali fyr­ir leik­inn.

Fjöl­miðlar greindu frá því fyrr í vik­unni að for­seti Banda­ríkj­anna myndi mæta á leik­inn og með því stimplaði hann sig inn sem fyrsti for­set­inn til að mæta á Of­ur­skál­ina. For­ver­ar hans hafa ekki látið sjá sig. 

Ivanka klæddist hvítri dragt frá Akris
Ivanka klædd­ist hvítri dragt frá Akris Greg­ory Sham­us/​AFP
Framkvæmdarstjóri NFL Roger Goodell var við hlið þeirra meðan leikurinn …
Fram­kvæmd­ar­stjóri NFL Roger Goodell var við hlið þeirra meðan leik­ur­inn stóð Greg­ory Sham­us/​AFP
mbl.is