Finnst skorta dýpri umræðu um vexti

Vextir á Íslandi | 12. febrúar 2025

Finnst skorta dýpri umræðu um vexti

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum.

Finnst skorta dýpri umræðu um vexti

Vextir á Íslandi | 12. febrúar 2025

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka.
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum.

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum.

„Manni finnst stundum eins og umræðan sé þannig að reikna megi með að markaðsvextir neglist niður í sama mæli með vaxtalækkunum Seðlabankans. Það verður sennilega ekki alveg þannig þegar ríkið er að gefa út löng bréf eða bankarnir að gefa út verðtryggð bréf í meiri mæli vegna aukinnar ásóknar í verðtryggð lán. Það er ýmislegt annað en eingöngu stýrivextir sem ákvarðar kjör á markaði hverju sinni,“ segir Gunnar.

Hann bendir á að íbúðalánavextir í Bandaríkjunum séu t.a.m. ekkert endilega að elta stýrivaxtalækkanir þar.

„Við getum alveg farið að búast við því þegar líður á árið, eða á næstu tveimur árum, að vaxtakúrfur hérlendis verði upphallandi en ekki niðurhallandi eins og þær hafa verið í töluverðan tíma. Niðurhallandi kúrfur eru ekki eðlilegt ástand,“ segir Gunnar.

Hann bendir á að undanfarið hafi verið nokkuð góð fylgni milli innlánakjara og stýrivaxta og það kunni að skýrast til að mynda af samkeppni, mikilli ríkisvíxlaútgáfu og fleiru.

„Við í Skuldabréfamiðlun Arion veltum fyrir okkur hvort skammtímamarkaðsvextir kunni að lækka umfram stýrivaxtalækkanir takist vel til að selja Íslandsbanka á árinu og jafnvel greiða út umfram eigið fé Landsbankans, sem gæti numið allt að 50 milljörðum króna, sem arð til ríkisins,“ segir Gunnar og bætir við að með því megi minnka stórlega ríkisvíxlaútgáfuna og peningurinn sem annars hefði farið í víxlana myndi leita í auknum mæli í aðra ávöxtun. Aukinheldur myndi ríkið sennilega spara sér um 15-17 milljarða króna á ári í vaxtakostnað gangi þau áform eftir.

„Innlán heimilanna hafa aldrei verið meiri en þau eru um þessar mundir, um 1.700 milljarðar, og spurning hvort og þá hversu mikið af því kunni að leita á verðbréfamarkaði samhliða lækkandi vöxtum,“ segir Gunnar.

Greinin birtist í ViðskiptaMogganum.

mbl.is