Svikarinn vingast við fórnarlambið

Netsvik | 15. febrúar 2025

Svikarinn vingast við fórnarlambið

„Þetta byrjaði náttúrulega bara með tölvum, en nú erum við komin út í þennan netheim hægt og bítandi,“ segir Gunnhildur Róbertsdóttir, tölvunarfræðingur og deildarstjóri tölvurannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þriðja viðtali mbl.is um viðsjárverðan heim stafrænna afbrota sem æ meir rata í fréttir þessi misserin. 

Svikarinn vingast við fórnarlambið

Netsvik | 15. febrúar 2025

„Allir þessir samfélagsmiðlar eru eitt, en annað er skipulögð glæpastarfsemi …
„Allir þessir samfélagsmiðlar eru eitt, en annað er skipulögð glæpastarfsemi og notkun netsins og spjallþráða við að skipuleggja brot,“ segir Gunnhildur Róbertsdóttir deildarstjóri. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta byrjaði nátt­úru­lega bara með tölv­um, en nú erum við kom­in út í þenn­an net­heim hægt og bít­andi,“ seg­ir Gunn­hild­ur Ró­berts­dótt­ir, tölv­un­ar­fræðing­ur og deild­ar­stjóri tölvu­rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í þriðja viðtali mbl.is um viðsjár­verðan heim sta­f­rænna af­brota sem æ meir rata í frétt­ir þessi miss­er­in. 

„Þetta byrjaði nátt­úru­lega bara með tölv­um, en nú erum við kom­in út í þenn­an net­heim hægt og bít­andi,“ seg­ir Gunn­hild­ur Ró­berts­dótt­ir, tölv­un­ar­fræðing­ur og deild­ar­stjóri tölvu­rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, í þriðja viðtali mbl.is um viðsjár­verðan heim sta­f­rænna af­brota sem æ meir rata í frétt­ir þessi miss­er­in. 

Gunn­hild­ur þessi er Sigl­f­irðing­ur og ólst þar upp, en varð stúd­ent frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Garðabæ þar sem framtíðardraum­ur henn­ar fædd­ist. „Ég ákvað þá að ég ætlaði að vera tölvu­lögga og fór í nám í tölv­un­ar­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík,“ seg­ir hún frá. 

Að loknu BS-prófi frá HR fangaði nám í sta­f­ræn­um réttar­rann­sókn­um (e. digital for­ensics) í Bretlandi at­hygli Sigl­f­irðings­ins unga. Gunn­hild­ur hélt utan, lauk meist­ara­námi í fræðunum sta­f­rænu frá Bra­dford-há­skóla og ætlaði þaðan að koma sér í lög­regl­una og ljúka prófi frá Lög­reglu­skóla rík­is­ins sem þá var með sínu gamla sniði og lög­reglu­nám á land­inu ekki enn komið á há­skóla­stig. 

Bjó á hót­eli í tvö ár

„En ég endaði í einka­geir­an­um,“ seg­ir Gunn­hild­ur. Fóru leik­ar svo, í bili, að hún fékk vinnu hjá fyr­ir­tæki í London sem aðstoðar lög­manns­stofu þar við sta­f­ræn verk­efni fyr­ir stærri mála­ferli, svo ekki rætt­ist draum­ur­inn um að verða tölvu­lögga – ekki bók­staf­lega alla vega. Staða Gunn­hild­ar í dag er ekki lög­regluþjónsstaða, hún er deild­ar­stjóri sem fyrr seg­ir. Við sam­mæl­umst um að æsku­draum­ur­inn hafi þó sloppið fyr­ir horn. 

„Þegar ég var búin að vera stutta stund í þessu starfi var ég send til München í Þýskalandi þar sem ég bjó á hót­eli í tvö ár við að sinna stór­verk­efni í löng­um mála­ferl­um,“ seg­ir hún frá. Í kjöl­far dóms­upp­kvaðning­ar í mála­ferl­un­um lang­vinnu hafði Bayern-fylki unnið hug og hjarta Gunn­hild­ar þótt öðrum Þjóðverj­um þyki íbú­ar þar suður frá gjarn­an þrjósk­ir og góðir með sig – lái þeim hver sem vill, þeir voru her­toga­dæmi og búa til BMW.

Gögn sem áður voru geymd á hörðum diskum rúmast nú …
Gögn sem áður voru geymd á hörðum disk­um rúm­ast nú auðveld­lega í sím­um og skýjaþjón­ust­um. Pláss verður æ minni áskor­un í net­heim­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég sett­ist að í München og fór að vinna hjá Siem­ens þar sem ég var ráðin, en það var fyr­ir­tækið sem ég hafði verið til aðstoðar í dóms­mál­inu þarna gegn­um vinnu­veit­and­ann í London,“ seg­ir Sigl­f­irðing­ur­inn af þess­ari sam­evr­ópsku vinnu­markaðsfléttu snemma á öld­inni. 

Starfaði hún við rann­sókn­ir og sta­f­ræna gagna­öfl­un allt fram til árs­ins 2017, en kveðst þó aðspurð ekki hafa búið á hót­el­inu all­an tím­ann held­ur fengið íbúð árin sem eft­ir voru af dvöl­inni í Suður-Þýskalandi, þau urðu alls tíu. Svo tóku heima­hag­arn­ir á Sigluf­irði við. 

Sýkt­ist af veirunni – viðtal á Teams

„Þá fór ég að vinna hjá líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Genís, við sta­f­ræna markaðssetn­ingu, og það var svo ekki fyrr en árið 2022 sem aug­lýs­ing­in um drauma­starfið, að verða tölvu­lögga, kom frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Gunn­hild­ur sem þá hafði alið draum sinn með sér í tvo ára­tugi. 

Hún fór í viðtalið í eftir­köst­um heims­far­ald­urs­ins fræga, en fór reynd­ar ekki langt þar sem hún smitaðist ein­mitt af kór­ónu­veirunni og tók viðtalið á Teams sem mest­öll heims­byggðin kynnt­ist á mettíma árið 2020. 

„Ég byrjaði svo í þessu starfi í októ­ber 2022 og var búin að starfa í ár þegar ég var beðin að taka við tölvu­rann­sókn­ar­deild­inni sem er stoðdeild inn­an lög­regl­unn­ar, eins og tækni­deild­in, við sinn­um öllu land­inu og embætti úti á landi geta alltaf leitað til okk­ar með sín mál,“ út­skýr­ir deild­ar­stjór­inn. 

Lög­reglu­embætti á lands­byggðinni búi ekki öll yfir tækj­um og mann­skap til rann­sókn­ar á sta­f­ræn­um glæp­um og eins seg­ir Gunn­hild­ur henn­ar fólk vera miðlægu rann­sókn­ar­deild­inni á höfuðborg­ar­svæðinu mikið til fullting­is. Þegar þar koma upp verk­efni sem tengj­ast til dæm­is sta­f­ræn­um kyn­ferðis­brot­um, auðgun­ar­brot­um eða skipu­lagðri glæp­a­starf­semi komi til kasta tölvu­rann­sókn­ar­deild­ar­inn­ar. 

„Þetta skar­ast allt og við aðstoðum til dæm­is Ævar Pálma [Pálma­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjón] og kyn­ferðis­brota­deild­ina [sjá viðtal hand­an tengils­ins hér að ofan] við að út­búa verk­beiðnir, en oft reyn­um við að finna önn­ur úrræði áður en við för­um að setja okk­ur í sam­band við aðila er­lend­is.  

Það kem­ur í okk­ar hlut að senda varðveislu­beiðnir [þá eru fyr­ir­tæki sem eiga sam­fé­lags­miðla beðin að frysta gögn not­enda sem hugs­an­lega hafa brotið af sér] og ef gögn ber­ast til baka hjálp­um við þeim að lesa úr gögn­un­um. Þar reyn­ast svo oft upp­lýs­ing­ar sem við get­um nýtt okk­ur og sent áfram á aðra, til dæm­is ýmis auðkenni sem nýt­ast til að drífa málið áfram,“ út­skýr­ir Gunn­hild­ur.

Deildarstjórinn bendir á að minnisstærð síma sé nú á pari …
Deild­ar­stjór­inn bend­ir á að minn­is­stærð síma sé nú á pari við harða diska árs­ins 2005. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er svo mikið magn“

Get­urðu nefnt mér dæmi um inn­lend mál, til dæm­is sem þið aðstoðið embætti úti á landi við? 

„Það er nátt­úru­lega orðið þannig að stærsti hluti þess­ara mála og flest þeirra mála sem koma utan af landi eru þessi barn­aníðsmál, þar sem lög­reglu­embætti á lands­byggðinni hafa ekki tök á að vinna þau mál sjálf,“ svar­ar deild­ar­stjór­inn um hæl. Fjölg­un inn­an þess mála­flokks hafi nán­ast verið í veld­is­vexti með stór­auk­inni net­notk­un síðustu ára, eins og téður Ævar Pálmi benti raun­ar á í viðtali hér á vefn­um fyr­ir viku þegar hann sagði að dag­legt líf fólks virt­ist alltaf vera að fær­ast meira og meira inn í net­heima. 

„Þetta er svo mikið magn. Sím­ar í dag eru jafn stór­ir og harðir disk­ar voru árið 2005 og með allri þess­ari net­notk­un er orðið svo miklu meira aðgengi að ólög­legu efni, þar á meðal barn­aníðsefni,“ held­ur Gunn­hild­ur áfram.  

„Í mörg­um til­fell­um er ekk­ert endi­lega verið að rann­saka barn­aníð, rann­sókn­in get­ur snú­ist um kyn­ferðis­brot eða kyn­ferðis­brot gagn­vart barni. Þá eru öll gögn hald­lögð og þá kom­umst við kannski inn í ann­an heim þegar í ljós kem­ur hvað fleira finnst hjá viðkom­andi. Þá eru þetta kannski bara safn­ar­ar,“ seg­ir hún og vís­ar til brota­manna sem safna mynd­efni sem sýn­ir börn í kyn­ferðis­legu sam­hengi eða í kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um. 

Ving­ast við fórn­ar­lambið

Tölvu­rann­sókn­ar­deild­in veiti aðstoð við að kom­ast inn í hvort tveggja síma og tölv­ur og þá sé vinnu­regla að ef grun­ur er um kyn­ferðis­brot gegn barni, að svip­ast þá þar um eft­ir gögn­um sem tengj­ast þeim brota­flokki. Ekki að tæk­in sjálf geymi endi­lega svo mikið. 

„Sím­inn þinn er bara áhald, mest af því sem þú ert með í sím­an­um er á net­inu, það er geymt í skýjaþjón­ust­um,“ bend­ir Gunn­hild­ur á. 

Get­ur þitt fólk gert allt á þess­um vett­vangi, brot­ist inn í all­ar ra­f­ræn­ar gagna­geymsl­ur, eða kem­ur að þeim þrösk­uldi að þið þurfið að leita til enn sér­hæfðari fræðinga? 

„Við get­um gert mikið, við erum vel tækj­um búin, en oft er þetta líka spurn­ing um að rekja slóðir. Eitt af því eru til dæm­is þessi svo­kölluðu ástar­svik. Þar eru til dæm­is ekk­ert alltaf er­lend­ir aðilar á ferð, við höf­um verið með mál til rann­sókn­ar þar sem ís­lensk­ur aðili stundaði þetta á sam­fé­lags­miðlum og stefnu­mót­asíðum,“ svar­ar Gunn­hild­ur og lýs­ir hinu dæmi­gerða ferli ástar­svika sem eitt­hvað hafa nú verið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um fjöl­miðlum síðustu miss­eri.

Hulinsheimar stafrænna óravídda. Barnaníðsmál snúast ekki lengur bara um að …
Hul­ins­heim­ar sta­f­rænna óra­vídda. Barn­aníðsmál snú­ast ekki leng­ur bara um að sækja gögn eða deila þeim, nú þarf að finna út hvaðan streymis­efni kem­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Dæmi­gerð aðferðafræði svika­hrappa af þeim toga sé að leita uppi fólk, hvort svo sem það eigi um sárt að binda, sé með ein­hverj­um hætti í viðkvæmri stöðu, eða bara hver sem vera skyldi sem bít­ur á þenn­an sam­skiptaþráð. Svik­ar­inn ving­ist við fórn­ar­lamb sitt og reyni að vekja til­finn­ing­ar eða láta í veðri vaka að þær séu í spil­inu af sinni hálfu. 

Sönn­un­ar­gögn­in oft sam­töl

„Svo kem­ur að því að ein­stak­ling­ur­inn [svika­hrapp­ur­inn] seg­ist vera veik­ur eða þurfa aðstoð við hitt og þetta og fái þá pen­inga. Og þetta eru ekk­ert einn eða tveir, þetta er fullt af fólki sem sami aðili er að svíkja út úr og fjár­hæðirn­ar geta hlaupið á millj­ón­um sem sama mann­eskja er að svíkja út úr mörg­um aðilum og þá kem­ur að okk­ur að rekja þessa slóð.  

Þegar kæra kem­ur erum við beðin um aðstoð og þurf­um þá að fara gegn­um gögn aðila sem hef­ur verið svik­inn og svo rekja okk­ur til baka gegn­um þessa aðila. Íslensk­ar stefnu­mót­asíður hafa til dæm­is verið mjög sam­vinnuþýðar við okk­ur þegar við erum kom­in með úr­sk­urði og annað sem við þurf­um,“ seg­ir Gunn­hild­ur og er spurð hvort lög­regl­an hafi hug­mynd um hlut­fall þeirra sem stíga fram og til­kynna. 

„Við höf­um oft rætt þetta,“ svar­ar viðmæl­and­inn hik­laust og bæt­ir því við að þótt erfitt sé að gefa hér ná­kvæm svör sé ljóst að til­kynn­ing­ar séu mun færri en fórn­ar­lömb­in. „Það er oft sem fólk þorir ekki að stíga fram fyrr en orðið er um stór­ar upp­hæðir að ræða,“ held­ur hún áfram. 

Sönn­un­ar­gögn í mál­um af þessu tagi séu oft­ar en ekki sam­töl málsaðila á sam­fé­lags- eða stefnu­mótamiðlum, en einnig sé til í dæm­inu að grafa þurfi upp gögn sem eytt hef­ur verið, oft­ast af hálfu brota­manns til að hylja slóð sína. „Svo er streymi ólög­legs efn­is [e. live stream­ing, bein út­send­ing efn­is í mynd] nýtt fyr­ir­bæri núna í barn­aníðsmá­l­um, þau snú­ast ekki leng­ur bara um að sækja gögn eða deila þeim, nú þarf að finna út hvaðan streymis­efni kem­ur,“ seg­ir Gunn­hild­ur af þróun sem eng­in landa­mæri virðist þekkja. 

Sprengja í heims­far­aldr­in­um

Bend­ir hún á að sprengja í streym­is­mál­um hafi til dæm­is orðið meðan á heims­far­aldr­in­um stóð. „Það hef­ur verið að koma inn á okk­ar borð líka,“ seg­ir hún og minn­ir í fram­hald­inu á að auðvitað komi fleiri brota­flokk­ar á þau borð en kyn­ferðis­brot og oft­ar en ekki komi það þá í hlut henn­ar fólks, ekki rann­sókn­ar­lög­reglu­manna ein­göngu, að lesa net­sam­skipti með til­liti til efn­is þeirra. 

„Til dæm­is þessi mál sem geta ekki beðið, eins og mann­dráp, þá erum við að lesa sam­skipti þó að lög­reglu­menn­irn­ir sjálf­ir fari kannski dýpra í þau.“ 

Aðspurð seg­ir Gunn­hild­ur þau vera sex starfs­menn í henn­ar deild, fimm sér­fræðinga og einn lög­reglu­full­trúa, og þar sé mennt­un allra hlutaðeig­andi á sviði sta­f­rænna réttar­rann­sókna, ým­ist meist­ara­prófs­gráður eða sér­gráðan NCFI (Nordic Compu­ter For­ensic In­vestigators) frá norska lög­reglu­há­skól­an­um. 

Mynd­irðu segja að skort­ur væri á fólki með mennt­un af þessu tagi, hvort tveggja inn­an lög­gæslu og ann­ars staðar í þjóðfé­lag­inu? 

„Já, það er mik­il vönt­un á þess­ari þekk­ingu, sér­stak­lega með aukn­um net­glæp­um. Landa­mæri eru ekki leng­ur til í af­brot­um sem nú orðið er hægt að fremja á net­inu,“ svar­ar Gunn­hild­ur og seg­ir álag á lög­reglu vegna net­glæpa hafa marg­fald­ast auk þess sem vett­vang­ur­inn sé orðinn svo gríðar­stór.

Nóg er að gera hjá tölvurannsóknardeildinni enda er hún stoðdeild …
Nóg er að gera hjá tölvu­rann­sókn­ar­deild­inni enda er hún stoðdeild og kem­ur öll­um lög­reglu­embætt­um lands­ins til aðstoðar er mál koma upp, rétt eins og tækni­deild­in. Ljós­mynd/​Aðsend

All­ir með síma í vas­an­um

„All­ir þess­ir sam­fé­lags­miðlar eru eitt, en annað er skipu­lögð glæp­a­starf­semi og notk­un nets­ins og spjallþráða við að skipu­leggja brot. En það sem snýr mest að okk­ur eru þessi rosa­lega stóru barn­aníðsmál og við erum al­veg á tán­um, starfs­fólki í þess­um geira þarf að fjölga bara eins og í lög­gæslu al­mennt, þessi brot ger­ast á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins, all­ir eru með síma í vas­an­um og það þarf að bregðast skjótt við til að fá nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Gunn­hild­ur Ró­berts­dótt­ir, deild­ar­stjóri tölvu­rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, og kveður blaðamann með ákvörðun sem styrkst hef­ur nán­ast með hverj­um deg­in­um í starfi henn­ar: 

„Barnið mitt fær aldrei Snapchat.“ 

Viðtalið við Gunn­hildi er það þriðja í grein­a­flokki mbl.is um net­glæpi sem birt­ast mun les­end­um í áföng­um það sem eft­ir lif­ir fe­brú­ar­mánaðar.

mbl.is