Ríkislausn fyrir tilnefningarnefndir?

Umræða | 16. febrúar 2025

Ríkislausn fyrir tilnefningarnefndir?

Andrés Jónsson stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta skrifar: 

Ríkislausn fyrir tilnefningarnefndir?

Umræða | 16. febrúar 2025

Andrés Jónsson stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta.
Andrés Jónsson stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta. mbl.is/Styrmir Kári

Andrés Jóns­son stjórn­endaráðgjafi og fram­kvæmda­stjóri Góðra sam­skipta skrif­ar: 

Andrés Jóns­son stjórn­endaráðgjafi og fram­kvæmda­stjóri Góðra sam­skipta skrif­ar: 

Um þess­ar mund­ir fer í hönd tími aðal­funda hjá skráðum fé­lög­um í Kaup­höll Íslands. Flest fyr­ir­tæk­in starf­rækja í dag svo­kallaðar til­nefn­ing­ar­nefnd­ir. Nefnd­irn­ar leggja mat á þá sem sækj­ast eft­ir að sitja í stjórn fé­lag­anna og gera til­lögu til hlut­hafa um heppi­lega sam­setn­ingu stjórn­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins. Verklagið í þessu ferli hef­ur verið þannig að til­nefn­ing­ar­nefnd­ir funda með for­stjóra, stærstu hlut­höf­um og þeim sem sóst hafa eft­ir stjórn­ar­sæt­um og leggja svo fram til­lögu sína um jafn marga stjórn­ar­menn og sæti eiga í stjórn fé­lags­ins.

Á borði fé­lag­anna ligg­ur nú bréf frá næst­stærsta líf­eyr­is­sjóði lands­ins, LIVE, þar sem komið er á fram­færi gagn­rýni á þetta verklag til­nefn­ing­ar­nefnda og fé­lög­in hvött til að end­ur­skoða það í anda auk­ins gagn­sæ­is og til að tryggja skil­virk­ari aðkomu hlut­hafa að vali stjórn­ar­manna.

Þessi gagn­rýni er ekki ný en hef­ur orðið æ meira áber­andi síðustu miss­eri. Síðastliðið vor birti fram­kvæmda­stjóri stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins, LSR, skoðana­grein á Inn­herja und­ir yf­ir­skrift­inni „Fara til­nefn­ing­ar­nefnd­ir með at­kvæðis­rétt­inn?“ Í grein­inni seg­ir hún nú­ver­andi verklag leiða til þess að valdsvið til­nefn­ing­ar­nefnda „sé orðið óheppi­lega víðtækt“.

Á ný­leg­um opn­um fundi Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða um sam­skipti stjórna og hlut­hafa var einnig rætt um þessa gagn­rýni og tekið und­ir að tíma­bært væri að end­ur­skoða hlut­verk til­nefn­ing­ar­nefnda. Kom fram í pall­borðsum­ræðum að lík­lega hefðu ís­lensku fé­lög­in þarna gengið full­langt í inn­leiðingu reglna á fjár­mála­markaði eins og stund­um áður og mik­il­vægt væri að þróa fyr­ir­komu­lagið í takti við þarf­ir markaðar­ins.

Þröst­ur Olav Sig­ur­jóns­son, sér­fræðing­ur í stjórn­ar­hátt­um fyr­ir­tækja, fór á fund­in­um yfir að tals­verður mun­ur er á milli Íslands, Nor­egs og Dan­merk­ur þegar kem­ur að stjórn­ar­hátt­um og aðkomu hlut­hafa að fé­lög­um. Þá kom fram á fund­in­um það sjón­ar­mið að end­ur­skoða mætti leiðbein­ing­ar um stjórn­ar­hætti sem gefn­ar eru út af Viðskiptaráði Íslands.

Sam­kvæmt mín­um heim­ild­um eru það helst þess­ar leiðbein­ing­ar sem vefjast fyr­ir til­nefn­ing­ar­nefnd­um varðandi það að koma til móts við áður­nefnda gagn­rýni stærstu líf­eyr­is­sjóða lands­ins og margra annarra. Túlka þau leiðbein­ing­ar með þeim hætti að þeim sé skylt að leggja fram til­lögu með jafn mörg­um stjórn­ar­mönn­um og eru í stjórn fé­lags­ins sem inni­haldi ein­ung­is þá sem þau telja hæf­asta. Þetta er að margra mati þröng túlk­un.

Þurfi til­nefn­ing­ar­nefnd­irn­ar ein­hverja form­lega átyllu til að breyta verklagi sínu þá vil ég benda þeim á að rík­is­valdið hef­ur ný­verið breytt lög­um og reglu­gerðum um kjör í stjórn­ir stærstu rík­is­fyr­ir­tækja lands­ins. Breyt­ing­in er á þann veg að sér­stök val­nefnd skuli leggja til við ráðherra tvo val­kosti í hvert stjórn­ar­sæti rík­is­banka, Lands­virkj­un­ar, Landsnets, Isa­via og Ísland­s­pósts.

Þarna er um fram­fara­skref að ræða sem vænt­an­lega kem­ur í fyrsta sinn til fram­kvæmda í vor. Ég full­yrði að hægt sé að finna tvo hæfa ein­stak­linga sem eru til­bún­ir að gefa kost á sér í hvert stjórn­ar­sæti í flest­um skráðum fé­lög­um ef það er hið al­menna verklag.

Það verði þar af leiðandi ekki jafn mikið vanda­mál og nú að þau dragi fram­boð sín til baka þegar þeim er gert ljóst að þau séu ekki hluti af til­lögu til­nefn­ing­ar­nefnda. Þau fé­lög sem vilja koma til móts við sjón­ar­mið hlut­hafa um aukið gegn­sæi geta því vísað til þessa for­dæm­is rík­is­ins þegar þau leggja fram tíu álit­lega kosti í fimm stjórn­ar­sæti fé­lags­ins á næsta aðal­fundi.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

mbl.is