Grænland verði Rauð-, hvít- og bláland

Grænland | 12. febrúar 2025

Grænland verði Rauð-, hvít- og bláland

Bandaríski þingmaðurinn Earl „Buddy“ Carter frá Georgíu kynnti í gær frumvarp sem veitir Donald Trump forseta Bandaríkjanna heimild til að ganga frá samningum um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að Grænland verði framvegis þekkt sem Rauð-, hvít- og bláland (e. Red, White and Blueland).

Grænland verði Rauð-, hvít- og bláland

Grænland | 12. febrúar 2025

Þingmaðurinn Buddy Carter leggur til að Grænland verði framvegis þekkt …
Þingmaðurinn Buddy Carter leggur til að Grænland verði framvegis þekkt sem Rauð-, hvít- og bláland. Ljósmynd/Georgia 1st District

Bandaríski þingmaðurinn Earl „Buddy“ Carter frá Georgíu kynnti í gær frumvarp sem veitir Donald Trump forseta Bandaríkjanna heimild til að ganga frá samningum um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að Grænland verði framvegis þekkt sem Rauð-, hvít- og bláland (e. Red, White and Blueland).

Bandaríski þingmaðurinn Earl „Buddy“ Carter frá Georgíu kynnti í gær frumvarp sem veitir Donald Trump forseta Bandaríkjanna heimild til að ganga frá samningum um kaup Bandaríkjanna á Grænlandi. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að Grænland verði framvegis þekkt sem Rauð-, hvít- og bláland (e. Red, White and Blueland).

Frumvarpið sem Carter hefur nefnt á ensku „Red, White, and Blueland Act of 2025“ veitir Trump umboð til að hefja samningaviðræður við Danmörku um að „kaupa eða með öðrum hætti eignast Grænland“.

Verði frumvarpið að lögum virðast, miðað við orðalag frumvarpsins, allar alríkisstofnanir þar vestra skyldar til að breyta nafni Grænlands á öllum kortum og í opinberum gögnum í Rauð-, hvít- og bláland ekki seinna en 180 dögum eftir samþykkt frumvarpsins.

Frjálsasta þjóð nokkru sinni

„Ameríka er mætt aftur og verður brátt stærri en nokkru sinni fyrr með því að bæta við Rauð-, hvít- og blálandi. Trump forseti hefur réttilega skilgreint kaupin á því sem nú er Grænland sem forgangsverkefni í þágu þjóðaröryggis, og við munum með stolti bjóða fólk þess velkomið að ganga til liðs við frjálsustu þjóð sem nokkurn tíma hefur verið til þegar aðalsamningamaður okkar landar þessum stórkostlega samningi,“ segir Carter í yfirlýsingu á vef sínum.

Hvorki Grænlendingar sjálfir né Danir hafa tekið vel í hugmyndir Trumps um kaup á Grænlandi, en spurning er hvort hin nýja nafngift geri boð bandarískra yfirvalda meira aðlaðandi.

Þetta yrði ekki fyrsta alþjóðlega viðurkennda nafnið sem bandarísk yfirvöld hafa breytt, en stutt er frá því Trump undirritaði tilskipun þess efnis að Mexíkóflói skyldi framvegis vera þekktur sem Ameríkuflói.

mbl.is