Steinsnar frá Borgarnesi er gullfallegur bústaður til leigu. Bústaðurinn er málaður í svörtum lit, gluggakarmarnir eru hvítir og útsýnið er hið glæsilegasta yfir sjóinn. Rut Káradóttir hannaði húsið sem er til leigu á AirBnb.
Steinsnar frá Borgarnesi er gullfallegur bústaður til leigu. Bústaðurinn er málaður í svörtum lit, gluggakarmarnir eru hvítir og útsýnið er hið glæsilegasta yfir sjóinn. Rut Káradóttir hannaði húsið sem er til leigu á AirBnb.
Steinsnar frá Borgarnesi er gullfallegur bústaður til leigu. Bústaðurinn er málaður í svörtum lit, gluggakarmarnir eru hvítir og útsýnið er hið glæsilegasta yfir sjóinn. Rut Káradóttir hannaði húsið sem er til leigu á AirBnb.
Blái liturinn er ríkjandi inni í húsinu og hlýleikinn umvefur allt. Í húsinu eru tvö svefnherbergi sem rúma fjóra gesti. Húsið er staðsett undir Hafnarfjalli þar sem vanalega er mjög hvasst en það er ekki raunin þegar farið er nær sjónum.
„Það er mjög hvasst undir Hafnarfjalli en við fengum að draga bústaðinn nær sjónum þannig að hann er svona undir hálfgerðu barri. Þannig að það er ekki eins hvasst þar,“ sagði Rut í viðtali um bústaðinn í Smartlandi árið 2017.
Bústaðurinn vakti heimsathygli og birtist umfjöllun um hann í þýska hönnunartímaritinu AD.