Inga Lind fann sinn innri frið á Balí

Heilsuferðir | 17. febrúar 2025

Inga Lind fann sinn innri frið á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, er á heimleið eftir að hafa eytt síðustu dögum á indónesísku eyjunni Balí þar sem hún uppgötvaði nýjan menningarheim og öðlaðist innri frið.

Inga Lind fann sinn innri frið á Balí

Heilsuferðir | 17. febrúar 2025

Líkt og í draumi.
Líkt og í draumi. Samsett mynd

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, er á heimleið eftir að hafa eytt síðustu dögum á indónesísku eyjunni Balí þar sem hún uppgötvaði nýjan menningarheim og öðlaðist innri frið.

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, er á heimleið eftir að hafa eytt síðustu dögum á indónesísku eyjunni Balí þar sem hún uppgötvaði nýjan menningarheim og öðlaðist innri frið.

Inga Lind sýndi frá ferðalagi sínu í færslu á Instagram-síðu sinni í morgun og af myndum að dæma þá nýtti hún tíma sinn á þessum draumkennda stað mjög vel.

„Kona fór og fann sinn innri frið á Balí. Hlaut þar blessun, gleði, slökun, sól, alvöru rigningu, hita, hvíld og mikilvægan lærdóm um ótrúlegustu hluti.

Full af þakklæti er ég á leiðinni heim með þetta helsta. Sjáumst!“, skrifaði hún við myndaseríu sem sýnir hana meðal annars njóta lífsins á ströndinni, stunda jóga og æfa golfsveifluna, en hún er þekkt fyrir að vera ansi öflug á golfvellinum og hefur sveiflað golfkylfunni í þó nokkrum fríum erlendis síðustu ár.



mbl.is