Halda áfram með söluna: Erindi Arion metið

Halda áfram með söluna: Erindi Arion metið

Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði. Fjármálaráðuneytið segir að erindi Arion banka um sameiningu verði metið með vönduðum hætti af hálfu ríkisins áður en nokkur afstaða er tekin til erindisins. 

Halda áfram með söluna: Erindi Arion metið

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 17. febrúar 2025

Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Ríkið mun halda áfram að vinna að und­ir­bún­ingi á sölu á hlut sín­um í Íslands­banka í al­mennu og opnu útboði. Fjár­málaráðuneytið seg­ir að er­indi Ari­on banka um sam­ein­ingu verði metið með vönduðum hætti af hálfu rík­is­ins áður en nokk­ur afstaða er tek­in til er­ind­is­ins. 

Ríkið mun halda áfram að vinna að und­ir­bún­ingi á sölu á hlut sín­um í Íslands­banka í al­mennu og opnu útboði. Fjár­málaráðuneytið seg­ir að er­indi Ari­on banka um sam­ein­ingu verði metið með vönduðum hætti af hálfu rík­is­ins áður en nokk­ur afstaða er tek­in til er­ind­is­ins. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. 

Þar seg­ir að í kjöl­far til­kynn­ing­ar rík­is­ins á föstu­dag um fyr­ir­hugað opið al­mennt útboð á hlut rík­is­ins í Íslands­banka hafi Ari­on banki birt er­indi til Íslands­banka um áhuga sinn á viðræðum um sam­ein­ingu bank­anna.

„Í er­ind­inu kom m.a. fram að hlut­höf­um Íslands­banka, þ.m.t. rík­inu, stæðu til boða hluta­bréf í sam­einuðum banka sam­kvæmt til­tek­inni aðferðafræði.

Frest­ur stjórn­ar Íslands­banka til að svara Ari­on banka er 14 dag­ar. Í ljósi þess að um er að ræða stórt mál, sem varðar tvo skráða banka á sam­keppn­ismarkaði með fjöl­breytt­an hlut­hafa­hóp, er eðli­legt og nauðsyn­legt að málið verði metið með vönduðum hætti af hálfu rík­is­ins, stærsta hlut­haf­ans, áður en nokk­ur afstaða er tek­in til er­ind­is Ari­on banka,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins. 

Tekið er fram að ríkið muni halda áfram að vinna að und­ir­bún­ingi á sölu á hlut sín­um í Íslands­banka í al­mennu og opnu útboði.

„Frum­varp um sölu­ferlið var birt í sam­ráðsgátt fyr­ir helgi og að loknu sam­ráði verður málið tekið fyr­ir á Alþingi. Í frum­varp­inu er lögð sér­stök áhersla á fram­kvæmd­ina á útboðsferl­inu, þ.e. á hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi, ásamt for­gangi al­menn­ings,“ seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is