Myndband: Stjörnustríð í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldi | 11. febrúar 2025

Myndband: Stjörnustríð í Ísafjarðardjúpi

Hvorki Logi Geimgengill né Svarthöfði hafa roð við Stingray-tækjum í sjókvíum fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Þar er fiski- og laxalús nú milli tveggja nagla, eða öllu heldur geisla.

Myndband: Stjörnustríð í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldi | 11. febrúar 2025

Hvorki Logi Geimgengill né Svarthöfði hafa roð við Stingray-tækjum í sjókvíum fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Þar er fiski- og laxalús nú milli tveggja nagla, eða öllu heldur geisla.

Hvorki Logi Geimgengill né Svarthöfði hafa roð við Stingray-tækjum í sjókvíum fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Þar er fiski- og laxalús nú milli tveggja nagla, eða öllu heldur geisla.

Háafell fjárfesti á síðasta ári í sérstökum búnaði frá norska hátæknifyrirtækinu Stingray á síðasta ári og nýtir það gervigreind til að greina lús á fiskum í kvíum félagsins og beitir leysigeisla til að eyða þeim. Af upptökum að ræða minnir tæknin helst á bardagasenur í vísindaskáldsögum.

Um er að ræða fjárfestingu sem hleypur á hundruðum milljóna króna og hefur búnaðurinn verið í notkun í tæpt ár. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells, sagði í blaði 200 mílna sem fylgdi Morgunblaðinu síðastliðna helgi að sterkar vísbendingar séu um að leysigeislatækin hafi skilað góðum árangri í baráttunni við fiski- og laxalús.

„Allt frá því að við fórum í umhverfismat höfum við sagt að við ætluðum að gera okkar besta til að nýta ávallt bestu tækni og þekkingu og lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Í Ísafjarðardjúpi er rækjustofn og mikið lífríki sem við berum mikla virðingu fyrir og viljum ganga eins vel um og hægt er,“ sagði Gauti.

Lesa má viðtalið við Gauta í heild sinni hér.

mbl.is