Ný og spennandi sýning hefur opnað í Hönnunarsafni Íslands, þar sem hin fræga Barbie-dúkkan klæðist alls kyns flottum flíkum. Barbie hefur gert sig heimakomna í öllum rýmum sýningarinnar, þar sem fjölbreyttir íslenskir fatahönnuðir sýna sérhannaðan fatnað út frá Barbie-dúkkunum.
Ný og spennandi sýning hefur opnað í Hönnunarsafni Íslands, þar sem hin fræga Barbie-dúkkan klæðist alls kyns flottum flíkum. Barbie hefur gert sig heimakomna í öllum rýmum sýningarinnar, þar sem fjölbreyttir íslenskir fatahönnuðir sýna sérhannaðan fatnað út frá Barbie-dúkkunum.
Ný og spennandi sýning hefur opnað í Hönnunarsafni Íslands, þar sem hin fræga Barbie-dúkkan klæðist alls kyns flottum flíkum. Barbie hefur gert sig heimakomna í öllum rýmum sýningarinnar, þar sem fjölbreyttir íslenskir fatahönnuðir sýna sérhannaðan fatnað út frá Barbie-dúkkunum.
„Barbie fer á Hönnunarsafnið“ opnaði 7. febrúar 2025 og fyllti safnið af lífi, list og sköpun. Sýningin speglar tískustrauma í gegnum tímann og vekur upp minningar hjá mörgum um að hafa klætt og hannað eigin Barbie-dúkkur í æsku.
Hönnunarsafn Íslands gefur einstakt tækifæri til að sjá hvernig íslenskir fatahönnuðir túlka Barbie í dag, með sérsaumuðum fatnaði, og minnir okkur á að við erum aldrei of gömul til að leika okkur.
Þeir hönnuðir sem tóku þátt voru: Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir fyrir Kormák og Skjöld, Hildur Yeoman, Sigmundur Páll Freysteinsson, Steinunn Sigurðardóttir, Arndís Sigurbjörnsdóttir, Sunna Örlygsdóttir og Thelma Björk Jónsdóttir.