Segir Trump reyna að knésetja Íran

Íran | 10. febrúar 2025

Segir Trump reyna að knésetja Íran

Masoud Pezeshkian, forseti Írans, hefur sakað Donald Trump Bandaríkjaforseta um að reyna að knésetja Íran.

Segir Trump reyna að knésetja Íran

Íran | 10. febrúar 2025

Masoud Pezeshkian, forseti Írans.
Masoud Pezeshkian, forseti Írans. AFP

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Írans, hef­ur sakað Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að reyna að kné­setja Íran.

Masoud Pezes­hki­an, for­seti Írans, hef­ur sakað Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að reyna að kné­setja Íran.

Þetta sagði for­set­inn þegar Íran­ar minn­ast þess í dag að 46 ár eru liðin frá bylt­ing­unni í Íran þar sem stjórn­ar­far lands­ins breytt­ist úr keis­ara­dæmi und­ir stjórn Íran­skeis­ar­ans Mohammad Reza Shah Pahlavi í íslamskt lýðveldi und­ir stjórn æðstaklerks­ins Ru­hollah Khomeini.

Fjöl­menni hef­ur komið sam­an víða í Íran í dag til að minn­ast dags­ins.

Vill ekki stríð en beyg­ir sig ekki und­ir vald út­lend­inga

„Trump seg­ir: „Við vilj­um tala“ og svo skrif­ar hann niður öll þau sam­særi sem er ætlað að kné­setja bylt­ingu okk­ar,“ sagði Pezes­hki­an á fjölda­fundi í dag. Með orðum sín­um vísaði hann til refsiaðgerða gagn­vart Íran sem banda­rísk yf­ir­völd kynntu fyrr í þess­um mánuði.

„Við erum ekki að leita eft­ir stríði,“ sagði hann og bætti við: „Við mun­um aldrei beygja okk­ur und­ir vald út­lend­inga.“

mbl.is