Bleikur jarðarberjahristingur með dökkum súkkulaðibitum

Uppskriftir | 16. febrúar 2025

Bleikur jarðarberjahristingur með dökkum súkkulaðibitum

Langar þig í jarðarberjamjólkurhristing sem er í hollari kantinum? Þá er þetta málið, jarðarberjahristingur toppaður með dökkum súkkulaðibitum. Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þennan dásamlega hristing í tilefni ástardaganna sem nú eru í gangi. Þetta er líka góður drykkur til að hefja sunnudaginn á og gleðja líkama og sál um leið.

Bleikur jarðarberjahristingur með dökkum súkkulaðibitum

Uppskriftir | 16. febrúar 2025

Súkkulaðið gerir gæfumunninn þegar þessi hristingur er borinn fram.
Súkkulaðið gerir gæfumunninn þegar þessi hristingur er borinn fram. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Langar þig í jarðarberjamjólkurhristing sem er í hollari kantinum? Þá er þetta málið, jarðarberjahristingur toppaður með dökkum súkkulaðibitum. Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þennan dásamlega hristing í tilefni ástardaganna sem nú eru í gangi. Þetta er líka góður drykkur til að hefja sunnudaginn á og gleðja líkama og sál um leið.

Langar þig í jarðarberjamjólkurhristing sem er í hollari kantinum? Þá er þetta málið, jarðarberjahristingur toppaður með dökkum súkkulaðibitum. Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þennan dásamlega hristing í tilefni ástardaganna sem nú eru í gangi. Þetta er líka góður drykkur til að hefja sunnudaginn á og gleðja líkama og sál um leið.

Þetta er ekta morgunverður til að njóta með ástinni.
Þetta er ekta morgunverður til að njóta með ástinni. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Jarðarberjahristingur toppaður með dökkum súkkulaðibitum

  • 1 bolli frosin jarðarber
  • 1 frosinn banani
  • 1 msk. kollagen / prótein að eigin vali
  • 2 msk. hampfræ
  • 1 -2 msk. möndlusmjör
  • 1 + 1/4 bolli vatn
  • Dökkt súkkulaði, smátt saxað

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið nema súkkulaðið saman í góðan blandara og blandið vel.
  2. Hellið í viðeigandi glös.
  3. Toppið með dökku hágæða súkkulaði sem búið er að saxa smátt.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is