Bandaríski fatahönnuðurinn Vera Wang sýndi og sannaði að aldur er bara tala þegar hún gekk rauða dregilinn á Bafta-verðlaunahátíðinni (e. British Academy Film Awards) í Lundúnum á sunnudagskvöldið.
Bandaríski fatahönnuðurinn Vera Wang sýndi og sannaði að aldur er bara tala þegar hún gekk rauða dregilinn á Bafta-verðlaunahátíðinni (e. British Academy Film Awards) í Lundúnum á sunnudagskvöldið.
Bandaríski fatahönnuðurinn Vera Wang sýndi og sannaði að aldur er bara tala þegar hún gekk rauða dregilinn á Bafta-verðlaunahátíðinni (e. British Academy Film Awards) í Lundúnum á sunnudagskvöldið.
Wang, sem er 75 ára, lítur ekki út fyrir að hafa elst undanfarna áratugi og segir enga töfralausn liggja að baki unglegu útliti hennar, nema þá kannski ást hennar á skyndibitamat.
Fatahönnuðurinn er mikill aðdáandi McDonalds-hamborgara og sultufylltra kleinuhringja á Dunkin’ Donuts, sem við Íslendingar fengum að kynnast um stund hér um árið.
Wang skein skært á rauða dreglinum í glæsilegri hönnun úr eigin safni. Hún klæddist tvílituðu, gólfsíðu pilsi, brjóstatopp í stíl og sýndi stolt magavöðvana. Wang fullkomnaði útlitið með „oversized“ leðurjakka, töff sólgleraugum og skartaði einnig glænýrri klippingu sem setti punktinn yfir i-ið.
Wang deildi skemmtilegum myndum frá galakvöldinu á Instagram-síðu sinni og ef marka má athugasemdir við færsluna voru fylgjendur hennar ansi hrifnir af fatavalinu.